Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 15:52 Líkamleg snerting er óhjákvæmilegur hluti af því að spila fótbolta. vísir/bára Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. Þetta var formlega staðfest í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra varðandi smitvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins sem birt var í dag. Þar með geta æfingar og keppni hafist að nýju á föstudag án þess að taka þurfi tillit til reglu um tveggja metra fjarlægðarmörk. Regluna ber þó að virða eins og hægt er utan æfinga og keppni. Í auglýsingunni segir: Þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu ávallt virða 2 metra regluna. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands skal setja sérsamböndum sínum nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar, framkvæmd æfinga og keppna. Áfram gildir sú regla að að hámarki geti 100 manns safnast saman á sama stað. KSÍ hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sín aðildarfélög um framkvæmd leikja og eins og fram hefur komið verða áhorfendur ekki leyfðir á knattspyrnuleikjum fyrr en stjórnvöld rýmka reglur enn frekar. Fótbolti Handbolti Körfubolti Júdó Karate Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engir áhorfendur þegar boltinn fer aftur af stað Ef íslenski boltinn fer að rúlla á föstudaginn, eins og vonir standa til, verður það án áhorfenda. 12. ágúst 2020 12:33 Íslenski fótboltinn byrjar aftur á Pepsi Max fótbolta fjóra daga í röð FH og Stjarnan eiga að spila tvisvar sinnum á rétt rúmum þremur sólarhringum um helgina eins og leikjaplanið lítur núna út hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 12. ágúst 2020 09:00 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. Þetta var formlega staðfest í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra varðandi smitvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins sem birt var í dag. Þar með geta æfingar og keppni hafist að nýju á föstudag án þess að taka þurfi tillit til reglu um tveggja metra fjarlægðarmörk. Regluna ber þó að virða eins og hægt er utan æfinga og keppni. Í auglýsingunni segir: Þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu ávallt virða 2 metra regluna. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands skal setja sérsamböndum sínum nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar, framkvæmd æfinga og keppna. Áfram gildir sú regla að að hámarki geti 100 manns safnast saman á sama stað. KSÍ hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sín aðildarfélög um framkvæmd leikja og eins og fram hefur komið verða áhorfendur ekki leyfðir á knattspyrnuleikjum fyrr en stjórnvöld rýmka reglur enn frekar.
Í auglýsingunni segir: Þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu ávallt virða 2 metra regluna. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands skal setja sérsamböndum sínum nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar, framkvæmd æfinga og keppna.
Fótbolti Handbolti Körfubolti Júdó Karate Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engir áhorfendur þegar boltinn fer aftur af stað Ef íslenski boltinn fer að rúlla á föstudaginn, eins og vonir standa til, verður það án áhorfenda. 12. ágúst 2020 12:33 Íslenski fótboltinn byrjar aftur á Pepsi Max fótbolta fjóra daga í röð FH og Stjarnan eiga að spila tvisvar sinnum á rétt rúmum þremur sólarhringum um helgina eins og leikjaplanið lítur núna út hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 12. ágúst 2020 09:00 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Engir áhorfendur þegar boltinn fer aftur af stað Ef íslenski boltinn fer að rúlla á föstudaginn, eins og vonir standa til, verður það án áhorfenda. 12. ágúst 2020 12:33
Íslenski fótboltinn byrjar aftur á Pepsi Max fótbolta fjóra daga í röð FH og Stjarnan eiga að spila tvisvar sinnum á rétt rúmum þremur sólarhringum um helgina eins og leikjaplanið lítur núna út hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 12. ágúst 2020 09:00
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16