Virgil van Dijk fer „íslensku leiðina“ með treyjunafnið sitt vegna föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 10:00 Virgil van Dijk er með Virgil nafnið aftan á Liverpool keppnistreyju sinni. EPA-EFE/PETER POWELL Glöggir knattspyrnuáhugamenn hafa tekið eftir því að það stendur „Virgil“ en ekki „Van Dijk“ aftan á treyju eins besta leikmanns Englandsmeistara Liverpool. Nær allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru með eftirnafnið sitt á keppnistreyjunni en einn af þeim stóru í deildinni fer aftur á móti aðra leið eða sömu leið og við gerum hér á Íslandi. Nokkrir pirraðir stuðningsmenn Liverpool keyptu sér treyju með „Van Dijk“ aftan á þegar hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma en sáu svo hetjuna sína halda á Liverpool treyju með „Virgil“ aftan á. Virgil van Dijk vill nefnilega ekki nota eftirnafnið sitt á Liverpool treyjunni og það er ástæða fyrir því ef marka má viðtal við frænda hans. Devastating 'family feud' that stops Liverpool's Virgil van Dijk having surname on shirt https://t.co/lBYdaLMgjv pic.twitter.com/MQyyAn2z3h— Mirror Football (@MirrorFootball) July 11, 2020 Móðurbróðir Virgil van Dijk heitir Steven Fo Sieeuw og hann sagði Sun söguna á bak við það af hverju hollenski miðvörðurinn vill ekki nota nafn föðurs síns. Faðir Virgil van Dijk yfirgaf fjölskylduna þegar Virgil var aðeins tólf ára gamall og hann hefur ekki enn fyrirgefið hinum það. „Virgil hefur náð ótrúlegum árangri í sínu lífi miðað við það sem hefur gengið á í fjölskyldu hans. Hið sanna er að faðir hans var ekki til staðar á mikilvægum árum í hans lífi og það móðir hans sem er hetjan í þessari sögu,“ sagði Steven Fo Sieeuw. Faðir Virgil van Dijk er Hollendingur en móðir hans er frá Súrínam sem er fyrrum hollensk nýlenda (Hollensku Gvæjana) en nú sjálfstætt ríki á norðausturströnd Suður-Ameríku. Súrínam hlaut fullt sjálfstæði 25. nóvember 1975 en Van Dijk er fæddur árið 1991. „Þú tekur ekki nafn föður þíns af keppnistreyjunni þinni af ástæðulausu og Virgil hefur látið það skýrt í ljós hvernig honum líður,“ sagði Fo Sieeuw. Enski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Glöggir knattspyrnuáhugamenn hafa tekið eftir því að það stendur „Virgil“ en ekki „Van Dijk“ aftan á treyju eins besta leikmanns Englandsmeistara Liverpool. Nær allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru með eftirnafnið sitt á keppnistreyjunni en einn af þeim stóru í deildinni fer aftur á móti aðra leið eða sömu leið og við gerum hér á Íslandi. Nokkrir pirraðir stuðningsmenn Liverpool keyptu sér treyju með „Van Dijk“ aftan á þegar hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma en sáu svo hetjuna sína halda á Liverpool treyju með „Virgil“ aftan á. Virgil van Dijk vill nefnilega ekki nota eftirnafnið sitt á Liverpool treyjunni og það er ástæða fyrir því ef marka má viðtal við frænda hans. Devastating 'family feud' that stops Liverpool's Virgil van Dijk having surname on shirt https://t.co/lBYdaLMgjv pic.twitter.com/MQyyAn2z3h— Mirror Football (@MirrorFootball) July 11, 2020 Móðurbróðir Virgil van Dijk heitir Steven Fo Sieeuw og hann sagði Sun söguna á bak við það af hverju hollenski miðvörðurinn vill ekki nota nafn föðurs síns. Faðir Virgil van Dijk yfirgaf fjölskylduna þegar Virgil var aðeins tólf ára gamall og hann hefur ekki enn fyrirgefið hinum það. „Virgil hefur náð ótrúlegum árangri í sínu lífi miðað við það sem hefur gengið á í fjölskyldu hans. Hið sanna er að faðir hans var ekki til staðar á mikilvægum árum í hans lífi og það móðir hans sem er hetjan í þessari sögu,“ sagði Steven Fo Sieeuw. Faðir Virgil van Dijk er Hollendingur en móðir hans er frá Súrínam sem er fyrrum hollensk nýlenda (Hollensku Gvæjana) en nú sjálfstætt ríki á norðausturströnd Suður-Ameríku. Súrínam hlaut fullt sjálfstæði 25. nóvember 1975 en Van Dijk er fæddur árið 1991. „Þú tekur ekki nafn föður þíns af keppnistreyjunni þinni af ástæðulausu og Virgil hefur látið það skýrt í ljós hvernig honum líður,“ sagði Fo Sieeuw.
Enski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira