Karlmaður leiddur fyrir héraðsdóm vegna brunans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 15:33 Maðurinn fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. vísir/vilhelm Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í þágu rannsóknar á brunanum við Bræðraborgastíg var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Þess er krafist að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn var fluttur með lögreglubíl í Héraðsdóm Reykjavíkur rétt fyrir klukkan þrjú í dag að því er greint er frá á vef Fréttablaðsins. Ekki náðist í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón við vinnslu þessarar fréttar. Tveir voru handteknir á vettvangi brunans í gær fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögregluþjóna á vettvangi en þeim sleppt eftir skýrslutökur. Tilkynning barst um eldsvoðann klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Þá lagði mikinn reyk frá húsinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang. Þrír létust og tveir eru á gjörgæslu eftir brunann. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þá er hafin rannsókn á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna brunans en hún beinist að slökkvistarfi og aðstæðum í húsinu. Þá hefur verið boðað til blaðamannafundar vegna brunans í húsnæði Slökkviliðsins að Skógarhlíð 14 klukkan 17:30 í dag. Þar munu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn munu fara yfir atburði gærdagsins. Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. 26. júní 2020 13:37 ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07 Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Sjá meira
Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í þágu rannsóknar á brunanum við Bræðraborgastíg var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Þess er krafist að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn var fluttur með lögreglubíl í Héraðsdóm Reykjavíkur rétt fyrir klukkan þrjú í dag að því er greint er frá á vef Fréttablaðsins. Ekki náðist í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón við vinnslu þessarar fréttar. Tveir voru handteknir á vettvangi brunans í gær fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögregluþjóna á vettvangi en þeim sleppt eftir skýrslutökur. Tilkynning barst um eldsvoðann klukkan 15:15 í gær. Húsið, sem er á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, varð hratt alelda og voru aðstæður mjög erfiðar slökkviliðsmönnum. Þá lagði mikinn reyk frá húsinu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang. Þrír létust og tveir eru á gjörgæslu eftir brunann. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þá er hafin rannsókn á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna brunans en hún beinist að slökkvistarfi og aðstæðum í húsinu. Þá hefur verið boðað til blaðamannafundar vegna brunans í húsnæði Slökkviliðsins að Skógarhlíð 14 klukkan 17:30 í dag. Þar munu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn munu fara yfir atburði gærdagsins.
Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. 26. júní 2020 13:37 ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07 Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Sjá meira
Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. 26. júní 2020 13:37
ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07
Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51