Bjóða út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2020 13:54 Vegarkaflinn sem nú fer í umhverfismat og hönnun liggur meðfram Straumsvík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur til að breikka úr tveimur akreinum í fjórar með aðskildum akstursstefnum. Í útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar segir að á vegkaflanum skuli breikka núverandi Reykjanesbraut til suðurs, hanna ein mislæg gatnamót, ein undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð, vegtengingu að Straumi og vegtengingu að skolpdælustöð austan Straumsvíkur. Val bjóðanda fari fram á grundvelli hæfismats og verðs. Beri bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, það er upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð. Verkhönnun skuli lokið 1. febrúar 2022. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðsfrestur rennur út 22. júlí. Samkvæmt breytingartillögu stjórnarmeirihlutans við samgönguáætlun, sem nú er til meðferðar Alþingis, er gert ráð fyrir að framkvæmdin færist yfir á fyrsta tímabil áætlunarinnar 2020-2024 með þriggja milljarða króna framlagi en verkið var áður tímasett á öðru tímabili 2025-2029. „Undirbúningur hefjist strax og framkvæmdir hefjist um leið og vinnu við hönnun og skipulagi lýkur,“ segir í nefndaráliti meirihlutans. „Eftir að samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi í desember 2019 náðist samkomulag um breytta legu vegarins, sem lækkar kostnað við vegkaflann, en samkvæmt framlagðri áætlun eiga framkvæmdir ekki að hefjast fyrr en á 2. tímabili. Með viðbótarfjármagni fjárfestingarátaksins er framkvæmdinni tryggt fjármagn fyrir árið 2020 þannig að unnt sé að hefja undirbúning verksins,“ segir í nefndarálitinu. Fjallað var um verkefnið í frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur mánuðum: Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Alþingi Tengdar fréttir Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur til að breikka úr tveimur akreinum í fjórar með aðskildum akstursstefnum. Í útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar segir að á vegkaflanum skuli breikka núverandi Reykjanesbraut til suðurs, hanna ein mislæg gatnamót, ein undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð, vegtengingu að Straumi og vegtengingu að skolpdælustöð austan Straumsvíkur. Val bjóðanda fari fram á grundvelli hæfismats og verðs. Beri bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, það er upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð. Verkhönnun skuli lokið 1. febrúar 2022. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðsfrestur rennur út 22. júlí. Samkvæmt breytingartillögu stjórnarmeirihlutans við samgönguáætlun, sem nú er til meðferðar Alþingis, er gert ráð fyrir að framkvæmdin færist yfir á fyrsta tímabil áætlunarinnar 2020-2024 með þriggja milljarða króna framlagi en verkið var áður tímasett á öðru tímabili 2025-2029. „Undirbúningur hefjist strax og framkvæmdir hefjist um leið og vinnu við hönnun og skipulagi lýkur,“ segir í nefndaráliti meirihlutans. „Eftir að samgönguáætlun var lögð fyrir Alþingi í desember 2019 náðist samkomulag um breytta legu vegarins, sem lækkar kostnað við vegkaflann, en samkvæmt framlagðri áætlun eiga framkvæmdir ekki að hefjast fyrr en á 2. tímabili. Með viðbótarfjármagni fjárfestingarátaksins er framkvæmdinni tryggt fjármagn fyrir árið 2020 þannig að unnt sé að hefja undirbúning verksins,“ segir í nefndarálitinu. Fjallað var um verkefnið í frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur mánuðum:
Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Alþingi Tengdar fréttir Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent