Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 10:40 Embættismenn sem störfuðu í ríkisstjórn George W. Bush ætla að beita sér gegn endurkjöri Trump með því að styðja Biden. Bush er sjálfur ekki sagður taka þátt í félagsskapnum. Vísir/Getty Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. Reuters-fréttastofan segir að hópurinn ætli að hleypa svonefndri pólitískri aðgerðanefnd (PAC) af stokkunum í dag. Í framhaldinu muni nefndin birta myndbönd frá áhrifamiklum repúblikönum sem bera lof á Biden og reyna að hvetja fólk til að kjósa í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðendanna. „Við vitum hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt og það sem við sjáum er afar óeðlilegt. Forsetinn er hættulegur,“ segir Jennifer Millikin, einn skipuleggjenda nefndarinnar. Hún starfaði fyrir framboð Bush til endurkjörs árið 2004 og starfaði síðar innan stjórnsýslunnar. Þrátt fyrir að þeir sem tilheyra hópnum séu ekki sammála Biden í stjórnmálum telji þeir hann geta mætt áskorunum Bandaríkjanna af heilindum. Kristopher Puercell, sem starfaði í samskiptamálum í Hvíta húsinu í tíð Bush, segir hópinn ætla að velja landið fram yfir flokkinn í kosningunum í nóvember. „Við teljum að ríkisstjórn Biden muni virða réttarríkið og hefja Hvíta húsið aftur til vegs og virðingar,“ segir Purcell. Millikin segir enn ekki tímabært að greina frá því hverjir standa að hópnum. Bush er sagður hafa verið látinn vita af framtakinu en hann taki ekki sjálfur þátt í því. Talsmaður hans segist ekki ætla að skipta sér af kosningunum. Annar hópur óánægðra repúblikana sem kallar sig Lincoln-verkefnið hefur undanfarið birt fjölda áróðursmyndbanda gegn Trump forseta. Í þeim hópi er meðal annars George Conway, eiginmaður Kellyanne Conway, eins nánasta ráðgjafa Trump. Ýmsir eldri áhrifamenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla að annað hvort kjósa Trump ekki eða greiða Biden atkvæði sitt. Þeirra á meðal eru Bush, Jeb Bush bróðir hans og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður flokksins og forsetaframbjóðandi árið 2012, og Colin Powell sem var utanríkisráðherra í tíð Bush. Trump hefur lýst repúblikönum sem styðja hann ekki sem „mannlegu úrhraki“. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump George W. Bush Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. Reuters-fréttastofan segir að hópurinn ætli að hleypa svonefndri pólitískri aðgerðanefnd (PAC) af stokkunum í dag. Í framhaldinu muni nefndin birta myndbönd frá áhrifamiklum repúblikönum sem bera lof á Biden og reyna að hvetja fólk til að kjósa í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðendanna. „Við vitum hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt og það sem við sjáum er afar óeðlilegt. Forsetinn er hættulegur,“ segir Jennifer Millikin, einn skipuleggjenda nefndarinnar. Hún starfaði fyrir framboð Bush til endurkjörs árið 2004 og starfaði síðar innan stjórnsýslunnar. Þrátt fyrir að þeir sem tilheyra hópnum séu ekki sammála Biden í stjórnmálum telji þeir hann geta mætt áskorunum Bandaríkjanna af heilindum. Kristopher Puercell, sem starfaði í samskiptamálum í Hvíta húsinu í tíð Bush, segir hópinn ætla að velja landið fram yfir flokkinn í kosningunum í nóvember. „Við teljum að ríkisstjórn Biden muni virða réttarríkið og hefja Hvíta húsið aftur til vegs og virðingar,“ segir Purcell. Millikin segir enn ekki tímabært að greina frá því hverjir standa að hópnum. Bush er sagður hafa verið látinn vita af framtakinu en hann taki ekki sjálfur þátt í því. Talsmaður hans segist ekki ætla að skipta sér af kosningunum. Annar hópur óánægðra repúblikana sem kallar sig Lincoln-verkefnið hefur undanfarið birt fjölda áróðursmyndbanda gegn Trump forseta. Í þeim hópi er meðal annars George Conway, eiginmaður Kellyanne Conway, eins nánasta ráðgjafa Trump. Ýmsir eldri áhrifamenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla að annað hvort kjósa Trump ekki eða greiða Biden atkvæði sitt. Þeirra á meðal eru Bush, Jeb Bush bróðir hans og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður flokksins og forsetaframbjóðandi árið 2012, og Colin Powell sem var utanríkisráðherra í tíð Bush. Trump hefur lýst repúblikönum sem styðja hann ekki sem „mannlegu úrhraki“.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump George W. Bush Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira