Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 13:39 Grímur rjúka nú út eins og heitar lummur. Getty/Sebastian Condrea Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Heildsalan Kemí hefur selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að þetta taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks; eins og hárgreiðsla, nudd og snyrtiaðgerðir hvers konar. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana. Tíu grímu hámark Aníta Viggósdóttir, starfsmaður í Lyfju í Lágmúla, segir að síminn hafi ekki stoppað frá því að fundinum lauk. Starfsfólk hafi varla undan við að svara fyrirspurnum um grímur og heimsóknir í verslunina hafa verið mjög margar. Aníta segir að Lyfja eigi ennþá einhvern slatta af grímum og að von sé á fleirum seinna í dag eða á morgun. Til að tryggja að sem flest geti keypt grímu hefur Lyfja takmarkað kaup einstaklinga við tíu grímur. Fólk vill ekki grípa í tómt Hermann Guðmundsson, forstjóri heildsölunnar Kemí, segist ekki hafa farið varhluta af grímuáhuganum. Hann hafi selt 33 þúsund grímur frá því á tólfta tímanum í dag, bæði til einstaklinga og fyrirtækja - ekki síst í fólksflutningum og heimaþjónustu þar sem starfsfólk þarf að vera í mikilli nálægð við fólk. „Fólk vill ekki grípa í tómt núna,“ segir Hermann. Grímurnar séu búnar en hann á von á annarri sendingu eftir helgi. Til í Bónus, væntanlegar í Krónunni Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss segir enn eitthvað til af grímum í verslunum fyrirtækisins. Þar megi fá 50 einnota grímur í kassa á 7500 krónur, svokallaða „maska.“ Eitthvað sé jafnframt til á lager en Guðmundur segir Bónus hafa farið að huga að grímukaupum þegar opnað var aftur fyrir millilandaflug - þar sem hefur verið grímuskylda frá 15. júní. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að sem stendur séu ekki til grímur í Krónunni. Unnið sé í því að útvega þær en erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvenær þær rata í Krónuverslanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Heildsalan Kemí hefur selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að þetta taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks; eins og hárgreiðsla, nudd og snyrtiaðgerðir hvers konar. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana. Tíu grímu hámark Aníta Viggósdóttir, starfsmaður í Lyfju í Lágmúla, segir að síminn hafi ekki stoppað frá því að fundinum lauk. Starfsfólk hafi varla undan við að svara fyrirspurnum um grímur og heimsóknir í verslunina hafa verið mjög margar. Aníta segir að Lyfja eigi ennþá einhvern slatta af grímum og að von sé á fleirum seinna í dag eða á morgun. Til að tryggja að sem flest geti keypt grímu hefur Lyfja takmarkað kaup einstaklinga við tíu grímur. Fólk vill ekki grípa í tómt Hermann Guðmundsson, forstjóri heildsölunnar Kemí, segist ekki hafa farið varhluta af grímuáhuganum. Hann hafi selt 33 þúsund grímur frá því á tólfta tímanum í dag, bæði til einstaklinga og fyrirtækja - ekki síst í fólksflutningum og heimaþjónustu þar sem starfsfólk þarf að vera í mikilli nálægð við fólk. „Fólk vill ekki grípa í tómt núna,“ segir Hermann. Grímurnar séu búnar en hann á von á annarri sendingu eftir helgi. Til í Bónus, væntanlegar í Krónunni Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss segir enn eitthvað til af grímum í verslunum fyrirtækisins. Þar megi fá 50 einnota grímur í kassa á 7500 krónur, svokallaða „maska.“ Eitthvað sé jafnframt til á lager en Guðmundur segir Bónus hafa farið að huga að grímukaupum þegar opnað var aftur fyrir millilandaflug - þar sem hefur verið grímuskylda frá 15. júní. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að sem stendur séu ekki til grímur í Krónunni. Unnið sé í því að útvega þær en erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvenær þær rata í Krónuverslanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09