Nefna höfuðstöðvar NASA eftir Mary W. Jackson Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 10:35 Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Vísir/NASA Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Jackson var ein þriggja kvenna sem fjallað er um í bókinni „Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Mathematicians Who Helped Win the Space Race” og myndinni sem byggir á bókinni. Myndin var gefin út árið 2016. Jim Bridenstein, yfirmaður NASA, tilkynnti þetta í gærkvöldi og sagði hann að Jackson hafi gefið mikið til geimáætlunar Bandaríkjanna og leitt að jafnrétti innan veggja NASA. „Mary W. Jackson var í hópi mjög mikilvægra kvenna sem hjálpaði NASA í að koma bandarískum geimförum út í geim. Mary sætti sig aldrei við viðvarandi ástand, hún hjálpaði til við að brjóta niður tálma og opna á tækifæri fyrir þeldökka Bandaríkjamenn og konur í verkfræði og tæknigeiranum,“ er haft eftir Bridendstein í yfirlýsingu á vef NASA. NASA’s Headquarters will be named the Mary W Jackson NASA Headquarters. Mary Jackson was @NASA's first African-American female engineer. She elevated America’s space program & led towards inclusion. Looking forward to holding a formal naming ceremony soon. https://t.co/R5tYNKPYNS pic.twitter.com/vKuIzMwpGN— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) June 24, 2020 Nafni götunnar sem byggingin stendur við í Washington DC var breytt í Hidden Figures Way í fyrra. Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar. Hún stóð sig vel þar og var að endingu hækkuð í tign og send í sérstaka verkfræðingaþjálfun. Þá þurfti hún sérstakt leyfi til að mega sækja tíma með hvítum samnemendum sínum. Sama ár og NACA varð að NASA varð Jakcson fyrsta þeldökka konan sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Hún sérhæfði sig í áhrifum vinds og loftmótstöðu á flugvélar og geimflaugar. Eftir nærri því tvo áratugi hafði Jackson orðið ljóst að hún gæti ekki farið hærra í störfum sínum hjá NASA og breytti um stefnu. Hún fór að vinna hjá Langley‘s Federal Women‘s Program Manager og þar vann hún hörðum höndum að því að hafa áhrif á næstu kynslóð kvenkyns stærðfræðina, verkfræðinga og vísindamanna hjá NASA, samkvæmt æviágripi stofnunarinnar. Jackson settist í helgan stein árið 1985 og dó árið 2005, þá 84 ára gömul. Bandaríkin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Jackson var ein þriggja kvenna sem fjallað er um í bókinni „Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Mathematicians Who Helped Win the Space Race” og myndinni sem byggir á bókinni. Myndin var gefin út árið 2016. Jim Bridenstein, yfirmaður NASA, tilkynnti þetta í gærkvöldi og sagði hann að Jackson hafi gefið mikið til geimáætlunar Bandaríkjanna og leitt að jafnrétti innan veggja NASA. „Mary W. Jackson var í hópi mjög mikilvægra kvenna sem hjálpaði NASA í að koma bandarískum geimförum út í geim. Mary sætti sig aldrei við viðvarandi ástand, hún hjálpaði til við að brjóta niður tálma og opna á tækifæri fyrir þeldökka Bandaríkjamenn og konur í verkfræði og tæknigeiranum,“ er haft eftir Bridendstein í yfirlýsingu á vef NASA. NASA’s Headquarters will be named the Mary W Jackson NASA Headquarters. Mary Jackson was @NASA's first African-American female engineer. She elevated America’s space program & led towards inclusion. Looking forward to holding a formal naming ceremony soon. https://t.co/R5tYNKPYNS pic.twitter.com/vKuIzMwpGN— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) June 24, 2020 Nafni götunnar sem byggingin stendur við í Washington DC var breytt í Hidden Figures Way í fyrra. Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar. Hún stóð sig vel þar og var að endingu hækkuð í tign og send í sérstaka verkfræðingaþjálfun. Þá þurfti hún sérstakt leyfi til að mega sækja tíma með hvítum samnemendum sínum. Sama ár og NACA varð að NASA varð Jakcson fyrsta þeldökka konan sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Hún sérhæfði sig í áhrifum vinds og loftmótstöðu á flugvélar og geimflaugar. Eftir nærri því tvo áratugi hafði Jackson orðið ljóst að hún gæti ekki farið hærra í störfum sínum hjá NASA og breytti um stefnu. Hún fór að vinna hjá Langley‘s Federal Women‘s Program Manager og þar vann hún hörðum höndum að því að hafa áhrif á næstu kynslóð kvenkyns stærðfræðina, verkfræðinga og vísindamanna hjá NASA, samkvæmt æviágripi stofnunarinnar. Jackson settist í helgan stein árið 1985 og dó árið 2005, þá 84 ára gömul.
Bandaríkin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira