Segja dóm Félagsdóms ekki standast skoðun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 14:25 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. Mynd/BHM Bandalag háskólamanna lýsir furðu vegna dóms Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem kveðinn var upp í gær. BHM telur að dómurinn sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá BHM en Vísir greindi frá niðurstöðu Félagsdóms í dag. Í stuttu máli snerist deilan um að íslenska ríkið taldi að félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sen starfa hjá hinu opinbera hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning, þrátt fyrir að fleiri hafi sagt nei en já við samningnum. Leit ríkið svo á að, með vísun til laga um stéttarfélög og vinnudeilur að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Með því að telja auðu atkvæðin með, alls 21, greiddu 49,3 prósent atkvæði gegn samningnum, ekki nóg til að fella samninginn. Félag íslenskra náttúrufræðinga leit svo á að ekki ætti að telja auðu atkvæðin með og fór deilan fyrir Félagsdóm. Félagsdómur féllst á málatilbúnað ríkisins og dæmdi samninginn í gildi. Í yfirlýsingu frá BHM er þessari niðurstöðu alfarið hafnað og vísað til þess að Félagsdómur hafi beitt svokallaðri lögjöfnun þannig að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði. „Fráleitt er að halda því fram að ákvæði laga sem gilda um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði geti átt við um kjarasamning milli aðildarfélags BHM og ríkisins nema það sé sérstaklega tekið fram í lögum. Félagsdómur beitir lögjöfnun en það er einungis heimilt í algjörum undantekningartilvikum og getur ekki átt við í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu BHM. Þá segir jafnframt að ekki sé rétt að líta svo á að sá sem skili auðu sé með því að samþykkja kjarasamning. „BHM telur engin rök standa til þess að félagsmaður sem skilar auðum atkvæðaseðli, og tekur þannig ekki afstöðu með eða á móti kjarasamningi, sé með því afstöðuleysi að samþykkja kjarasamning. BHM undrast að Félagsdómur hafi kosið að hafna eða líta framhjá ítarlegum og vönduðum rökstuðningi FÍN í málinu.“ Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Bandalag háskólamanna lýsir furðu vegna dóms Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem kveðinn var upp í gær. BHM telur að dómurinn sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá BHM en Vísir greindi frá niðurstöðu Félagsdóms í dag. Í stuttu máli snerist deilan um að íslenska ríkið taldi að félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sen starfa hjá hinu opinbera hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning, þrátt fyrir að fleiri hafi sagt nei en já við samningnum. Leit ríkið svo á að, með vísun til laga um stéttarfélög og vinnudeilur að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Með því að telja auðu atkvæðin með, alls 21, greiddu 49,3 prósent atkvæði gegn samningnum, ekki nóg til að fella samninginn. Félag íslenskra náttúrufræðinga leit svo á að ekki ætti að telja auðu atkvæðin með og fór deilan fyrir Félagsdóm. Félagsdómur féllst á málatilbúnað ríkisins og dæmdi samninginn í gildi. Í yfirlýsingu frá BHM er þessari niðurstöðu alfarið hafnað og vísað til þess að Félagsdómur hafi beitt svokallaðri lögjöfnun þannig að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði. „Fráleitt er að halda því fram að ákvæði laga sem gilda um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði geti átt við um kjarasamning milli aðildarfélags BHM og ríkisins nema það sé sérstaklega tekið fram í lögum. Félagsdómur beitir lögjöfnun en það er einungis heimilt í algjörum undantekningartilvikum og getur ekki átt við í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu BHM. Þá segir jafnframt að ekki sé rétt að líta svo á að sá sem skili auðu sé með því að samþykkja kjarasamning. „BHM telur engin rök standa til þess að félagsmaður sem skilar auðum atkvæðaseðli, og tekur þannig ekki afstöðu með eða á móti kjarasamningi, sé með því afstöðuleysi að samþykkja kjarasamning. BHM undrast að Félagsdómur hafi kosið að hafna eða líta framhjá ítarlegum og vönduðum rökstuðningi FÍN í málinu.“
Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira