Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2020 11:17 Griðungur, gammur, dreki og bergrisi ... Sigmundur Davíð og Miðflokksmenn kunna vel að meta hinn þjóðernislega tón sem sleginn er í nýju kynningarefni frá KSÍ. Ýmsir aðrir klóra sér í kolli. Myndband frá auglýsingastofunni Brandenburg, sem unnið var í samstarfi við KSÍ og fylgir úr hlaði nýju merki, nýju útliti fyrir landslið Íslands, ætlar að reynast verulega umdeilt. Og jafnvel að greina megi flokkspólitískar línur í afstöðu til þess. Meðan hrollur fer um margan manninn er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hinn ánægðasti og lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni: „Flott merki og myndband!“ Kvitt og klárt. Miðflokkurinn er sáttur En það sem heillar Sigmund Davíð er kannski einmitt það sem veldur hrolli og jafnvel óhug í huga ýmissa annarra. Miðflokkurinn leggur upp úr því að horft sé til fortíðar og að menn séu þjóðhollir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir einfaldlega: „Ööööö - hvaða miðill aðstoðaði KSÍ við að ráða Jónas frá Hriflu sem ráðgjafa við gerð nýju auglýsingarinnar?“ „Slagorðið Blut und Boden kom upp í huga mér þegar ég horfði á þetta,“ segir Bjarni Már Magnússon prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík. Sem þýðir bókstaflega blóð og jörð á íslensku og var slagorð nasista 3. ríkisins. Prófessorinn birtir myndbandið á Twittersíðu sinni og fylgir því úr hlaði með þeim orðum að heppilegt hefði verið ef KSÍ hefði fengið einhvern sérfróðan um „um sögu fyrri hluta 20. aldar og uppgang hægri öfgahreyfinga til að útskýra hvers vegna þetta myndband gæti vakið upp óþægileg hugrenningartengsl áður en það var birt opinberlega.“ Flogaveikir varist áhorf Arnór Snæbjörnsson leggur orð í belg á þeim vettvangi og segir að Ísland sé ekki Svíþjóð eða UK: „þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni (flogaveikir varist áhorf) eru aðallega undarleg fyrir sitt Kaupthinking.“ Bjarni Már segir að hið nýja myndband KSÍ minni hann helst á Blut and Boden. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar og rithöfundur er einnig hugsi og veltir málinu fyrir sér á sinni Facebooksíðu: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ segir Guðmundur Andri en enginn ætti að velkjast í vafa um að hann kann sín fræði. Sagan snýst ekki um varnarbaráttu gegn erlendri ásælni Guðmundur Andri telur að þeir sem halda með Íslandi ættum að geta gert það án þess að allt þetta bull fylgi með. „Saga Íslands snýst ekki um stöðuga varnarbaráttu gegn erlendri ásælni. Hún sýnir á öllum tímum að einangrun er slæm og forsenda gróandi þjóðlífs eru viðskipti og samskipti við erlendar þjóðir, sístreymi þarna á milli.“ Brandenburg og helstu stjórnendur þar, Jón Ari Helgason og Bragi Valdimar Skúlason, deila myndbandinu á samfélagsmiðlum og greina frá tilurð þess, stoltir: „Við erum einstaklega stolt af því að geta loksins sýnt ykkur nýja ásýnd landsliðanna okkar í knattspyrnu, ásamt nýju myndmerki. Þetta er verkefni sem við höfum unnið að síðasta árið fyrir KSÍ. Hér er kynning á nýju ásýndinni — fyrir Ísland!“ Og eftirtaldir samstarfsaðilar fá kærar þakkir: KSÍ, Hannes Þór Halldórsson, leikstjórn, Svenni Speight, ljósmyndir, Hera Hilmarsdóttir, lestur, Ásgeir Jón Ásgeirsson, myndskreytingar og Pétur Jónsson, tónlist. KSÍ Alþingi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Myndband frá auglýsingastofunni Brandenburg, sem unnið var í samstarfi við KSÍ og fylgir úr hlaði nýju merki, nýju útliti fyrir landslið Íslands, ætlar að reynast verulega umdeilt. Og jafnvel að greina megi flokkspólitískar línur í afstöðu til þess. Meðan hrollur fer um margan manninn er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hinn ánægðasti og lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni: „Flott merki og myndband!“ Kvitt og klárt. Miðflokkurinn er sáttur En það sem heillar Sigmund Davíð er kannski einmitt það sem veldur hrolli og jafnvel óhug í huga ýmissa annarra. Miðflokkurinn leggur upp úr því að horft sé til fortíðar og að menn séu þjóðhollir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir einfaldlega: „Ööööö - hvaða miðill aðstoðaði KSÍ við að ráða Jónas frá Hriflu sem ráðgjafa við gerð nýju auglýsingarinnar?“ „Slagorðið Blut und Boden kom upp í huga mér þegar ég horfði á þetta,“ segir Bjarni Már Magnússon prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík. Sem þýðir bókstaflega blóð og jörð á íslensku og var slagorð nasista 3. ríkisins. Prófessorinn birtir myndbandið á Twittersíðu sinni og fylgir því úr hlaði með þeim orðum að heppilegt hefði verið ef KSÍ hefði fengið einhvern sérfróðan um „um sögu fyrri hluta 20. aldar og uppgang hægri öfgahreyfinga til að útskýra hvers vegna þetta myndband gæti vakið upp óþægileg hugrenningartengsl áður en það var birt opinberlega.“ Flogaveikir varist áhorf Arnór Snæbjörnsson leggur orð í belg á þeim vettvangi og segir að Ísland sé ekki Svíþjóð eða UK: „þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni (flogaveikir varist áhorf) eru aðallega undarleg fyrir sitt Kaupthinking.“ Bjarni Már segir að hið nýja myndband KSÍ minni hann helst á Blut and Boden. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar og rithöfundur er einnig hugsi og veltir málinu fyrir sér á sinni Facebooksíðu: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ segir Guðmundur Andri en enginn ætti að velkjast í vafa um að hann kann sín fræði. Sagan snýst ekki um varnarbaráttu gegn erlendri ásælni Guðmundur Andri telur að þeir sem halda með Íslandi ættum að geta gert það án þess að allt þetta bull fylgi með. „Saga Íslands snýst ekki um stöðuga varnarbaráttu gegn erlendri ásælni. Hún sýnir á öllum tímum að einangrun er slæm og forsenda gróandi þjóðlífs eru viðskipti og samskipti við erlendar þjóðir, sístreymi þarna á milli.“ Brandenburg og helstu stjórnendur þar, Jón Ari Helgason og Bragi Valdimar Skúlason, deila myndbandinu á samfélagsmiðlum og greina frá tilurð þess, stoltir: „Við erum einstaklega stolt af því að geta loksins sýnt ykkur nýja ásýnd landsliðanna okkar í knattspyrnu, ásamt nýju myndmerki. Þetta er verkefni sem við höfum unnið að síðasta árið fyrir KSÍ. Hér er kynning á nýju ásýndinni — fyrir Ísland!“ Og eftirtaldir samstarfsaðilar fá kærar þakkir: KSÍ, Hannes Þór Halldórsson, leikstjórn, Svenni Speight, ljósmyndir, Hera Hilmarsdóttir, lestur, Ásgeir Jón Ásgeirsson, myndskreytingar og Pétur Jónsson, tónlist.
KSÍ Alþingi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10