Það styttist í að jarða þurfi Reykvíkinga í Kópavogi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 14. ágúst 2020 11:00 Ég er borin og barnfæddur Reykvíkingur og þegar ég er öll vil ég vera jarðsett í Reykjavík og hvergi annars staðar. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma í þættinum Morgunvaktinni í vikunni varð ég hugsi. Þar kom fram að lengi hefur verið ljóst að grafarsvæði í Reykjavík munu brátt klárast og ekki verði til skiki til að jarða í Reykjavík. Leita verður á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistin á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið lappirnar í að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Útsvarsfé borgarbúa hefur farið í aðrar framkvæmdir en að byggja nýjan kirkjugarð. Í máli forstjórans kom fram að lengi hafi verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en að brösuglega hafi gengið að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Það er bagalegt að borgin skuli hunsa þetta tímabæra verkefni þegar ljóst er hve skammur tími er til stefnu þar til grafarsvæði í borginni klárast. Einnig kom fram í viðtalinu að mikið vanti af fjármunum til að viðhalda eldri kirkjugörðum og þá sérstaklega Hólavallakirkjugarði. Eftir hrun hafi verið skorið hressilega niður hjá kirkjugarðsumdæmunum og aldrei hafi sá niðurskurður gengið til baka þrátt fyrir góðærisárin undanfarið. Hætta er á að Hólavallakirkjugarður fari að drabbast niður og eldri leiði að skemmast ef ekki verði gripið inn í. Til að vekja athygli á þessu og ýta við borgar- og skipulagsyfirvöldum lagði Flokkur fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í vikunni sem hljóðar svo: Í Reykjavík hafa borgar- og skipulagsyfirvöld sýnt getuleysi þegar kemur að þessum málaflokki. Það líður að því að plássin fyrir kistur í Gufuneskirkjugarði klárist en reiknað er með plássi fyrir kistur í mesta lagi 3-4 ár í viðbót og þá þarf að fara að jarða Reykvíkinga í kirkjugarðinum í Kópavogi. Kirkjugarðurinn við Úlfarsfell hefur lengi verið í undirbúningi. Skipulagsyfirvöld hafa dregið það árum saman að hefja framkvæmdir. Ítrekað hefur skipulagsyfirvöldum verið gert ljóst að brýn þörf er á nýjum grafarsvæðum og að hraða þurfi framkvæmdum á kirkjugarðinum við Úlfarsfell en skipulagsyfirvöld hafa látið málið sem vind um eyru þjóta. Það er miður að borgaryfirvöld sjái ekki nauðsyn þess að fullklára kirkjugarð þar sem Reykvíkingar sem óska þess að vera jarðaðir í kistu fái að hvíla. Fulltrúi Flokks fólksins leggur auk þess til að gert verði átak í Hólavallagarði en honum þarf að halda betur við en gert hefur verið. Aðeins hluti garðsins hefur verið tekinn í gegn en annar hluti hans er að grotna niður. Skipulagsyfirvöld borgarinnar hafa til margra ára ekki sýnt Hólavallagarði nægjanlega virðingu og ekki úthlutað til hans nauðsynlegum fjármunum til að halda honum við. Ég vona innilega að tillaga þessi verði hvatning fyrir skipulagsyfirvöld Reykjavíkur að bretta upp ermarnar og setja framkvæmdir á kirkjugarðinum við Úlfarsfell í forgang. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Ég er borin og barnfæddur Reykvíkingur og þegar ég er öll vil ég vera jarðsett í Reykjavík og hvergi annars staðar. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma í þættinum Morgunvaktinni í vikunni varð ég hugsi. Þar kom fram að lengi hefur verið ljóst að grafarsvæði í Reykjavík munu brátt klárast og ekki verði til skiki til að jarða í Reykjavík. Leita verður á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistin á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið lappirnar í að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Útsvarsfé borgarbúa hefur farið í aðrar framkvæmdir en að byggja nýjan kirkjugarð. Í máli forstjórans kom fram að lengi hafi verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en að brösuglega hafi gengið að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Það er bagalegt að borgin skuli hunsa þetta tímabæra verkefni þegar ljóst er hve skammur tími er til stefnu þar til grafarsvæði í borginni klárast. Einnig kom fram í viðtalinu að mikið vanti af fjármunum til að viðhalda eldri kirkjugörðum og þá sérstaklega Hólavallakirkjugarði. Eftir hrun hafi verið skorið hressilega niður hjá kirkjugarðsumdæmunum og aldrei hafi sá niðurskurður gengið til baka þrátt fyrir góðærisárin undanfarið. Hætta er á að Hólavallakirkjugarður fari að drabbast niður og eldri leiði að skemmast ef ekki verði gripið inn í. Til að vekja athygli á þessu og ýta við borgar- og skipulagsyfirvöldum lagði Flokkur fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í vikunni sem hljóðar svo: Í Reykjavík hafa borgar- og skipulagsyfirvöld sýnt getuleysi þegar kemur að þessum málaflokki. Það líður að því að plássin fyrir kistur í Gufuneskirkjugarði klárist en reiknað er með plássi fyrir kistur í mesta lagi 3-4 ár í viðbót og þá þarf að fara að jarða Reykvíkinga í kirkjugarðinum í Kópavogi. Kirkjugarðurinn við Úlfarsfell hefur lengi verið í undirbúningi. Skipulagsyfirvöld hafa dregið það árum saman að hefja framkvæmdir. Ítrekað hefur skipulagsyfirvöldum verið gert ljóst að brýn þörf er á nýjum grafarsvæðum og að hraða þurfi framkvæmdum á kirkjugarðinum við Úlfarsfell en skipulagsyfirvöld hafa látið málið sem vind um eyru þjóta. Það er miður að borgaryfirvöld sjái ekki nauðsyn þess að fullklára kirkjugarð þar sem Reykvíkingar sem óska þess að vera jarðaðir í kistu fái að hvíla. Fulltrúi Flokks fólksins leggur auk þess til að gert verði átak í Hólavallagarði en honum þarf að halda betur við en gert hefur verið. Aðeins hluti garðsins hefur verið tekinn í gegn en annar hluti hans er að grotna niður. Skipulagsyfirvöld borgarinnar hafa til margra ára ekki sýnt Hólavallagarði nægjanlega virðingu og ekki úthlutað til hans nauðsynlegum fjármunum til að halda honum við. Ég vona innilega að tillaga þessi verði hvatning fyrir skipulagsyfirvöld Reykjavíkur að bretta upp ermarnar og setja framkvæmdir á kirkjugarðinum við Úlfarsfell í forgang. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun