Guðbjörg í hjartnæmu viðtali: „Erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2020 19:15 Guðbjörg hefur leikið yfir 60 landsleiki fyrir Ísland. vísir/vilhelm Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er í áhugaverðu viðtali við Twitter síðu kvennaknattspyrnu UEFA. Í viðtalinu fer Guðbjörg yfir það hvernig það er að vera íþróttakona á hæsta stigi og reyna eignast fjölskyldu. Guðbjörg greindi frá því í júlí að hún væri ólétt af tvíburum. Kærasta hennar er Mia Jalkerud, samherji hennar hjá Djurgården. „Ég er Íslendingur og hef verið í marki síðan ég var lítil. Ég er nú ólétt af tvíburum og það hefur tekið mig og maka minn þrjú ár í gegnum tæknifrjóvgun,“ sagði Guðbjörg. Hún segir að tæknifrjóvgunin hafi ekki alltaf gengið sem skildi. „Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þetta bæði andlega og líkamlega því ég hef falið það þegar þetta hefur mistekist á meðan ég hef verið að spila fótbolta á hæsta stigi.“ “I‘m an Icelander, and I‘ve played as a goalkeeper since I was a little kid. I am actually pregnant with twins at the moment, which has taken myself and my partner three years through IVF. (1/6) pic.twitter.com/TeeZhKzKpw— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 Guðbjörg var lengi frá vegna meiðsla í hásin en sneri aftur í lið Djurgården og íslenska landsliðið í vor. „Mér fannst þetta erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í en í hvert skipti reyndi ég að einbeita mér að næsta leik. Fótboltinn hefur gefið mér styrk og verið stórt partur af lífi mínu frá því ég var ung.“ Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér mikið. „Ég spila fótbolta af svo mörgum ástæðum en ég myndi segja að spennan og adrenalínið og það að vinna eitthvað með vinum þínum sem þú æfir með á hverjum degi sé aðalástæðan.“ „Ég hef einnig eignast marga af mínum bestu vinum í gegnum fótbolta og ég nýt þess enn meira því eldri sem ég verð. Að vera sterk þýðir fyrir mig að vera sterk andlega. Sem markvörður er þín andlegi styrkur allt.“ Markverðir fá oft á sig mikla gagnrýni en Guðbjörg segir að hún reyni að nýta sér mistök sín. “I hope my story of becoming a parent, which can mean you will be away from the sport for some time, means that discussions around women in sport who want to start a family can be more open in the future.”@GuggaGunnars, Goalkeeper for @DIF_Fotboll & @footballiceland.— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 „Ég hugsa alltaf um það þegar ég geri mistök að það skiptir máli hvernig ég bregst við. Allir markverðir gera mistök svo það er mikilvægt að þetta komist ekki inn í höfuðið hjá þér.“ Guðbjörg er með einföld skilaboð að lokum. „Ég vona að saga mín að verða foreldri, sem getur þýtt að þú verður ekki í íþróttinni í smá tíma, verði til þess að samtalið um konur í íþróttum sem vilji stofna fjölskyldu verði opnara í framtíðinni,“ sagði Guðbjörg að lokum. Börn og uppeldi Fótbolti Frjósemi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er í áhugaverðu viðtali við Twitter síðu kvennaknattspyrnu UEFA. Í viðtalinu fer Guðbjörg yfir það hvernig það er að vera íþróttakona á hæsta stigi og reyna eignast fjölskyldu. Guðbjörg greindi frá því í júlí að hún væri ólétt af tvíburum. Kærasta hennar er Mia Jalkerud, samherji hennar hjá Djurgården. „Ég er Íslendingur og hef verið í marki síðan ég var lítil. Ég er nú ólétt af tvíburum og það hefur tekið mig og maka minn þrjú ár í gegnum tæknifrjóvgun,“ sagði Guðbjörg. Hún segir að tæknifrjóvgunin hafi ekki alltaf gengið sem skildi. „Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þetta bæði andlega og líkamlega því ég hef falið það þegar þetta hefur mistekist á meðan ég hef verið að spila fótbolta á hæsta stigi.“ “I‘m an Icelander, and I‘ve played as a goalkeeper since I was a little kid. I am actually pregnant with twins at the moment, which has taken myself and my partner three years through IVF. (1/6) pic.twitter.com/TeeZhKzKpw— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 Guðbjörg var lengi frá vegna meiðsla í hásin en sneri aftur í lið Djurgården og íslenska landsliðið í vor. „Mér fannst þetta erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í en í hvert skipti reyndi ég að einbeita mér að næsta leik. Fótboltinn hefur gefið mér styrk og verið stórt partur af lífi mínu frá því ég var ung.“ Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér mikið. „Ég spila fótbolta af svo mörgum ástæðum en ég myndi segja að spennan og adrenalínið og það að vinna eitthvað með vinum þínum sem þú æfir með á hverjum degi sé aðalástæðan.“ „Ég hef einnig eignast marga af mínum bestu vinum í gegnum fótbolta og ég nýt þess enn meira því eldri sem ég verð. Að vera sterk þýðir fyrir mig að vera sterk andlega. Sem markvörður er þín andlegi styrkur allt.“ Markverðir fá oft á sig mikla gagnrýni en Guðbjörg segir að hún reyni að nýta sér mistök sín. “I hope my story of becoming a parent, which can mean you will be away from the sport for some time, means that discussions around women in sport who want to start a family can be more open in the future.”@GuggaGunnars, Goalkeeper for @DIF_Fotboll & @footballiceland.— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 „Ég hugsa alltaf um það þegar ég geri mistök að það skiptir máli hvernig ég bregst við. Allir markverðir gera mistök svo það er mikilvægt að þetta komist ekki inn í höfuðið hjá þér.“ Guðbjörg er með einföld skilaboð að lokum. „Ég vona að saga mín að verða foreldri, sem getur þýtt að þú verður ekki í íþróttinni í smá tíma, verði til þess að samtalið um konur í íþróttum sem vilji stofna fjölskyldu verði opnara í framtíðinni,“ sagði Guðbjörg að lokum.
Börn og uppeldi Fótbolti Frjósemi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45