Tilefni hafi verið til mikillar hörku gagnvart Icelandair Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 14:30 Drífa Snædal forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræddi atburði síðustu daga í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er til lítils að sækja styrk í heildarsamtök á vinnumarkaði ef að þú getur þá ekki nýtt þann styrk þegar þú ert í svona erfiðri kjaradeilu,“ sagði Drífa. Líkt og Vísir hefur ítarlega greint frá síðustu daga tók stjórn Icelandair Group þá ákvörðun síðasta föstudag að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum félagsins. Ákvörðunin vakti um mikil og hörð viðbrögð víða í samfélaginu og fóru verkalýðshreyfingarnar mikinn. Meðal annars sögðu verkalýðsleiðtogar að þeir myndu beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir myndu sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair og ekki taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem rær nú lífróður. Nú hafa samninganefndir SA fyrir hönd Icelandair og nefnd FFÍ náð saman og var kjarasamningur undirritaður í nótt. „Sú staða er oft að koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki séu að róa lífróður. Vissulega er þetta í stærri skala en áður en það réttlætir það ekki að víkja til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning. Það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum, hversu erfið staða Icelandair er,“ sagði Drífa í samtali við Kristján Kristjánsson þáttastjórnanda Sprengisands. „Lífeyrissjóðir eru með ákveðnar siðareglur og þeim ber að taka tillit til fjárfestingar ekki bara út frá því hvað er arðvænlegt heldur líka út frá siðferðislegum sjónarmiðum og það var nú settar siðareglur í fjárfestingum flestra lífeyrissjóða fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði forsetinn. Flugfreyjur greiða í Lífeyrissjóð Verzlunarmanna en Ragnar Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við Vísi að stjórnarmenn sjóðsins sem skipaðir eru af VR myndu stuðla að því að ekki yrði farið í frekari fjárfestingar í flugfélaginu. Drífa segir að í tilviki sem þessu þyrfti verulega sérstaka ákvörðun til þess að stjórn lífeyrissjóðsins færi í fjárfestingar sem stríði gegn hagsmunum greiðandi sjóðfélaga. Kristján minnti þá á að stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að vera óháðir í starfi og megi ekki taka skipunum frá „fólki úti í bæ.“ Drífa sagði að vissulega hefði reynt á viðmiðið sem lífeyrissjóðir hafi sett sér og rætt hefði verið hvort senda ætti stjórnarmönnum bréf þar sem þeir yrðu minntir á siðferðislegar reglur sem þeir hafi undirgengist. Þá sagði Drífa að með yfirlýsingum ASÍ um að Icelandair hefði aldrei ætlað að semja við flugfreyjur hafi Alþýðusambandið ekki gengið of langt. „Ég held að þeir sem hafa gengið lengst í yfirlýsingum séu í raun viðsemjendur flugfreyjufélagsins. Það voru einhverjir kraftar þarna sem ég hef ekki áttað mig á sem voru samt að verki,“ sagði Drífa. „Kjaradeilan var mjög langvinn og hlé gerð á henni trekk í trekk. Þá hefur eitthvað verið í gangi sem á eftir að koma í ljós síðar. Við höfðum það á tilfinningunni að það var verið að beita einhverjum brögðum sem við höfum ekki séð áður á vinnumarkaði. Það á eftir að koma í ljós. Það sem skiptir máli núna er að flugfreyjur hafa möguleika á að kjósa um nýjan samning,“ sagði Drífa Snædal sem neitaði þegar Kristján spurði hvort hægt væri að kalla brögðin baktjaldamakk eða undirferli. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræddi atburði síðustu daga í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er til lítils að sækja styrk í heildarsamtök á vinnumarkaði ef að þú getur þá ekki nýtt þann styrk þegar þú ert í svona erfiðri kjaradeilu,“ sagði Drífa. Líkt og Vísir hefur ítarlega greint frá síðustu daga tók stjórn Icelandair Group þá ákvörðun síðasta föstudag að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum félagsins. Ákvörðunin vakti um mikil og hörð viðbrögð víða í samfélaginu og fóru verkalýðshreyfingarnar mikinn. Meðal annars sögðu verkalýðsleiðtogar að þeir myndu beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir myndu sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair og ekki taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem rær nú lífróður. Nú hafa samninganefndir SA fyrir hönd Icelandair og nefnd FFÍ náð saman og var kjarasamningur undirritaður í nótt. „Sú staða er oft að koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki séu að róa lífróður. Vissulega er þetta í stærri skala en áður en það réttlætir það ekki að víkja til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning. Það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum, hversu erfið staða Icelandair er,“ sagði Drífa í samtali við Kristján Kristjánsson þáttastjórnanda Sprengisands. „Lífeyrissjóðir eru með ákveðnar siðareglur og þeim ber að taka tillit til fjárfestingar ekki bara út frá því hvað er arðvænlegt heldur líka út frá siðferðislegum sjónarmiðum og það var nú settar siðareglur í fjárfestingum flestra lífeyrissjóða fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði forsetinn. Flugfreyjur greiða í Lífeyrissjóð Verzlunarmanna en Ragnar Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við Vísi að stjórnarmenn sjóðsins sem skipaðir eru af VR myndu stuðla að því að ekki yrði farið í frekari fjárfestingar í flugfélaginu. Drífa segir að í tilviki sem þessu þyrfti verulega sérstaka ákvörðun til þess að stjórn lífeyrissjóðsins færi í fjárfestingar sem stríði gegn hagsmunum greiðandi sjóðfélaga. Kristján minnti þá á að stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að vera óháðir í starfi og megi ekki taka skipunum frá „fólki úti í bæ.“ Drífa sagði að vissulega hefði reynt á viðmiðið sem lífeyrissjóðir hafi sett sér og rætt hefði verið hvort senda ætti stjórnarmönnum bréf þar sem þeir yrðu minntir á siðferðislegar reglur sem þeir hafi undirgengist. Þá sagði Drífa að með yfirlýsingum ASÍ um að Icelandair hefði aldrei ætlað að semja við flugfreyjur hafi Alþýðusambandið ekki gengið of langt. „Ég held að þeir sem hafa gengið lengst í yfirlýsingum séu í raun viðsemjendur flugfreyjufélagsins. Það voru einhverjir kraftar þarna sem ég hef ekki áttað mig á sem voru samt að verki,“ sagði Drífa. „Kjaradeilan var mjög langvinn og hlé gerð á henni trekk í trekk. Þá hefur eitthvað verið í gangi sem á eftir að koma í ljós síðar. Við höfðum það á tilfinningunni að það var verið að beita einhverjum brögðum sem við höfum ekki séð áður á vinnumarkaði. Það á eftir að koma í ljós. Það sem skiptir máli núna er að flugfreyjur hafa möguleika á að kjósa um nýjan samning,“ sagði Drífa Snædal sem neitaði þegar Kristján spurði hvort hægt væri að kalla brögðin baktjaldamakk eða undirferli.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira