Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2020 18:44 Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Ekkert innanlandssmit greindist á landinu í gær. Fjölmenn mannamót fara fram um helgina. Meðal annars N1 mótið í knattspyrnu sem fer fram á Akureyri en í gær þurfti að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Mér skilst að það hafi gengið aðeins betur í dag. Okkur langar að halda að þetta hafi verið meiri klaufaskapur heldur en að fólk hafi verið að leika sér að því að fara framhjá þessum sóttvarnarreglum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir að skipulag mótsins hafi verið gott þrátt fyrir nokkra hnökra. Þó megi velta ýmsu fyrir sér. „Það má kannski velta fyrir sér hvort að foreldrarnir hefðu átt að vera heima. Það er hugmynd sem hefur komið fram og hefði mögulega getað hjálpað eitthvað í þessu tilviki allavegana,“ sagði Rögnvaldur. Næstu helgi fer fram fjölmennt knattspyrnumót á Höfuðborgarsvæðinu. Ákjósanlegt væri ef foreldrar héldu sig heima. „Ég veit að hluti af því fólki sem er að skipuleggja það mót var fyrir norðan og við höfum verið í sambandi við þau og það er ýmislegt sem þau ætla að taka til sín og draga lærdóm af því sem átti sér stað á Akureyri. Skipulagningin mótsins sem fram fer í Kópavogi næstu helgi er með öðrum hætti en var fyrir norðan. Þannig vonandi ætti að ganga betur þar. Ef foreldrar sjá færi á að vera heima og leyfa börnunum að fara sjálf á mótið þá væri að ákjósanlegt,“ sagði Rögnvaldur. Hann segir fólk orðið ansi værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. Þá hvetur hann fyrirtæki til að efla smitvarnir. „Maður sér líka í fyrirtækjum sem öll voru að standa sig svo svakalega vel í vetur að sprittbrúsar eru jafnvel tómir eða hreinlega ekki til staðar þannig við þurfum aðeins að fara til baka í þann góða gír sem við vorum í í vetur,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Akureyri Fótbolti Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Ekkert innanlandssmit greindist á landinu í gær. Fjölmenn mannamót fara fram um helgina. Meðal annars N1 mótið í knattspyrnu sem fer fram á Akureyri en í gær þurfti að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Mér skilst að það hafi gengið aðeins betur í dag. Okkur langar að halda að þetta hafi verið meiri klaufaskapur heldur en að fólk hafi verið að leika sér að því að fara framhjá þessum sóttvarnarreglum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir að skipulag mótsins hafi verið gott þrátt fyrir nokkra hnökra. Þó megi velta ýmsu fyrir sér. „Það má kannski velta fyrir sér hvort að foreldrarnir hefðu átt að vera heima. Það er hugmynd sem hefur komið fram og hefði mögulega getað hjálpað eitthvað í þessu tilviki allavegana,“ sagði Rögnvaldur. Næstu helgi fer fram fjölmennt knattspyrnumót á Höfuðborgarsvæðinu. Ákjósanlegt væri ef foreldrar héldu sig heima. „Ég veit að hluti af því fólki sem er að skipuleggja það mót var fyrir norðan og við höfum verið í sambandi við þau og það er ýmislegt sem þau ætla að taka til sín og draga lærdóm af því sem átti sér stað á Akureyri. Skipulagningin mótsins sem fram fer í Kópavogi næstu helgi er með öðrum hætti en var fyrir norðan. Þannig vonandi ætti að ganga betur þar. Ef foreldrar sjá færi á að vera heima og leyfa börnunum að fara sjálf á mótið þá væri að ákjósanlegt,“ sagði Rögnvaldur. Hann segir fólk orðið ansi værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. Þá hvetur hann fyrirtæki til að efla smitvarnir. „Maður sér líka í fyrirtækjum sem öll voru að standa sig svo svakalega vel í vetur að sprittbrúsar eru jafnvel tómir eða hreinlega ekki til staðar þannig við þurfum aðeins að fara til baka í þann góða gír sem við vorum í í vetur,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Akureyri Fótbolti Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira