Segir Alonso vera ástæðu þess að Chelsea tapaði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 10:30 Alonso ætti mögulega að einbeita sér að varnarleik frekar en bakfallsspyrnum. EPA-EFE/Michael Regan Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports á Englandi, kenndi spænska bakverðinum Marcos Alonso nær alfarið um 3-2 tap Chelsea gegn West Ham United í gærkvöld. Mikið hefur verið rætt um vinstri bakvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea undanfarið. Þrálátir orðrómar eru varðandi möguleg vistaskipti Ben Chilwell úr Leicester City í Chelsea. Frammistaða Marcos Alonso í óvæntu 3-2 tapi Chelsea í gær var ekkert að fara minnka þá orðróma en Alonso átti skelfilegan leik. Með sigri hefði Chelsea hoppað yfir Leicester í töflunni en lærisveinar Brendan Rodgers hafa engan veginn náð vopnum sínum eftir að úrvalsdeildin fór aftur af stað. Spánverjinn virðist einfaldlega ekki fær um að spila sem vinstri bakvörður eftir að hafa blómstrað sem vængbakvörður þegar Antonio Conte var við stjórnvölin á Brúnni. Gekk Gary Neville svo langt að kenna Alonso nær alfarið um tapið. Liðið missti boltann og West Ham sótti hratt í svæðið sem Alonso skildi eftir sig. Andriy Yarmolenko nýtti sér það pláss sem hafði myndast í fjarveru Alonso og tryggði West Ham öll þrjú stigin við mikinn fögnuðu David Moyes. Man of the Match, @WestHam s Michail Antonio 1 goal5 shots (most in match)2 on target1 assist (for Yarmolenko s winning goal)2 chances created pic.twitter.com/0gGnt1kvwC— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 1, 2020 „Horfið á hann, hvað er hann að gera? Hann er jafn Yarmalenko þegar skyndisóknin hefst en hann nennir ekki að hlaupa til baka. Þú hleypur til baka eins hratt og þú getur þegar liðið þitt tapar boltanum. Þetta er eitthvað sem þú lærir þegar þú ert sex ára gamall,“ sagði Neville þegar hann fór yfir leikinn á Sky í gær. Neville ætti að vita eitthvað um stöðu bakvarðar en hann lék nær allan sinn feril sem hægri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins. Lék hann 85 landsleiki fyrir England, enginn hægri bakvörður á fleiri. Þá vann hann 20 titla á ferli sínum sem leikmaður. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports á Englandi, kenndi spænska bakverðinum Marcos Alonso nær alfarið um 3-2 tap Chelsea gegn West Ham United í gærkvöld. Mikið hefur verið rætt um vinstri bakvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea undanfarið. Þrálátir orðrómar eru varðandi möguleg vistaskipti Ben Chilwell úr Leicester City í Chelsea. Frammistaða Marcos Alonso í óvæntu 3-2 tapi Chelsea í gær var ekkert að fara minnka þá orðróma en Alonso átti skelfilegan leik. Með sigri hefði Chelsea hoppað yfir Leicester í töflunni en lærisveinar Brendan Rodgers hafa engan veginn náð vopnum sínum eftir að úrvalsdeildin fór aftur af stað. Spánverjinn virðist einfaldlega ekki fær um að spila sem vinstri bakvörður eftir að hafa blómstrað sem vængbakvörður þegar Antonio Conte var við stjórnvölin á Brúnni. Gekk Gary Neville svo langt að kenna Alonso nær alfarið um tapið. Liðið missti boltann og West Ham sótti hratt í svæðið sem Alonso skildi eftir sig. Andriy Yarmolenko nýtti sér það pláss sem hafði myndast í fjarveru Alonso og tryggði West Ham öll þrjú stigin við mikinn fögnuðu David Moyes. Man of the Match, @WestHam s Michail Antonio 1 goal5 shots (most in match)2 on target1 assist (for Yarmolenko s winning goal)2 chances created pic.twitter.com/0gGnt1kvwC— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 1, 2020 „Horfið á hann, hvað er hann að gera? Hann er jafn Yarmalenko þegar skyndisóknin hefst en hann nennir ekki að hlaupa til baka. Þú hleypur til baka eins hratt og þú getur þegar liðið þitt tapar boltanum. Þetta er eitthvað sem þú lærir þegar þú ert sex ára gamall,“ sagði Neville þegar hann fór yfir leikinn á Sky í gær. Neville ætti að vita eitthvað um stöðu bakvarðar en hann lék nær allan sinn feril sem hægri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins. Lék hann 85 landsleiki fyrir England, enginn hægri bakvörður á fleiri. Þá vann hann 20 titla á ferli sínum sem leikmaður.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira