Martin: „Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga“ Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 19:30 Martin Hermansson varð tvöfaldur meistari með Alba Berlín á nýafstaðinni leiktíð og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann segir mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem hann hefur náð á sínum ferli. „Ekki bara einhver vinna sem gerðist síðasta sumar, þetta er búin að vera þrotlaus vinna síðan maður var sex ára liggur við. Maður vissi snemma hvert maður ætlaði og hefur fórnað og lagt mjög mikið á sig til að vera á þessum stað í dag. Mér finnst þetta enn þá bara vera byrjunin. Mér finnst ég ekki einu sinni hálfnaður þannig vonandi er enn þá bjartara framundan.“ Martin hefur verið orðaður við stórlið eins og Barcelona og Real Madrid og liggur nú undir feldi. „Það gæti verið að þegar ég vakna á morgun verði ég búinn að ákveða hvert ég fer. Síminn er búinn að vera mjög heitur síðustu tvo, þrjá daga. Þetta gerist rosalega hratt, lið úti vilja fá svör af því þeim finnst auðvitað erfitt að bíða og þurfa að vera með annað plan ef þetta virkar ekki. Ég býst við því þess vegna á næstu klukkutímum að ég viti hvar ég verð á næsta tímabili.“ Hann segist hafa verið ánægður í Berlín og þeir sömuleiðis ánægðir með hann en hann þurfi líka að hugsa um næstu skref á ferlinum. „Þetta er búið að taka mörg ár að byggja, sérstaklega sem lítill íslenskur körfuboltamaður í þessum stóra heimi, það er ekki auðvelt að vera Íslendingur í körfuboltaheiminum. Við erum ekki rosalega hátt skrifuð körfuboltaþjóð. Vonandi er maður að opna enn þá fleiri dyr fyrir unga Íslendinga og þeir sjái að þetta sé hægt þó þú sért ekki stærstur eða sterkastur, hoppar ekki hæst eða hleypur hraðast. Með mikilli vinnu og að finna leiðir þá geturu náð langt.“ „Það er rosalega skrýtið að þessar dyr séu orðnar opnar sem voru svo langt í burtu fyrir nokkrum árum. Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin að lokum. Allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Martin má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Martin Hermansson varð tvöfaldur meistari með Alba Berlín á nýafstaðinni leiktíð og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann segir mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem hann hefur náð á sínum ferli. „Ekki bara einhver vinna sem gerðist síðasta sumar, þetta er búin að vera þrotlaus vinna síðan maður var sex ára liggur við. Maður vissi snemma hvert maður ætlaði og hefur fórnað og lagt mjög mikið á sig til að vera á þessum stað í dag. Mér finnst þetta enn þá bara vera byrjunin. Mér finnst ég ekki einu sinni hálfnaður þannig vonandi er enn þá bjartara framundan.“ Martin hefur verið orðaður við stórlið eins og Barcelona og Real Madrid og liggur nú undir feldi. „Það gæti verið að þegar ég vakna á morgun verði ég búinn að ákveða hvert ég fer. Síminn er búinn að vera mjög heitur síðustu tvo, þrjá daga. Þetta gerist rosalega hratt, lið úti vilja fá svör af því þeim finnst auðvitað erfitt að bíða og þurfa að vera með annað plan ef þetta virkar ekki. Ég býst við því þess vegna á næstu klukkutímum að ég viti hvar ég verð á næsta tímabili.“ Hann segist hafa verið ánægður í Berlín og þeir sömuleiðis ánægðir með hann en hann þurfi líka að hugsa um næstu skref á ferlinum. „Þetta er búið að taka mörg ár að byggja, sérstaklega sem lítill íslenskur körfuboltamaður í þessum stóra heimi, það er ekki auðvelt að vera Íslendingur í körfuboltaheiminum. Við erum ekki rosalega hátt skrifuð körfuboltaþjóð. Vonandi er maður að opna enn þá fleiri dyr fyrir unga Íslendinga og þeir sjái að þetta sé hægt þó þú sért ekki stærstur eða sterkastur, hoppar ekki hæst eða hleypur hraðast. Með mikilli vinnu og að finna leiðir þá geturu náð langt.“ „Það er rosalega skrýtið að þessar dyr séu orðnar opnar sem voru svo langt í burtu fyrir nokkrum árum. Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin að lokum. Allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Martin má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira