Hvað með að skrifa bara grein? Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 1. júlí 2020 13:00 Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sbr 1. málsgrein í okkar stjórnarskrá síðan 1944. Við iðkum lýðræði og reynum flest öll að umvefja það og umbera. Sumir hafa þó á stundum sýnt okkar lýðræði vanvirðingu þá þannig að sniðganga þátttöku líkt og mátti sjá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér fór fram 20. október 2012, þá til að gera lítið úr niðurstöðunni og draga úr áhrifum niðurstöðunnar. Svei þeim hinum sömu. Nú að loknum forsetakosningum er hinsvegar vert að skoða málin, málin er varða lýðræðið okkar, okkar fjöregg og um leið málfrelsið. Hér voru tveir í framboði en einhverjir fleiri höfðu áhuga en áttu ekki erindi sem erfiði. Annar þeirra sat í embættinu sem kosið var um, hinn sat á hótelstóli í Danmörku. Annar þeirra kaus að halda sig meira til hlés, stöðu sinnar vegna á meðan hinn kaus að hafa hátt, ríflega þó. Sem er jú aftur okkar lýðræðislegur réttur, að mega og geta tjáð okkur og það hátt svo lengi sem það trufli ekki næsta mann. Annar frambjóðandinn, þessi sem laut í gras hefur einmitt talað mikið um lýðræðið, það sé fyrir alla og hann [frambjóðandinn] muni gera allt fyrir lýðræðið og gerði allt til þess standa vörð um lýðræðið, næði hann kjöri. Frambjóðandinn, hótelstjórinn, hefur svo í beinu framhaldi af umræðu um lýðræðisástina, vitnað til máls sem hér reið húsum sumarið 2019 eða “Orkupakkamálið”. Í því máli voru nokkrar fylkingar, þá helst sú sem sá allar tengingar við útlönd í efnislegu formi eða í samskiptalega allt til foráttu og svo hin sem taldi málið í eðlilegum farvegi og ekki efni til að ganga fram af sér. Frambjóðandinn, hótelstjórinn var í hópi þeirra sem höfðu hátt og nýttu sér fésbókarvegg einn sem kallaður var og er, “Orkan okkar” til þess arna. Þar var svo oft mikið fjör og stundum handagangur í öskjunni með fullyrðingar sem margar stóðust jafnmikla skoðun og að tunglið sé í raun ostur. Ást frambjóðandans á lýðræðinu, ásamt kosningastjóra hans, þvarr aðeins þarna um stund, því á þessum vegg var svo ekki pláss fyrir þá sem ekki trúðu því að tunglið væri ostur og vildu ræða málið efnislega. Þar var grisjað reglulega og ekki pláss fyrir báða hópa, eiginlega bara einn hóp. Þess vegna er það léttir að vita til þess að nú sitji forseti í öndvegi á Bessastöðum sem iðki lýðræðislega umræðu og taki tillit til þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. Hótelstjórinn og frambjóðandinn sem náði ekki 8% fylgi á landsvísu hefur ekki sýnt þá ástríðu fyrir lýðræðislega umræðu og hann vildi vera láta í kosningabaráttunni að höfundar. Hér er svo vert að staldra við og kynna sér það sem frambjóðandinn sem laut í gras heldur nú fram, að kosningum loknum. Nú stóð það aldrei til að sigra, framboð hans hafi verið tilraun til að kalla fram ákveðinn samfélagshóp saman umfram annan. Nú eru ekki bara einn fjölmiðill sem vann á móti kjöri hans heldur allir. Gott að halda því til haga að frambjóðandinn fékk allar sömu kynningar og núverandi forseta var boðið upp á í umfjöllun fjölmiðla, þá í prentmiðlum og í ljósvakamiðlum sem kusu að kynna kosningar að einhverju marki, að einni útvarpsstöð undanskilinni sem kaus að brjóta 26 gr fjölmiðlalaga um lýðræðislega grunvallatreglur en þar fékk n.v hótelsstjórinn og f.v frambjóðandi þrjú drottingarviðtöl umfram ágætan forseta vor. Það getur nú vart talist eðlilegt að hafa nú nýtt sér þann lýðræðislega rétt að bjóða sig fram, einungis til að fá sviðið í um 4 vikur, fá gnægð af vegahamborgurum og geta svo hjólað í núverandi forseta um hneykslismál og aða lágkúru, fyrir utan þess að hafa kostað nú okkar sameiginlega sjóði um hundruði milljónir ef baráttan var bara til að gefa út yfirlýsingu. Ágæti Guðmundur Franklín, gastu bara ekki skrifað grein og kallað það gott? Höfundur er rekstariðnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sbr 1. málsgrein í okkar stjórnarskrá síðan 1944. Við iðkum lýðræði og reynum flest öll að umvefja það og umbera. Sumir hafa þó á stundum sýnt okkar lýðræði vanvirðingu þá þannig að sniðganga þátttöku líkt og mátti sjá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér fór fram 20. október 2012, þá til að gera lítið úr niðurstöðunni og draga úr áhrifum niðurstöðunnar. Svei þeim hinum sömu. Nú að loknum forsetakosningum er hinsvegar vert að skoða málin, málin er varða lýðræðið okkar, okkar fjöregg og um leið málfrelsið. Hér voru tveir í framboði en einhverjir fleiri höfðu áhuga en áttu ekki erindi sem erfiði. Annar þeirra sat í embættinu sem kosið var um, hinn sat á hótelstóli í Danmörku. Annar þeirra kaus að halda sig meira til hlés, stöðu sinnar vegna á meðan hinn kaus að hafa hátt, ríflega þó. Sem er jú aftur okkar lýðræðislegur réttur, að mega og geta tjáð okkur og það hátt svo lengi sem það trufli ekki næsta mann. Annar frambjóðandinn, þessi sem laut í gras hefur einmitt talað mikið um lýðræðið, það sé fyrir alla og hann [frambjóðandinn] muni gera allt fyrir lýðræðið og gerði allt til þess standa vörð um lýðræðið, næði hann kjöri. Frambjóðandinn, hótelstjórinn, hefur svo í beinu framhaldi af umræðu um lýðræðisástina, vitnað til máls sem hér reið húsum sumarið 2019 eða “Orkupakkamálið”. Í því máli voru nokkrar fylkingar, þá helst sú sem sá allar tengingar við útlönd í efnislegu formi eða í samskiptalega allt til foráttu og svo hin sem taldi málið í eðlilegum farvegi og ekki efni til að ganga fram af sér. Frambjóðandinn, hótelstjórinn var í hópi þeirra sem höfðu hátt og nýttu sér fésbókarvegg einn sem kallaður var og er, “Orkan okkar” til þess arna. Þar var svo oft mikið fjör og stundum handagangur í öskjunni með fullyrðingar sem margar stóðust jafnmikla skoðun og að tunglið sé í raun ostur. Ást frambjóðandans á lýðræðinu, ásamt kosningastjóra hans, þvarr aðeins þarna um stund, því á þessum vegg var svo ekki pláss fyrir þá sem ekki trúðu því að tunglið væri ostur og vildu ræða málið efnislega. Þar var grisjað reglulega og ekki pláss fyrir báða hópa, eiginlega bara einn hóp. Þess vegna er það léttir að vita til þess að nú sitji forseti í öndvegi á Bessastöðum sem iðki lýðræðislega umræðu og taki tillit til þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. Hótelstjórinn og frambjóðandinn sem náði ekki 8% fylgi á landsvísu hefur ekki sýnt þá ástríðu fyrir lýðræðislega umræðu og hann vildi vera láta í kosningabaráttunni að höfundar. Hér er svo vert að staldra við og kynna sér það sem frambjóðandinn sem laut í gras heldur nú fram, að kosningum loknum. Nú stóð það aldrei til að sigra, framboð hans hafi verið tilraun til að kalla fram ákveðinn samfélagshóp saman umfram annan. Nú eru ekki bara einn fjölmiðill sem vann á móti kjöri hans heldur allir. Gott að halda því til haga að frambjóðandinn fékk allar sömu kynningar og núverandi forseta var boðið upp á í umfjöllun fjölmiðla, þá í prentmiðlum og í ljósvakamiðlum sem kusu að kynna kosningar að einhverju marki, að einni útvarpsstöð undanskilinni sem kaus að brjóta 26 gr fjölmiðlalaga um lýðræðislega grunvallatreglur en þar fékk n.v hótelsstjórinn og f.v frambjóðandi þrjú drottingarviðtöl umfram ágætan forseta vor. Það getur nú vart talist eðlilegt að hafa nú nýtt sér þann lýðræðislega rétt að bjóða sig fram, einungis til að fá sviðið í um 4 vikur, fá gnægð af vegahamborgurum og geta svo hjólað í núverandi forseta um hneykslismál og aða lágkúru, fyrir utan þess að hafa kostað nú okkar sameiginlega sjóði um hundruði milljónir ef baráttan var bara til að gefa út yfirlýsingu. Ágæti Guðmundur Franklín, gastu bara ekki skrifað grein og kallað það gott? Höfundur er rekstariðnfræðingur.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun