Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 15:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu um mánaðamót og að listi um ríki sem mega ferðast til svæðisins liggi þá fyrir. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Bandaríkjamenn verði ólíklega á þeim lista. Drög að tveimur listum sem New York Times hefur undir höndum sýna að Bandaríkin eru á hvorugum lista og er ástæðan sögð vera hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera á sama máli. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagðist hann ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að fá beint flug frá Bandaríkjunum hingað til lands og að menn væru almennt uggandi yfir því. Þá væri nauðsynlegt að standa vel að skimun ef svo færi. Rúmlega vika er liðinn frá því að skimun á landamærunum hófst og hafa tvö virk smit greinst við slíka skimun. Fleiri hafa greinst með gamalt smit og eru því ekki smitandi, þ.e. að leifar af veirunni finnast enn í nefkoki einstaklings en viðkomandi er þá með mótefni. Þórólfur sagði jákvætt hversu fá smit hafa greinst en þó væri of stuttur tími liðinn til þess að draga ályktanir. Hann leggur því til að skimun haldi áfram í það minnsta út júlí, enda skipti miklu máli að meta áhættuna og gögnin séu hjálpleg í því samhengi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01 2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu um mánaðamót og að listi um ríki sem mega ferðast til svæðisins liggi þá fyrir. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Bandaríkjamenn verði ólíklega á þeim lista. Drög að tveimur listum sem New York Times hefur undir höndum sýna að Bandaríkin eru á hvorugum lista og er ástæðan sögð vera hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera á sama máli. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagðist hann ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að fá beint flug frá Bandaríkjunum hingað til lands og að menn væru almennt uggandi yfir því. Þá væri nauðsynlegt að standa vel að skimun ef svo færi. Rúmlega vika er liðinn frá því að skimun á landamærunum hófst og hafa tvö virk smit greinst við slíka skimun. Fleiri hafa greinst með gamalt smit og eru því ekki smitandi, þ.e. að leifar af veirunni finnast enn í nefkoki einstaklings en viðkomandi er þá með mótefni. Þórólfur sagði jákvætt hversu fá smit hafa greinst en þó væri of stuttur tími liðinn til þess að draga ályktanir. Hann leggur því til að skimun haldi áfram í það minnsta út júlí, enda skipti miklu máli að meta áhættuna og gögnin séu hjálpleg í því samhengi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01 2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01
2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47