Leikmenn WNBA styðja karlmann í því að ná þingsæti af konu sem á eitt liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 13:30 Sue Bird átti hugmyndina að „Kjósið Warnock“ bolunum og hér sést hún í einum slíkum á leik. Getty/ Julio Aguilar Það er óhætt að segja að Kelly Loeffler, eigandi Atlanta Dream í WNBA-deildinni í körfubolta, sé ekki vinsæl meðal leikmanna kvennadeildar NBA. Hin 49 ára gamla Kelly Loeffler skapaði sér miklar óvinsældir meðal leikmanna WNBA-deildarinnar þegar hún talaði gegn því að WNBA-deildin myndi styðja eða vekja athygli á „Black Lives Matter“ herferðinni. Loeffler skrifaði meðal annars bréf til framkvæmastýru deildarinnar, Cathy Engelbert, þar sem hún mótmælti því að slagorðið „Black Lives Matter“ væri málað á keppnisgólfið í WNBA-deildinni. Kelly Loeffler vildi frekar að leikmenn væri með bandaríska fánann á keppnistreyjum sínum. Kelly Loeffler er Repúblikani sem tók við þingsæti Johnny Isakson fyrir Georgíufylki, þegar hann lét af störfum vegna heilsuástæðna í lok síðasta árs. Kelly Loeffler hefur því ekki verið kosin á þing en fram undan eru kosningar þar sem hún mun berjast fyrir því að halda þingsætinu. Players on the WNBA team co-owned by Georgia Sen. Kelly Loeffler and other WNBA teams were seen wearing "Vote Warnock" shirts in support of her Senate challenger https://t.co/3Qm9NXG1RF pic.twitter.com/IeIHS5ksGv— CNN Politics (@CNNPolitics) August 5, 2020 Leikmenn WNBA voru í hópi þeirra sem gagnrýndu Kelly Loeffler fyrir að reyna að standa í vegi fyrir að réttindabarátta svartra fengi stuðning frá WNBA-deildinni. Leikmennirnir í WNBA tóku síðan þá meðvitaða ákvörðun að hætta að tala um Kelly Loeffler sjálfa en einbeita sér frekar að því að styðja mótframbjóðanda hennar. Þær töldu að það myndi aðeins hjálpa Kelly Loeffler ef hún væri umræðunni þrátt fyrir að umræðan væri neikvæð. Þess í stað væri miklu árangursríkara að auglýsa mótframbjóðandann sem að þeirra mati standi miklu frekar fyrir þeim málum sem leikmennirnir trúa á. We are @wnba players, but like the late great John Lewis said, we are also ordinary people with extraordinary vision. @ReverendWarnock has spent his life fighting for the people and we need him in Washington. Join the movement for a better Georgia at https://t.co/yoJkjDeYy7 pic.twitter.com/IwK6xRqTIJ— Sue Bird (@S10Bird) August 5, 2020 Sue Bird, leikstjórnandi Seattle Storm og kærasta Megan Rapinoe, átti hugmyndina en hún er einn reyndasti og farsælasti leikmaðurinn í sögu WNBA. Margir leikmenn WNBA auglýstu mótframbjóðanda Kelly Loeffler með því að ganga um í bolum sem á stóð „Vote Warnock“ eða „Kjósið Warnock“ sem er frambjóðandi Demókrata. Séra Raphael Warnock er fimmtugur prestur en hann er blökkumaður. Warnock hefur þakkað leikmönnum WNBA fyrir stuðninginn en Kelly Loeffler er allt annað en sátt. Það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra fær síðan þingsætið í komandi kosningum. Kelly Loeffler blasts "cancel culture" after WNBA players support Senate challenger https://t.co/IqOAhkYjEG— Newsweek (@Newsweek) August 5, 2020 NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að Kelly Loeffler, eigandi Atlanta Dream í WNBA-deildinni í körfubolta, sé ekki vinsæl meðal leikmanna kvennadeildar NBA. Hin 49 ára gamla Kelly Loeffler skapaði sér miklar óvinsældir meðal leikmanna WNBA-deildarinnar þegar hún talaði gegn því að WNBA-deildin myndi styðja eða vekja athygli á „Black Lives Matter“ herferðinni. Loeffler skrifaði meðal annars bréf til framkvæmastýru deildarinnar, Cathy Engelbert, þar sem hún mótmælti því að slagorðið „Black Lives Matter“ væri málað á keppnisgólfið í WNBA-deildinni. Kelly Loeffler vildi frekar að leikmenn væri með bandaríska fánann á keppnistreyjum sínum. Kelly Loeffler er Repúblikani sem tók við þingsæti Johnny Isakson fyrir Georgíufylki, þegar hann lét af störfum vegna heilsuástæðna í lok síðasta árs. Kelly Loeffler hefur því ekki verið kosin á þing en fram undan eru kosningar þar sem hún mun berjast fyrir því að halda þingsætinu. Players on the WNBA team co-owned by Georgia Sen. Kelly Loeffler and other WNBA teams were seen wearing "Vote Warnock" shirts in support of her Senate challenger https://t.co/3Qm9NXG1RF pic.twitter.com/IeIHS5ksGv— CNN Politics (@CNNPolitics) August 5, 2020 Leikmenn WNBA voru í hópi þeirra sem gagnrýndu Kelly Loeffler fyrir að reyna að standa í vegi fyrir að réttindabarátta svartra fengi stuðning frá WNBA-deildinni. Leikmennirnir í WNBA tóku síðan þá meðvitaða ákvörðun að hætta að tala um Kelly Loeffler sjálfa en einbeita sér frekar að því að styðja mótframbjóðanda hennar. Þær töldu að það myndi aðeins hjálpa Kelly Loeffler ef hún væri umræðunni þrátt fyrir að umræðan væri neikvæð. Þess í stað væri miklu árangursríkara að auglýsa mótframbjóðandann sem að þeirra mati standi miklu frekar fyrir þeim málum sem leikmennirnir trúa á. We are @wnba players, but like the late great John Lewis said, we are also ordinary people with extraordinary vision. @ReverendWarnock has spent his life fighting for the people and we need him in Washington. Join the movement for a better Georgia at https://t.co/yoJkjDeYy7 pic.twitter.com/IwK6xRqTIJ— Sue Bird (@S10Bird) August 5, 2020 Sue Bird, leikstjórnandi Seattle Storm og kærasta Megan Rapinoe, átti hugmyndina en hún er einn reyndasti og farsælasti leikmaðurinn í sögu WNBA. Margir leikmenn WNBA auglýstu mótframbjóðanda Kelly Loeffler með því að ganga um í bolum sem á stóð „Vote Warnock“ eða „Kjósið Warnock“ sem er frambjóðandi Demókrata. Séra Raphael Warnock er fimmtugur prestur en hann er blökkumaður. Warnock hefur þakkað leikmönnum WNBA fyrir stuðninginn en Kelly Loeffler er allt annað en sátt. Það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra fær síðan þingsætið í komandi kosningum. Kelly Loeffler blasts "cancel culture" after WNBA players support Senate challenger https://t.co/IqOAhkYjEG— Newsweek (@Newsweek) August 5, 2020
NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira