Kjósum Guðna Eiríkur Hjálmarsson skrifar 23. júní 2020 14:00 Sú tilfinning er góð að þegar líður að hádegi á nýársdag viti maður að upp úr hádeginu birtist á sjónvarpsskjánum manneskja sem eigi eftir að bregða upp svipmyndum úr þjóðlífinu frá sjónarhorni sem fengur er að. Þegar forsetum lýðveldisins hefur tekist best upp hefur manni fundist sú birta sem þau hafa varpað á viðfangsefnin í lífi lands og þjóðar vera svo sjálfsögð að þó það hafi ekki blasað við manni áður verður það manns eigið þaðan í frá. Þetta hefur nokkrum forsetum lýðveldisins tekist og þetta liggur einkar vel fyrir Guðna Th. Jóhannessyni. Þennan kost hans held ég megi rekja til yfirgripsmikillar þekkingar hans en ekki síður til auðmjúkrar afstöðu hans til hennar. Hann sýnir þá forvitni um hagi okkar og hugmyndir að þar hlýtur að búa að baki sú vissa að hann sé enn að læra. Þannig leiðir hann vangaveltur okkar um hvað sé farsælt og hvað geti síður verið til farsældar fallið. Það er verðmætt að þjóðin geti átt slík innihaldsrík samtöl samhliða eðlilegum ágreiningi um málefni dagsins. Það verðmæti held ég sé að birtast okkur í viðureigninni við yfirstandandi heimsfaraldur. Við höfum skipst á skoðunum um hvað sé farsælast í baráttunni við veiruna, þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að vita hugsanlega ekki allt best, en sýnum svo nauðsynlega samstöðu í daglegri hegðun okkar þannig að framúrskarandi árangur hefur náðst. Mér finnst þessi nálgun vera í samræmi við þann hógværa tón sem Guðni sló svo fersklega þegar hann gaf blessunarlega kost á sér fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum. Sumstaðar í veröldinni eru þjóðarleiðtogar þannig innréttaðir að viðhorf þeirra og framganga stendur í vegi fyrir árangri í mikilvægum málum þjóðanna. Sú er ekki raunin hér. Á Íslandi hefur Guðni forseti aukið við félagsauðinn en ekki dregið úr honum. Ein birtingarmynd þess sem í þjóðinni býr, hvað hún er fær um og hvað hún kann að meta, er kosningaþátttaka. Hver sem hin formlegu völd þjóðaleiðtoga eru, þá hafa þeir oftast talsverð áhrif. Þess vegna eru forsetakosningar mikilvægar til að sýna hvort við látum okkur í raun einhverju varða í hvaða átt samfélagið okkar þróast. Á laugardaginn er boltinn hjá okkur. Ég ætla að kjósa Guðna. Höfundur er sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sú tilfinning er góð að þegar líður að hádegi á nýársdag viti maður að upp úr hádeginu birtist á sjónvarpsskjánum manneskja sem eigi eftir að bregða upp svipmyndum úr þjóðlífinu frá sjónarhorni sem fengur er að. Þegar forsetum lýðveldisins hefur tekist best upp hefur manni fundist sú birta sem þau hafa varpað á viðfangsefnin í lífi lands og þjóðar vera svo sjálfsögð að þó það hafi ekki blasað við manni áður verður það manns eigið þaðan í frá. Þetta hefur nokkrum forsetum lýðveldisins tekist og þetta liggur einkar vel fyrir Guðna Th. Jóhannessyni. Þennan kost hans held ég megi rekja til yfirgripsmikillar þekkingar hans en ekki síður til auðmjúkrar afstöðu hans til hennar. Hann sýnir þá forvitni um hagi okkar og hugmyndir að þar hlýtur að búa að baki sú vissa að hann sé enn að læra. Þannig leiðir hann vangaveltur okkar um hvað sé farsælt og hvað geti síður verið til farsældar fallið. Það er verðmætt að þjóðin geti átt slík innihaldsrík samtöl samhliða eðlilegum ágreiningi um málefni dagsins. Það verðmæti held ég sé að birtast okkur í viðureigninni við yfirstandandi heimsfaraldur. Við höfum skipst á skoðunum um hvað sé farsælast í baráttunni við veiruna, þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að vita hugsanlega ekki allt best, en sýnum svo nauðsynlega samstöðu í daglegri hegðun okkar þannig að framúrskarandi árangur hefur náðst. Mér finnst þessi nálgun vera í samræmi við þann hógværa tón sem Guðni sló svo fersklega þegar hann gaf blessunarlega kost á sér fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum. Sumstaðar í veröldinni eru þjóðarleiðtogar þannig innréttaðir að viðhorf þeirra og framganga stendur í vegi fyrir árangri í mikilvægum málum þjóðanna. Sú er ekki raunin hér. Á Íslandi hefur Guðni forseti aukið við félagsauðinn en ekki dregið úr honum. Ein birtingarmynd þess sem í þjóðinni býr, hvað hún er fær um og hvað hún kann að meta, er kosningaþátttaka. Hver sem hin formlegu völd þjóðaleiðtoga eru, þá hafa þeir oftast talsverð áhrif. Þess vegna eru forsetakosningar mikilvægar til að sýna hvort við látum okkur í raun einhverju varða í hvaða átt samfélagið okkar þróast. Á laugardaginn er boltinn hjá okkur. Ég ætla að kjósa Guðna. Höfundur er sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar