Bjóða út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2020 13:54 Vegarkaflinn sem nú fer í umhverfismat og hönnun liggur meðfram Straumsvík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur til að breikka úr tveimur akreinum í fjórar með aðskildum akstursstefnum. Í útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar segir að á vegkaflanum skuli breikka núverandi Reykjanesbraut til suðurs, hanna ein mislæg gatnamót, ein undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð, vegtengingu að Straumi og vegtengingu að skolpdælustöð austan Straumsvíkur. Val bjóðanda fari fram á grundvelli hæfismats og verðs. Beri bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, það er upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð. Verkhönnun skuli lokið 1. febrúar 2022. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðsfrestur rennur út 22. júlí. Samkvæmt breytingartillögu stjórnarmeirihlutans við samgönguáætlun, sem nú er til meðferðar Alþingis, er gert ráð fyrir að framkvæmdin færist yfir á fyrsta tímabil áætlunarinnar 2020-2024 með þriggja milljarða króna framlagi en verkið var áður tímasett á öðru tímabili 2025-2029. „Undirbúningur hefjist strax og framkvæmdir hefjist um leið og vinnu við hönnun og skipulagi lýkur,“ segir í nefndaráliti meirihlutans. „Eftir að samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi í desember 2019 náðist samkomulag um breytta legu vegarins, sem lækkar kostnað við vegkaflann, en samkvæmt framlagðri áætlun eiga framkvæmdir ekki að hefjast fyrr en á 2. tímabili. Með viðbótarfjármagni fjárfestingarátaksins er framkvæmdinni tryggt fjármagn fyrir árið 2020 þannig að unnt sé að hefja undirbúning verksins,“ segir í nefndarálitinu. Fjallað var um verkefnið í frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur mánuðum: Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Alþingi Tengdar fréttir Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur til að breikka úr tveimur akreinum í fjórar með aðskildum akstursstefnum. Í útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar segir að á vegkaflanum skuli breikka núverandi Reykjanesbraut til suðurs, hanna ein mislæg gatnamót, ein undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð, vegtengingu að Straumi og vegtengingu að skolpdælustöð austan Straumsvíkur. Val bjóðanda fari fram á grundvelli hæfismats og verðs. Beri bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, það er upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð. Verkhönnun skuli lokið 1. febrúar 2022. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðsfrestur rennur út 22. júlí. Samkvæmt breytingartillögu stjórnarmeirihlutans við samgönguáætlun, sem nú er til meðferðar Alþingis, er gert ráð fyrir að framkvæmdin færist yfir á fyrsta tímabil áætlunarinnar 2020-2024 með þriggja milljarða króna framlagi en verkið var áður tímasett á öðru tímabili 2025-2029. „Undirbúningur hefjist strax og framkvæmdir hefjist um leið og vinnu við hönnun og skipulagi lýkur,“ segir í nefndaráliti meirihlutans. „Eftir að samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi í desember 2019 náðist samkomulag um breytta legu vegarins, sem lækkar kostnað við vegkaflann, en samkvæmt framlagðri áætlun eiga framkvæmdir ekki að hefjast fyrr en á 2. tímabili. Með viðbótarfjármagni fjárfestingarátaksins er framkvæmdinni tryggt fjármagn fyrir árið 2020 þannig að unnt sé að hefja undirbúning verksins,“ segir í nefndarálitinu. Fjallað var um verkefnið í frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur mánuðum:
Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Alþingi Tengdar fréttir Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“