NBA leikmenn mega nú fá sitt fólk heimsókn í „búbbluna“ en kynlífsheimsóknir ekki í boði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 12:00 LeBron James með eiginkonu sinni Savannah eftir að hann vann NBA titilinn með Cleveland Cavaliers. EPA/DAVID MAXWELL Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er að klárast í búbblunni í Disney garðinum í Flórída og leikmenn hafa ekki fengið að hitta sitt fólk í langan tíma. Nú verður breyting á því. Fram undan er úrslitakeppni NBA-deildarinnar í Disney World en NBA deildin hefur ákveðið að létta á reglunum til að létta aðeins andann hjá leikmönnum sem hafa dúsað í langan tíma með vinnufélögum sínum. Leikmenn NBA-liðanna í búbblunni á Flórída hafa ekkert getað hitt fjölskyldur sínar síðan að þeir fóru inn í Disney garðinn fyrir mánuði eða meira síðan. NBA-leikmenn mega nú fá fjóra gesti hver auk barna sinna. Leikmenn verða hins vegar að sanna tengsl sín við vini sem eru ekki tengdir þeim fjölskylduböndum. Sumir NBA leikmenn eru þekktir fyrir að eiga kærustu í hverri höfn en allar slíkar kynlífsheimsóknir, svokallað „booty call“ á ensku, verða bannaðar. Það er ekki sagt beint út í reglunum en bandarískir fjölmiðlar eins og Sports Illustrated benda á það að það má lesa það á milli línanna. Í reglunum stendur nefnilega að vinir sem leikmenn þekkja aðeins í gegnum samfélagsmiðla eða í gegnum milligöngumenn mega ekki fá inngöngu í búbbluna. Leikmenn þurfa að sanna að þeir hafi verið í langtíma sambandið með viðkomandi aðila ef hann er ekki í nánustu fjölskyldu leikmannsins. Hvert félag í úrslitakeppninni mun fá sautján auka hótelherbergi fyrir gesti leikmanna sinna Þegar úrslitakeppnin hefst mun hver leikmaður síðan fá einn miða á leikinn fyrir sinn gest. Áður en gestir leikmanna koma inn í búbbluna þurfa þeir samt að fara í sjö daga sóttkví. NBA introduces conjugal visits into the bubble: pic.twitter.com/KSDbfx8qHr— Jacoby (@djacoby) August 12, 2020 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er að klárast í búbblunni í Disney garðinum í Flórída og leikmenn hafa ekki fengið að hitta sitt fólk í langan tíma. Nú verður breyting á því. Fram undan er úrslitakeppni NBA-deildarinnar í Disney World en NBA deildin hefur ákveðið að létta á reglunum til að létta aðeins andann hjá leikmönnum sem hafa dúsað í langan tíma með vinnufélögum sínum. Leikmenn NBA-liðanna í búbblunni á Flórída hafa ekkert getað hitt fjölskyldur sínar síðan að þeir fóru inn í Disney garðinn fyrir mánuði eða meira síðan. NBA-leikmenn mega nú fá fjóra gesti hver auk barna sinna. Leikmenn verða hins vegar að sanna tengsl sín við vini sem eru ekki tengdir þeim fjölskylduböndum. Sumir NBA leikmenn eru þekktir fyrir að eiga kærustu í hverri höfn en allar slíkar kynlífsheimsóknir, svokallað „booty call“ á ensku, verða bannaðar. Það er ekki sagt beint út í reglunum en bandarískir fjölmiðlar eins og Sports Illustrated benda á það að það má lesa það á milli línanna. Í reglunum stendur nefnilega að vinir sem leikmenn þekkja aðeins í gegnum samfélagsmiðla eða í gegnum milligöngumenn mega ekki fá inngöngu í búbbluna. Leikmenn þurfa að sanna að þeir hafi verið í langtíma sambandið með viðkomandi aðila ef hann er ekki í nánustu fjölskyldu leikmannsins. Hvert félag í úrslitakeppninni mun fá sautján auka hótelherbergi fyrir gesti leikmanna sinna Þegar úrslitakeppnin hefst mun hver leikmaður síðan fá einn miða á leikinn fyrir sinn gest. Áður en gestir leikmanna koma inn í búbbluna þurfa þeir samt að fara í sjö daga sóttkví. NBA introduces conjugal visits into the bubble: pic.twitter.com/KSDbfx8qHr— Jacoby (@djacoby) August 12, 2020
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira