David Feldman, eigandi og forseti Bare Knuckle bardagasambandsins, segist hafa boðið Mike Tyson fúlgu fjár fyrir að snúa aftur í boxhringinn en hann hafði ekki áhuga á því tilboði.
Rætt hefur verið um að Tyson sé að snúa aftur í boxhringinn en hinn 54 ára barðist síðast gegn Corey Sanders fyrir fjórtán árum síðan.
Tyson sjálfur hefur gefið það í skyn að hann væri að fara fara berjast aftur og er kominn í rosalegt form en talað var um að hann myndi berjast aftur við Evander Holyfield.
„Við buðum Tyson 20 milljónir dollara og smá auka bætur einnig en hann neitaði því,“ sagði Feldman í samtali við RingTV.com.
„Hver veit hvað gerist með Tyson? Liðið hans sagði að hann væri að fara berjast í júlí en svo sögðu þeir ágúst svo hver veit hvað mun gerast.“
'We offered Mike Tyson $20m and he turned it down'
— MailOnline Sport (@MailSport) July 21, 2020
Bare Knuckle Fighting Championship founder reveals he FAILED with mega-money offerhttps://t.co/RhuMYZuQtq