Engin miskunn hjá NBA: Mátti ekki ná sér í mat og er kominn í sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 09:00 Richaun Holmes er leikmaður Sacramento Kings en hann er með 12,8 stig og 8,3 fráköst að meðaltali til þessa á tímabilinu. Hann er 208 sentímetra og 108 kílóa kraftframherji. Getty/Lachlan Cunningham Richaun Holmes hjá Sacramento Kings má ekki umgangast liðsfélaga sína á næstunni því hann er kominn í sóttkví. Ástæðan er að hann gerðist sekur um að yfirgefa NBA-svæðið í Disney World í Orlando. NBA-deildin er með mjög harðar sóttvarnarreglur í NBA-kúlunni í Orlando og þær mega leikmenn alls ekki brjóta. „Ég er í sóttkví og á átta daga eftir af henni. Ég bið alla afsökunar á hegðun minni og hlakka til að komast aftur til liðsfélaga minna þar sem við ætlum að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni,“ skrifaði Richaun Holmes á Twitter. Mamma hans lét hann líka heyra það á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Kings' Richaun Holmes crossed the Disney campus line to pick up delivery and now has to quarantine for 8 more daysHis mom had something to say about it pic.twitter.com/yl2Ua1HAKP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 13, 2020 Richaun Holmes pantaði sér mat utan NBA-kúlunnar og fór síðan að ná í hana. Leikmenn hafa margir kvartað yfir matnum sem er boðið upp á þarna og Holmes ætlaði að fara sína eigin leiðir í kvöldmatnum sem hann mátti alls ekki. NBA hefur safnað öllum liðum, leikmönnum og starfsmönnum saman í Disney World í Orlando og þar verða allir að halda sig þar til að NBA-tímabilið klárast. Það er mikið um smit í Flórída sem og flestum öðrum fylkjum Bandaríkjanna og því er hættan mikil fari leikmenn út fyrir NBA-kúluna. Richaun Holmes of the Sacramento KINGS reveals that he is back in quarantine for eight more days and apologizes here after accidentally crossing the NBA campus line to pick up a food delivery ... https://t.co/BOGp9wI6dr— Marc Stein (@TheSteinLine) July 13, 2020 Fyrsti NBA-leikurinn síðan í mars fer fram 30. júlí næstkomandi en úrslitakeppninni lýkur ekki fyrr en í október. Annar leikmaður sem þarf að vera í sóttkví í herberginu sínu er Bruno Caboclo hjá Houston Rockets. NBA gaf það út í gær að 2 leikmenn af þeim 322 sem hafa verið prófaðir við komuna til Orlando hafa fengið jákvæða útkomu út úr kórónuveiruprófinu. Báðir þeir leikmenn yfirgáfu NBA-kúluna í Orlando til að ná sér í einangrum annað hvort heima hjá sér eða á öðrum góðum stað. Russell Westbrook tilkynnti í gær að hann væri með Covid-19 sjúkdóminn en að hann hefði greinst áður en hann fór til Orlando. Westbrook ætlar að mæta á svæðið þegar hann fær leyfi til þess. Richaun Holmes leaving the bubble to get some food pic.twitter.com/AY5puM1HFA— Josiah Johnson (@KingJosiah54) July 13, 2020 NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Richaun Holmes hjá Sacramento Kings má ekki umgangast liðsfélaga sína á næstunni því hann er kominn í sóttkví. Ástæðan er að hann gerðist sekur um að yfirgefa NBA-svæðið í Disney World í Orlando. NBA-deildin er með mjög harðar sóttvarnarreglur í NBA-kúlunni í Orlando og þær mega leikmenn alls ekki brjóta. „Ég er í sóttkví og á átta daga eftir af henni. Ég bið alla afsökunar á hegðun minni og hlakka til að komast aftur til liðsfélaga minna þar sem við ætlum að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni,“ skrifaði Richaun Holmes á Twitter. Mamma hans lét hann líka heyra það á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Kings' Richaun Holmes crossed the Disney campus line to pick up delivery and now has to quarantine for 8 more daysHis mom had something to say about it pic.twitter.com/yl2Ua1HAKP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 13, 2020 Richaun Holmes pantaði sér mat utan NBA-kúlunnar og fór síðan að ná í hana. Leikmenn hafa margir kvartað yfir matnum sem er boðið upp á þarna og Holmes ætlaði að fara sína eigin leiðir í kvöldmatnum sem hann mátti alls ekki. NBA hefur safnað öllum liðum, leikmönnum og starfsmönnum saman í Disney World í Orlando og þar verða allir að halda sig þar til að NBA-tímabilið klárast. Það er mikið um smit í Flórída sem og flestum öðrum fylkjum Bandaríkjanna og því er hættan mikil fari leikmenn út fyrir NBA-kúluna. Richaun Holmes of the Sacramento KINGS reveals that he is back in quarantine for eight more days and apologizes here after accidentally crossing the NBA campus line to pick up a food delivery ... https://t.co/BOGp9wI6dr— Marc Stein (@TheSteinLine) July 13, 2020 Fyrsti NBA-leikurinn síðan í mars fer fram 30. júlí næstkomandi en úrslitakeppninni lýkur ekki fyrr en í október. Annar leikmaður sem þarf að vera í sóttkví í herberginu sínu er Bruno Caboclo hjá Houston Rockets. NBA gaf það út í gær að 2 leikmenn af þeim 322 sem hafa verið prófaðir við komuna til Orlando hafa fengið jákvæða útkomu út úr kórónuveiruprófinu. Báðir þeir leikmenn yfirgáfu NBA-kúluna í Orlando til að ná sér í einangrum annað hvort heima hjá sér eða á öðrum góðum stað. Russell Westbrook tilkynnti í gær að hann væri með Covid-19 sjúkdóminn en að hann hefði greinst áður en hann fór til Orlando. Westbrook ætlar að mæta á svæðið þegar hann fær leyfi til þess. Richaun Holmes leaving the bubble to get some food pic.twitter.com/AY5puM1HFA— Josiah Johnson (@KingJosiah54) July 13, 2020
NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira