„Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2020 19:30 Guðrún Pálsdóttir ásamt eiginmanni sínum Einari Guðbjartssyni áttu bátinn Blossa sem sökk í snjóflóði í gær. Mynd/Aðsend Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur af flóðunum. Það hafi verið hlegið að henni þegar hún gerði athugasemd við þá á sínum tíma. Nú treysti fólk ekki lengur að fullu á garðana. Sex bátar sukku við smábátahöfnina á Flateyri í gær þegar annað snjóflóðið féll í gær. Smábátabryggjan gjöreyðilagðist og flotbryggja slitnaði. Guðrún Pálsdóttir útgerðakona er ein af þeim sem missti bátinn sinn í flóðinu. Eftir hin hrikalegu snjóflóð sem féllu á Flateyri þann þann 26. október 1995 var byrjað að huga að snjóflóðavörnum og varnargörðum fyrir ofan bæinn. Guðrún segir að á kynningarfundi um varnargarðana á sínum tíma hafi hún viðrað áhyggjur sínar af staðsetningu þeirra. „Þegar var verið að reisa garðana var kynningarfundur með íbúum hér á svæðinu um hvernig þetta átti að líta út. Ég stóð upp á fundinum og benti á að mér fyndist garðurinn liggja þannig að ef það kæmi hamfaraflóð þá myndi það fara beina leið niður á smábátabryggju. Mér var svarað af mönnum sem sögðu: Nei, það stoppar í litla lóninu, litla lónið tekur það. Ég keypti ekki þetta svar og segi: Ef það fer niður í smábátahöfn eru þá eigendur tryggðir fyrir snjóflóðum? Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum. Þetta situr í mér eftir það sem nú er búið að gerast,“ segir Guðrún. Hún segir að aðrir varnargarðar hafi líka brugðist. „Það er líka skrítið að það hafi farið annað flóð yfir ytri garðinn á annað hús, við sem héldum að við værum tryggilega varin með þessum varnargörðum. Ég held við séum mjög efins í dag. Þetta þarf að skoða og lagfæra svo íbúar hér á Flateyri geti sofið rólegir.“ Almannavarnir Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Eignaðist ömmubarn á Ísafirði meðan hún hjálpaði nágrönnum sínum á Flateyri Vigdís Erlingsdóttir, íbúi í Ólafstúni 6 á Flateyri, segir íbúana finna hlýhug landsmanna vestur á firði. Þakklætið sé mikið til baka. Vigdís sat í bíl með nágranna konu sinni og tveimur börnum hennar á meðan unnið var að grafa unglingsdóttur út úr svefnherbergi sínu. 15. janúar 2020 12:48 Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur af flóðunum. Það hafi verið hlegið að henni þegar hún gerði athugasemd við þá á sínum tíma. Nú treysti fólk ekki lengur að fullu á garðana. Sex bátar sukku við smábátahöfnina á Flateyri í gær þegar annað snjóflóðið féll í gær. Smábátabryggjan gjöreyðilagðist og flotbryggja slitnaði. Guðrún Pálsdóttir útgerðakona er ein af þeim sem missti bátinn sinn í flóðinu. Eftir hin hrikalegu snjóflóð sem féllu á Flateyri þann þann 26. október 1995 var byrjað að huga að snjóflóðavörnum og varnargörðum fyrir ofan bæinn. Guðrún segir að á kynningarfundi um varnargarðana á sínum tíma hafi hún viðrað áhyggjur sínar af staðsetningu þeirra. „Þegar var verið að reisa garðana var kynningarfundur með íbúum hér á svæðinu um hvernig þetta átti að líta út. Ég stóð upp á fundinum og benti á að mér fyndist garðurinn liggja þannig að ef það kæmi hamfaraflóð þá myndi það fara beina leið niður á smábátabryggju. Mér var svarað af mönnum sem sögðu: Nei, það stoppar í litla lóninu, litla lónið tekur það. Ég keypti ekki þetta svar og segi: Ef það fer niður í smábátahöfn eru þá eigendur tryggðir fyrir snjóflóðum? Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum. Þetta situr í mér eftir það sem nú er búið að gerast,“ segir Guðrún. Hún segir að aðrir varnargarðar hafi líka brugðist. „Það er líka skrítið að það hafi farið annað flóð yfir ytri garðinn á annað hús, við sem héldum að við værum tryggilega varin með þessum varnargörðum. Ég held við séum mjög efins í dag. Þetta þarf að skoða og lagfæra svo íbúar hér á Flateyri geti sofið rólegir.“
Almannavarnir Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Eignaðist ömmubarn á Ísafirði meðan hún hjálpaði nágrönnum sínum á Flateyri Vigdís Erlingsdóttir, íbúi í Ólafstúni 6 á Flateyri, segir íbúana finna hlýhug landsmanna vestur á firði. Þakklætið sé mikið til baka. Vigdís sat í bíl með nágranna konu sinni og tveimur börnum hennar á meðan unnið var að grafa unglingsdóttur út úr svefnherbergi sínu. 15. janúar 2020 12:48 Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Eignaðist ömmubarn á Ísafirði meðan hún hjálpaði nágrönnum sínum á Flateyri Vigdís Erlingsdóttir, íbúi í Ólafstúni 6 á Flateyri, segir íbúana finna hlýhug landsmanna vestur á firði. Þakklætið sé mikið til baka. Vigdís sat í bíl með nágranna konu sinni og tveimur börnum hennar á meðan unnið var að grafa unglingsdóttur út úr svefnherbergi sínu. 15. janúar 2020 12:48
Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49
Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46
„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04
„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44