Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 11:24 Mótmælandi ver sig fyrir táragasi alríkislögreglumanna við alríkisdómshúsið í miðborg Portland í gær. Mótmæli hafa geisað í borginni í meira en fimmtíu nætur. AP/Noah Berger Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sendi sveit alríkislögreglumanna til Portland í Oregon í óþökk yfirvalda á staðnum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem hafa geisað þar í meira en fimmtíu nætur. Alríkislögreglumennirnir eru ómerktir og bera ekki nafnspjöld. Þeir hafa farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir litlar eða engar sakir án þess að ákæra fólkið í framhaldinu. Þungvopnaðir lögreglumenn í felulitum hafa skotið táragasi, höggsprengjum og gúmmíkúlum á mótmælendur. Yfirvöld í Portland og Oregon hafa krafist þess að alríkislögregluliðið verði kallað til baka og óttast að vera þess í borginni espi mótmælendur aðeins enn frekar upp. Dómsmálaráðherra Oregon reynir að fá lögbann á aðgerðir alríkisstjórnarinnar. Alríkisdómari úrskurðaði í gær að lögreglumenn alríkisstjórnarinnar mættu ekki handtaka eða beita valdi gegn blaðamönnum og eftirlitsmönnum á mótmælunum. Lögmenn alríkisstjórnarinnar héldu því fram að blaðamenn yrðu að láta sig hverfa ef lögregla skipaði þeim það. AP-fréttastofan segir að lausráðinn ljósmyndari á vegum hennar hafi lagt fram yfirlýsingu fyrir dómi um að alríkislögreglumenn hefðu barið hann með kylfum, og skotið á hann ertandi efnum og gúmmíkúlum. Hópur mæðra sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland undanfarið með friðartákn á miðvikudag. Mótmælendur hafa safnast saman við alríkisbyggingar í miðborginni um margra vikna skeið.AP/Noah Berger Lögreglumenn verði að gera grein fyrir sér Liz Throssell, talskona Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti áhyggjum af ástandi mála í Bandaríkjunum á blaðamannafundi í Genf í dag. Löggæsluliðar yrðu að vera vel merktir svo hægt væri að draga þá til ábyrgðar brytu þeir af sér. Fréttir af ómerktum lögreglumönnum sem handtaka fólk án þess að segja deili á sér skapi möguleikann á handahófskenndum eða ólöglegum handtökum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir henni. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti mótmælt friðsamlega, að fólk sé ekki beitt valdi að nauðsynjalausu, í ósamræmi við tilefni eða á óréttlátan hátt,“ sagði Throssell. Innri endurskoðendur tveggja bandarískra alríkisstofnana, þar á meðal dómsmálaráðuneytisins, hafa opnað rannsóknir á framferði alríkislögreglumannanna. Dómsmálaráðuneytið kannar þannig hvernig lögreglumennirnir hafa beitt valdi og endurskoðandi heimavarnaráðuneytisins skoðar hvort að þeir hafi handtekið og flutt mótmælendur ólöglega. Trump forseti ætlar aftur á móti að senda alríkislið til fleiri borga sem pólitískir andstæðingar hans stjórna, þar á meðal Chicago og Albuquerque. Hann á nú verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust og hefur fyrir vikið í vaxandi mæli beint spjótum sínum að baráttu gegn glæpu. Sakar hann demókrata um að leyfa glæpamönnum að vaða uppi og líkir ástandinu í mótmælunum í Portland við stríðshráðja ríkið Afganistan. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sendi sveit alríkislögreglumanna til Portland í Oregon í óþökk yfirvalda á staðnum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem hafa geisað þar í meira en fimmtíu nætur. Alríkislögreglumennirnir eru ómerktir og bera ekki nafnspjöld. Þeir hafa farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir litlar eða engar sakir án þess að ákæra fólkið í framhaldinu. Þungvopnaðir lögreglumenn í felulitum hafa skotið táragasi, höggsprengjum og gúmmíkúlum á mótmælendur. Yfirvöld í Portland og Oregon hafa krafist þess að alríkislögregluliðið verði kallað til baka og óttast að vera þess í borginni espi mótmælendur aðeins enn frekar upp. Dómsmálaráðherra Oregon reynir að fá lögbann á aðgerðir alríkisstjórnarinnar. Alríkisdómari úrskurðaði í gær að lögreglumenn alríkisstjórnarinnar mættu ekki handtaka eða beita valdi gegn blaðamönnum og eftirlitsmönnum á mótmælunum. Lögmenn alríkisstjórnarinnar héldu því fram að blaðamenn yrðu að láta sig hverfa ef lögregla skipaði þeim það. AP-fréttastofan segir að lausráðinn ljósmyndari á vegum hennar hafi lagt fram yfirlýsingu fyrir dómi um að alríkislögreglumenn hefðu barið hann með kylfum, og skotið á hann ertandi efnum og gúmmíkúlum. Hópur mæðra sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland undanfarið með friðartákn á miðvikudag. Mótmælendur hafa safnast saman við alríkisbyggingar í miðborginni um margra vikna skeið.AP/Noah Berger Lögreglumenn verði að gera grein fyrir sér Liz Throssell, talskona Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti áhyggjum af ástandi mála í Bandaríkjunum á blaðamannafundi í Genf í dag. Löggæsluliðar yrðu að vera vel merktir svo hægt væri að draga þá til ábyrgðar brytu þeir af sér. Fréttir af ómerktum lögreglumönnum sem handtaka fólk án þess að segja deili á sér skapi möguleikann á handahófskenndum eða ólöglegum handtökum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir henni. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti mótmælt friðsamlega, að fólk sé ekki beitt valdi að nauðsynjalausu, í ósamræmi við tilefni eða á óréttlátan hátt,“ sagði Throssell. Innri endurskoðendur tveggja bandarískra alríkisstofnana, þar á meðal dómsmálaráðuneytisins, hafa opnað rannsóknir á framferði alríkislögreglumannanna. Dómsmálaráðuneytið kannar þannig hvernig lögreglumennirnir hafa beitt valdi og endurskoðandi heimavarnaráðuneytisins skoðar hvort að þeir hafi handtekið og flutt mótmælendur ólöglega. Trump forseti ætlar aftur á móti að senda alríkislið til fleiri borga sem pólitískir andstæðingar hans stjórna, þar á meðal Chicago og Albuquerque. Hann á nú verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust og hefur fyrir vikið í vaxandi mæli beint spjótum sínum að baráttu gegn glæpu. Sakar hann demókrata um að leyfa glæpamönnum að vaða uppi og líkir ástandinu í mótmælunum í Portland við stríðshráðja ríkið Afganistan.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55
Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38