Gylfi kom inná í jafntefli Ísak Hallmundarson skrifar 9. júlí 2020 19:00 Gylfi kom inn sem varamaður í leiknum. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton gerðu 1-1 jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Draumur Everton um Evrópusæti er hægt og rólega að fjara út. Á 28. mínútu fengu Southampton víti en James Ward-Prowse klikkaði á punktinum. Það kom ekki að sök því á 31. mínútu kom markahrókurinn Danny Ings Southampton yfir. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 42. mínútu og aðeins mínútu síðar jafnaði Brasilíumaðurinn Richarlison fyrir Everton. Fleiri mörk voru ekki skoruð en Southampton voru töluvert meira með boltann, eða 61%. Everton er í 11. sæti með 45 stig en Southampton í 12. sæti með 44 stig og bæði lið sigla því lygnan sjó í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir. Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton gerðu 1-1 jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Draumur Everton um Evrópusæti er hægt og rólega að fjara út. Á 28. mínútu fengu Southampton víti en James Ward-Prowse klikkaði á punktinum. Það kom ekki að sök því á 31. mínútu kom markahrókurinn Danny Ings Southampton yfir. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 42. mínútu og aðeins mínútu síðar jafnaði Brasilíumaðurinn Richarlison fyrir Everton. Fleiri mörk voru ekki skoruð en Southampton voru töluvert meira með boltann, eða 61%. Everton er í 11. sæti með 45 stig en Southampton í 12. sæti með 44 stig og bæði lið sigla því lygnan sjó í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti