Framleiðslu Olympus-myndavéla hætt Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2020 07:29 Fyrsta Olympus-myndavélin var framleidd árið 1936. Vélin á myndinni er umtalsvert nýrri. Getty Japanska fyrirtækið Olympus hefur hætt framleiðslu myndavéla eftir 84 ár á markaðnum. Greint var frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta framleiðslunni þrátt fyrir tilraunir til að halda lífi í framleiðslunni. Hún væri hins vegar ekki lengur arðbær á tímum stafrænna myndavéla. Fyritækið segir að tilkoma snjallsíma með góðum myndavélum hafi dregið úr eftirspurn eftir sérstökum myndavélum. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðastliðin þrjú ár. Olympus framleiddi sína fyrstu myndavél árið 1936 eftir að hafa þá staðið að framleiðslu smásjáa um nokkurra ára skeið. Í frétt BBC segir að Semi-Olympus I vélin frá 1936 hafi verið með mikinn belg, sem teygðist út líkt og harmonikkubelgur, og hafi vélin á sínum tíma kostað meira en sem svaraði meðalmánaðarlaunum í Japan. Fyrirtækið hélt áfram að þróa og selja myndavélar og varð svo eitt af stærstu merkjunum á myndavélamarkaðnum, en Olympus-vélarnar nutu sérstakra vinsælda á áttunda áratugnum þar sem ljósmyndarar á borð við David Bailey og Lord Lichfield notuðust við Olympus-vélar. Talið er að sala á myndavélum hafi dregist saman um 84 prósent milli áranna 2010 og 2018. Olympus vonast nú til að geta selt framleiðsluna á ákveðnum hlutum vélanna, svo sem Zuiko-linsum sem hæglega gætu nýst í framleiðslu á öðrum vörum. Olympus mun áfram standa að framleiðslu smásjáa og vörum sem nýtast innan heilbrigðisgeirans. Tímamót Japan Ljósmyndun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Japanska fyrirtækið Olympus hefur hætt framleiðslu myndavéla eftir 84 ár á markaðnum. Greint var frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta framleiðslunni þrátt fyrir tilraunir til að halda lífi í framleiðslunni. Hún væri hins vegar ekki lengur arðbær á tímum stafrænna myndavéla. Fyritækið segir að tilkoma snjallsíma með góðum myndavélum hafi dregið úr eftirspurn eftir sérstökum myndavélum. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðastliðin þrjú ár. Olympus framleiddi sína fyrstu myndavél árið 1936 eftir að hafa þá staðið að framleiðslu smásjáa um nokkurra ára skeið. Í frétt BBC segir að Semi-Olympus I vélin frá 1936 hafi verið með mikinn belg, sem teygðist út líkt og harmonikkubelgur, og hafi vélin á sínum tíma kostað meira en sem svaraði meðalmánaðarlaunum í Japan. Fyrirtækið hélt áfram að þróa og selja myndavélar og varð svo eitt af stærstu merkjunum á myndavélamarkaðnum, en Olympus-vélarnar nutu sérstakra vinsælda á áttunda áratugnum þar sem ljósmyndarar á borð við David Bailey og Lord Lichfield notuðust við Olympus-vélar. Talið er að sala á myndavélum hafi dregist saman um 84 prósent milli áranna 2010 og 2018. Olympus vonast nú til að geta selt framleiðsluna á ákveðnum hlutum vélanna, svo sem Zuiko-linsum sem hæglega gætu nýst í framleiðslu á öðrum vörum. Olympus mun áfram standa að framleiðslu smásjáa og vörum sem nýtast innan heilbrigðisgeirans.
Tímamót Japan Ljósmyndun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira