Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2020 10:48 Hugmyndin um að gefa ferðamönnum kost á að öskra í óbyggðum, dömpa þar ergelsi tengdu Covid-19, fellur í grýttan jarðveg. Í gær furðaði Egill Helgason sig á þessu uppátæki og í dag biðlar Guðmundur Andri til Íslandsstofu: Hættiði við. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður bætist nú í hóp þeirra fjölmörgu sem leyfa sér að efast um að hugmynd sem Íslandsstofa er að útfæra sé góð, sú sem felst í því að koma hátölurum fyrir í náttúrunni og magna þar upp örvæntingarfull covid-öskur. Guðmundur Andri skrifar snarpan pistil á Facebooksíðu sína sem þegar hefur vakið mikla athygli en í fyrirsögn hans er spurn: Urðunarstaður öskra? Að dömpa hér öllu ergelsi „Hugmyndin um Ísland sem urðunarstað öskra er soldið góð í tvær sekúndur en verður svo strax eiginlega ansi vond. Þetta gerist þegar fengin er til verka auglýsingastofa með lítil eða mjög lausbundin tengsl við Ísland – landið er þar en ekki hér í vitund fólksins sem þetta vinnur. Útkoman er næstum því eins og afurð heimsvaldastefnunnar,“ segir Guðmundur Andri. Vísir greindi frá því í gær að Egill Helgason sjónvarpsmaður vakti máls á þessu framtaki, hann spyr sig hvort hin stóra erlenda auglýsingastofa, sem þiggur stórfé fyrir að byggja upp ímynd Íslands erlendis, sé í tómu rugli? En sjö hátölurum hefur, af Íslandsstofu, verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Hugmyndin er ekki að falla í kramið hér. Líkt og Egill leyfir þingmaðurinn sér að efast um að þetta sé góð hugmynd: „Hugmyndin snýst um að hægt sé að dömpa hér öllu ergelsi, eins og heimsveldin urða kjarnorkuúrganginn sinn á eyjum þar sem býr varnarlaust fólk. Þú öskrar heima hjá þér og það kemur svo út um gulan – gulan! – risahátalara einhvers staðar í óbyggðunum hér.“ Kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta Guðmundur Andri segir að sá sem hafi snefil af tilfinningu fyrir íslenskri náttúru, óbyggðunum, viti „að áhrifamáttur þeirra felst ekki síst í þögninni, þessari voldugu kyrrð. Hver sá sem vinnur með það að selja ferðir til Íslands hlýtur að byrja á því að vinna með þetta: þögn öræfanna – hina heilögu þögn öræfanna sem umlykur stórborgarbúann og afvopnar hann, strýkur honum ásamt golunni á vanga og knýr hann til að leita inn á við og horfast í augu við innri mann og allt sitt bauk í lífinu fram að því.“ Guðmundur Andri biðlar til Íslandsstofu: „Í guðanna bænum, kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta. Segiði svo auglýsingastofunni að spyrja næst einhvern Íslending hvort þetta sé góð hugmynd.“ Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður bætist nú í hóp þeirra fjölmörgu sem leyfa sér að efast um að hugmynd sem Íslandsstofa er að útfæra sé góð, sú sem felst í því að koma hátölurum fyrir í náttúrunni og magna þar upp örvæntingarfull covid-öskur. Guðmundur Andri skrifar snarpan pistil á Facebooksíðu sína sem þegar hefur vakið mikla athygli en í fyrirsögn hans er spurn: Urðunarstaður öskra? Að dömpa hér öllu ergelsi „Hugmyndin um Ísland sem urðunarstað öskra er soldið góð í tvær sekúndur en verður svo strax eiginlega ansi vond. Þetta gerist þegar fengin er til verka auglýsingastofa með lítil eða mjög lausbundin tengsl við Ísland – landið er þar en ekki hér í vitund fólksins sem þetta vinnur. Útkoman er næstum því eins og afurð heimsvaldastefnunnar,“ segir Guðmundur Andri. Vísir greindi frá því í gær að Egill Helgason sjónvarpsmaður vakti máls á þessu framtaki, hann spyr sig hvort hin stóra erlenda auglýsingastofa, sem þiggur stórfé fyrir að byggja upp ímynd Íslands erlendis, sé í tómu rugli? En sjö hátölurum hefur, af Íslandsstofu, verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Hugmyndin er ekki að falla í kramið hér. Líkt og Egill leyfir þingmaðurinn sér að efast um að þetta sé góð hugmynd: „Hugmyndin snýst um að hægt sé að dömpa hér öllu ergelsi, eins og heimsveldin urða kjarnorkuúrganginn sinn á eyjum þar sem býr varnarlaust fólk. Þú öskrar heima hjá þér og það kemur svo út um gulan – gulan! – risahátalara einhvers staðar í óbyggðunum hér.“ Kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta Guðmundur Andri segir að sá sem hafi snefil af tilfinningu fyrir íslenskri náttúru, óbyggðunum, viti „að áhrifamáttur þeirra felst ekki síst í þögninni, þessari voldugu kyrrð. Hver sá sem vinnur með það að selja ferðir til Íslands hlýtur að byrja á því að vinna með þetta: þögn öræfanna – hina heilögu þögn öræfanna sem umlykur stórborgarbúann og afvopnar hann, strýkur honum ásamt golunni á vanga og knýr hann til að leita inn á við og horfast í augu við innri mann og allt sitt bauk í lífinu fram að því.“ Guðmundur Andri biðlar til Íslandsstofu: „Í guðanna bænum, kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta. Segiði svo auglýsingastofunni að spyrja næst einhvern Íslending hvort þetta sé góð hugmynd.“
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14
Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37
Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01