Kjósum Guðna Eiríkur Hjálmarsson skrifar 23. júní 2020 14:00 Sú tilfinning er góð að þegar líður að hádegi á nýársdag viti maður að upp úr hádeginu birtist á sjónvarpsskjánum manneskja sem eigi eftir að bregða upp svipmyndum úr þjóðlífinu frá sjónarhorni sem fengur er að. Þegar forsetum lýðveldisins hefur tekist best upp hefur manni fundist sú birta sem þau hafa varpað á viðfangsefnin í lífi lands og þjóðar vera svo sjálfsögð að þó það hafi ekki blasað við manni áður verður það manns eigið þaðan í frá. Þetta hefur nokkrum forsetum lýðveldisins tekist og þetta liggur einkar vel fyrir Guðna Th. Jóhannessyni. Þennan kost hans held ég megi rekja til yfirgripsmikillar þekkingar hans en ekki síður til auðmjúkrar afstöðu hans til hennar. Hann sýnir þá forvitni um hagi okkar og hugmyndir að þar hlýtur að búa að baki sú vissa að hann sé enn að læra. Þannig leiðir hann vangaveltur okkar um hvað sé farsælt og hvað geti síður verið til farsældar fallið. Það er verðmætt að þjóðin geti átt slík innihaldsrík samtöl samhliða eðlilegum ágreiningi um málefni dagsins. Það verðmæti held ég sé að birtast okkur í viðureigninni við yfirstandandi heimsfaraldur. Við höfum skipst á skoðunum um hvað sé farsælast í baráttunni við veiruna, þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að vita hugsanlega ekki allt best, en sýnum svo nauðsynlega samstöðu í daglegri hegðun okkar þannig að framúrskarandi árangur hefur náðst. Mér finnst þessi nálgun vera í samræmi við þann hógværa tón sem Guðni sló svo fersklega þegar hann gaf blessunarlega kost á sér fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum. Sumstaðar í veröldinni eru þjóðarleiðtogar þannig innréttaðir að viðhorf þeirra og framganga stendur í vegi fyrir árangri í mikilvægum málum þjóðanna. Sú er ekki raunin hér. Á Íslandi hefur Guðni forseti aukið við félagsauðinn en ekki dregið úr honum. Ein birtingarmynd þess sem í þjóðinni býr, hvað hún er fær um og hvað hún kann að meta, er kosningaþátttaka. Hver sem hin formlegu völd þjóðaleiðtoga eru, þá hafa þeir oftast talsverð áhrif. Þess vegna eru forsetakosningar mikilvægar til að sýna hvort við látum okkur í raun einhverju varða í hvaða átt samfélagið okkar þróast. Á laugardaginn er boltinn hjá okkur. Ég ætla að kjósa Guðna. Höfundur er sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sú tilfinning er góð að þegar líður að hádegi á nýársdag viti maður að upp úr hádeginu birtist á sjónvarpsskjánum manneskja sem eigi eftir að bregða upp svipmyndum úr þjóðlífinu frá sjónarhorni sem fengur er að. Þegar forsetum lýðveldisins hefur tekist best upp hefur manni fundist sú birta sem þau hafa varpað á viðfangsefnin í lífi lands og þjóðar vera svo sjálfsögð að þó það hafi ekki blasað við manni áður verður það manns eigið þaðan í frá. Þetta hefur nokkrum forsetum lýðveldisins tekist og þetta liggur einkar vel fyrir Guðna Th. Jóhannessyni. Þennan kost hans held ég megi rekja til yfirgripsmikillar þekkingar hans en ekki síður til auðmjúkrar afstöðu hans til hennar. Hann sýnir þá forvitni um hagi okkar og hugmyndir að þar hlýtur að búa að baki sú vissa að hann sé enn að læra. Þannig leiðir hann vangaveltur okkar um hvað sé farsælt og hvað geti síður verið til farsældar fallið. Það er verðmætt að þjóðin geti átt slík innihaldsrík samtöl samhliða eðlilegum ágreiningi um málefni dagsins. Það verðmæti held ég sé að birtast okkur í viðureigninni við yfirstandandi heimsfaraldur. Við höfum skipst á skoðunum um hvað sé farsælast í baráttunni við veiruna, þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að vita hugsanlega ekki allt best, en sýnum svo nauðsynlega samstöðu í daglegri hegðun okkar þannig að framúrskarandi árangur hefur náðst. Mér finnst þessi nálgun vera í samræmi við þann hógværa tón sem Guðni sló svo fersklega þegar hann gaf blessunarlega kost á sér fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum. Sumstaðar í veröldinni eru þjóðarleiðtogar þannig innréttaðir að viðhorf þeirra og framganga stendur í vegi fyrir árangri í mikilvægum málum þjóðanna. Sú er ekki raunin hér. Á Íslandi hefur Guðni forseti aukið við félagsauðinn en ekki dregið úr honum. Ein birtingarmynd þess sem í þjóðinni býr, hvað hún er fær um og hvað hún kann að meta, er kosningaþátttaka. Hver sem hin formlegu völd þjóðaleiðtoga eru, þá hafa þeir oftast talsverð áhrif. Þess vegna eru forsetakosningar mikilvægar til að sýna hvort við látum okkur í raun einhverju varða í hvaða átt samfélagið okkar þróast. Á laugardaginn er boltinn hjá okkur. Ég ætla að kjósa Guðna. Höfundur er sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun