„Held og vona að Sara fái vel borgað því hún á það skilið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2020 10:30 Margrét Lára spilaði lengi vel í atvinnumennsku og þekkir fótboltaheiminn inn og út. mynd/s2s Margrét Lára Viðarsdóttir, sparkspekingur og fyrrum landsliðskona, vonar að Sara Björk Gunnarsdóttir fái vel borgað í Lyon því hún eigi það skilið. Skipti Söru Bjarkar til Lyon frá Wolfsburg voru til umræðu í Pepsi Max-mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir fékk þær Margréti Láru og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur í settið til sín. „Þetta er frábært skref fyrir jafn frábæran leikmann og Sara Björk er. Það verður ótrúlega spennandi að sjá hana etja kappi á þessum vígstöðvum og hún er að fara í besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag. Að íslenskur leikmaður sé þar er mikill heiður fyrir hana en ekki síst íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára. Bára er ekki viss um að franska deildin sé betri en sú þýska en segir Söru horfa til Meistaradeildarinnar þar sem Lyon hefur verið eitt allra öflugasta liðið undanfarin ár. „Ég held að deildin sem slík sé ekkert mikið sterkari, eða hvort að hún sé svipuð eða jafnvel aðeins lakari mögulega, en Lyon er eitt sterkasta lið í heimi og ég held að hún sé að horfa í það með þessum skiptum. Hún er að hugsa um Meistaradeildina og Lyon er besta félagslið í heimi, svo ég held að það sem hún horfir í frekar en deildin sjálf.“ Helena bar svo upp þá spurningu hvort að Sara væri að fá vel greitt í Lyon. „Við verðum að spyrja hana að því,“ sagði Margrét Lára og glotti við tönn áður en hún hélt áfram. „Ég held að hún sé komin mögulega eins hátt og hún getur komist. Maður hefur heyrt að Lyon hafi yfir bestu og mestu fjármagni að ræða. Ég held að þetta sé rekið mikið til með karlaliðinu. Auðvitað eru þetta ekki sömu kjör og karlarnir en ég held og vona að Sara sé að fá laun sér við hæfi og fái vel borgað því hún á það skilið,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Umræða um Söru Björk Pepsi Max-mörkin Fótbolti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Söru: „Hún býr yfir einhverju einstöku sem mjög fáir búa yfir“ „Það endurspeglast ekki hvað síst í því sem hún lét hafa eftir sér eftir að hún skrifaði undir fyrir Lyon. Að hún vildi hafa þetta erfitt, hún vildi fá áskorun. Það eru ekki margir sem þora að stíga fram opinberlega og segja „ég er alltaf að stefna hærra““. 2. júlí 2020 19:15 Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Þýskalandsmeistarar Wolfsburg kvöddu Söru Björk Gunnarsdóttur með skemmtilegu myndbandi og þökkuðu henni fyrir fjögur ár hjá félaginu. 2. júlí 2020 18:00 Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, sparkspekingur og fyrrum landsliðskona, vonar að Sara Björk Gunnarsdóttir fái vel borgað í Lyon því hún eigi það skilið. Skipti Söru Bjarkar til Lyon frá Wolfsburg voru til umræðu í Pepsi Max-mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir fékk þær Margréti Láru og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur í settið til sín. „Þetta er frábært skref fyrir jafn frábæran leikmann og Sara Björk er. Það verður ótrúlega spennandi að sjá hana etja kappi á þessum vígstöðvum og hún er að fara í besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag. Að íslenskur leikmaður sé þar er mikill heiður fyrir hana en ekki síst íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára. Bára er ekki viss um að franska deildin sé betri en sú þýska en segir Söru horfa til Meistaradeildarinnar þar sem Lyon hefur verið eitt allra öflugasta liðið undanfarin ár. „Ég held að deildin sem slík sé ekkert mikið sterkari, eða hvort að hún sé svipuð eða jafnvel aðeins lakari mögulega, en Lyon er eitt sterkasta lið í heimi og ég held að hún sé að horfa í það með þessum skiptum. Hún er að hugsa um Meistaradeildina og Lyon er besta félagslið í heimi, svo ég held að það sem hún horfir í frekar en deildin sjálf.“ Helena bar svo upp þá spurningu hvort að Sara væri að fá vel greitt í Lyon. „Við verðum að spyrja hana að því,“ sagði Margrét Lára og glotti við tönn áður en hún hélt áfram. „Ég held að hún sé komin mögulega eins hátt og hún getur komist. Maður hefur heyrt að Lyon hafi yfir bestu og mestu fjármagni að ræða. Ég held að þetta sé rekið mikið til með karlaliðinu. Auðvitað eru þetta ekki sömu kjör og karlarnir en ég held og vona að Sara sé að fá laun sér við hæfi og fái vel borgað því hún á það skilið,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Umræða um Söru Björk
Pepsi Max-mörkin Fótbolti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Söru: „Hún býr yfir einhverju einstöku sem mjög fáir búa yfir“ „Það endurspeglast ekki hvað síst í því sem hún lét hafa eftir sér eftir að hún skrifaði undir fyrir Lyon. Að hún vildi hafa þetta erfitt, hún vildi fá áskorun. Það eru ekki margir sem þora að stíga fram opinberlega og segja „ég er alltaf að stefna hærra““. 2. júlí 2020 19:15 Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Þýskalandsmeistarar Wolfsburg kvöddu Söru Björk Gunnarsdóttur með skemmtilegu myndbandi og þökkuðu henni fyrir fjögur ár hjá félaginu. 2. júlí 2020 18:00 Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Fyrrum þjálfari Söru: „Hún býr yfir einhverju einstöku sem mjög fáir búa yfir“ „Það endurspeglast ekki hvað síst í því sem hún lét hafa eftir sér eftir að hún skrifaði undir fyrir Lyon. Að hún vildi hafa þetta erfitt, hún vildi fá áskorun. Það eru ekki margir sem þora að stíga fram opinberlega og segja „ég er alltaf að stefna hærra““. 2. júlí 2020 19:15
Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Þýskalandsmeistarar Wolfsburg kvöddu Söru Björk Gunnarsdóttur með skemmtilegu myndbandi og þökkuðu henni fyrir fjögur ár hjá félaginu. 2. júlí 2020 18:00
Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45
Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15
Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38