Enska úrvalsdeildin vill hjálpa þjálfurum sem tilheyra minnihlutahópum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2020 23:00 Þjálfari Wolves er í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni. Ashley Western/Getty Images Enska úrvalsdeildin, ásamt sambandi neðri deilda þar í landi sem og samtökum atvinnumanna á Englandi hafa sett á laggirnar áætlun sem mun aðstoða þjálfara sem flokkast undir BAME-skilgreininguna. Undir hana flokkast þjálfarar sem eru hluti af minnihlutahóp. Til að mynda er Nuno Esperito Santo, þjálfari Wolverhampton Wanderers, eini þjálfarinn sem fellur undir BAME-skilgreininguna í ensku úrvalsdeildinni. Allir aðrir þjálfarar deildarinnar eru hvítir á hörund. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Verður áætlunin keyrð af stað á næstu leiktíð og munu sex þjálfarar fá starf til allavega 23 mánaða hjá félögum í neðri deildum, það er úr B-deildinni og niður. „Þetta er mikilvægur tími í sögulegu samhengi fyrir þjálfara sem eru svartir, koma frá Asíu eða tilheyra öðrum minnihlutahópi,“ sagði Darren Moore, þjálfari Doncaster Rovers. Er hann einn fárra svartra þjálfara á Englandi í dag. „Það vita allir að við þurfum meiri fjölbreytni þegar kemur að þjálfurum og framkvæmdastjórum. Þessi áætlun er skref í rétta átt. Það er mikið af störfum, allt frá yngri liðum og upp í aðalliðin þar sem ungir þjálfarar geta hafið vegferð sína,“ sagði hann einnig. Sem stendur eru aðeins sex af 91 félagi í ensku deildarkeppninni með þjálfara sem fellur undir BAME-skilgreininguna. Það mun þó ekki hver sem er geta sótt um en þjálfararnir þurfa að vera með UEFA B þjálfaragráðu og stefna á að taka UEFA A. Þá mun enska knattspyrnusambandið skipa nefnd sem mun ákvarða hvaða þjálfarar verða valdir hverju sinni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Enska úrvalsdeildin, ásamt sambandi neðri deilda þar í landi sem og samtökum atvinnumanna á Englandi hafa sett á laggirnar áætlun sem mun aðstoða þjálfara sem flokkast undir BAME-skilgreininguna. Undir hana flokkast þjálfarar sem eru hluti af minnihlutahóp. Til að mynda er Nuno Esperito Santo, þjálfari Wolverhampton Wanderers, eini þjálfarinn sem fellur undir BAME-skilgreininguna í ensku úrvalsdeildinni. Allir aðrir þjálfarar deildarinnar eru hvítir á hörund. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Verður áætlunin keyrð af stað á næstu leiktíð og munu sex þjálfarar fá starf til allavega 23 mánaða hjá félögum í neðri deildum, það er úr B-deildinni og niður. „Þetta er mikilvægur tími í sögulegu samhengi fyrir þjálfara sem eru svartir, koma frá Asíu eða tilheyra öðrum minnihlutahópi,“ sagði Darren Moore, þjálfari Doncaster Rovers. Er hann einn fárra svartra þjálfara á Englandi í dag. „Það vita allir að við þurfum meiri fjölbreytni þegar kemur að þjálfurum og framkvæmdastjórum. Þessi áætlun er skref í rétta átt. Það er mikið af störfum, allt frá yngri liðum og upp í aðalliðin þar sem ungir þjálfarar geta hafið vegferð sína,“ sagði hann einnig. Sem stendur eru aðeins sex af 91 félagi í ensku deildarkeppninni með þjálfara sem fellur undir BAME-skilgreininguna. Það mun þó ekki hver sem er geta sótt um en þjálfararnir þurfa að vera með UEFA B þjálfaragráðu og stefna á að taka UEFA A. Þá mun enska knattspyrnusambandið skipa nefnd sem mun ákvarða hvaða þjálfarar verða valdir hverju sinni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira