„Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2020 19:30 Guðrún Pálsdóttir ásamt eiginmanni sínum Einari Guðbjartssyni áttu bátinn Blossa sem sökk í snjóflóði í gær. Mynd/Aðsend Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur af flóðunum. Það hafi verið hlegið að henni þegar hún gerði athugasemd við þá á sínum tíma. Nú treysti fólk ekki lengur að fullu á garðana. Sex bátar sukku við smábátahöfnina á Flateyri í gær þegar annað snjóflóðið féll í gær. Smábátabryggjan gjöreyðilagðist og flotbryggja slitnaði. Guðrún Pálsdóttir útgerðakona er ein af þeim sem missti bátinn sinn í flóðinu. Eftir hin hrikalegu snjóflóð sem féllu á Flateyri þann þann 26. október 1995 var byrjað að huga að snjóflóðavörnum og varnargörðum fyrir ofan bæinn. Guðrún segir að á kynningarfundi um varnargarðana á sínum tíma hafi hún viðrað áhyggjur sínar af staðsetningu þeirra. „Þegar var verið að reisa garðana var kynningarfundur með íbúum hér á svæðinu um hvernig þetta átti að líta út. Ég stóð upp á fundinum og benti á að mér fyndist garðurinn liggja þannig að ef það kæmi hamfaraflóð þá myndi það fara beina leið niður á smábátabryggju. Mér var svarað af mönnum sem sögðu: Nei, það stoppar í litla lóninu, litla lónið tekur það. Ég keypti ekki þetta svar og segi: Ef það fer niður í smábátahöfn eru þá eigendur tryggðir fyrir snjóflóðum? Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum. Þetta situr í mér eftir það sem nú er búið að gerast,“ segir Guðrún. Hún segir að aðrir varnargarðar hafi líka brugðist. „Það er líka skrítið að það hafi farið annað flóð yfir ytri garðinn á annað hús, við sem héldum að við værum tryggilega varin með þessum varnargörðum. Ég held við séum mjög efins í dag. Þetta þarf að skoða og lagfæra svo íbúar hér á Flateyri geti sofið rólegir.“ Almannavarnir Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Eignaðist ömmubarn á Ísafirði meðan hún hjálpaði nágrönnum sínum á Flateyri Vigdís Erlingsdóttir, íbúi í Ólafstúni 6 á Flateyri, segir íbúana finna hlýhug landsmanna vestur á firði. Þakklætið sé mikið til baka. Vigdís sat í bíl með nágranna konu sinni og tveimur börnum hennar á meðan unnið var að grafa unglingsdóttur út úr svefnherbergi sínu. 15. janúar 2020 12:48 Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur af flóðunum. Það hafi verið hlegið að henni þegar hún gerði athugasemd við þá á sínum tíma. Nú treysti fólk ekki lengur að fullu á garðana. Sex bátar sukku við smábátahöfnina á Flateyri í gær þegar annað snjóflóðið féll í gær. Smábátabryggjan gjöreyðilagðist og flotbryggja slitnaði. Guðrún Pálsdóttir útgerðakona er ein af þeim sem missti bátinn sinn í flóðinu. Eftir hin hrikalegu snjóflóð sem féllu á Flateyri þann þann 26. október 1995 var byrjað að huga að snjóflóðavörnum og varnargörðum fyrir ofan bæinn. Guðrún segir að á kynningarfundi um varnargarðana á sínum tíma hafi hún viðrað áhyggjur sínar af staðsetningu þeirra. „Þegar var verið að reisa garðana var kynningarfundur með íbúum hér á svæðinu um hvernig þetta átti að líta út. Ég stóð upp á fundinum og benti á að mér fyndist garðurinn liggja þannig að ef það kæmi hamfaraflóð þá myndi það fara beina leið niður á smábátabryggju. Mér var svarað af mönnum sem sögðu: Nei, það stoppar í litla lóninu, litla lónið tekur það. Ég keypti ekki þetta svar og segi: Ef það fer niður í smábátahöfn eru þá eigendur tryggðir fyrir snjóflóðum? Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum. Þetta situr í mér eftir það sem nú er búið að gerast,“ segir Guðrún. Hún segir að aðrir varnargarðar hafi líka brugðist. „Það er líka skrítið að það hafi farið annað flóð yfir ytri garðinn á annað hús, við sem héldum að við værum tryggilega varin með þessum varnargörðum. Ég held við séum mjög efins í dag. Þetta þarf að skoða og lagfæra svo íbúar hér á Flateyri geti sofið rólegir.“
Almannavarnir Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Eignaðist ömmubarn á Ísafirði meðan hún hjálpaði nágrönnum sínum á Flateyri Vigdís Erlingsdóttir, íbúi í Ólafstúni 6 á Flateyri, segir íbúana finna hlýhug landsmanna vestur á firði. Þakklætið sé mikið til baka. Vigdís sat í bíl með nágranna konu sinni og tveimur börnum hennar á meðan unnið var að grafa unglingsdóttur út úr svefnherbergi sínu. 15. janúar 2020 12:48 Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Eignaðist ömmubarn á Ísafirði meðan hún hjálpaði nágrönnum sínum á Flateyri Vigdís Erlingsdóttir, íbúi í Ólafstúni 6 á Flateyri, segir íbúana finna hlýhug landsmanna vestur á firði. Þakklætið sé mikið til baka. Vigdís sat í bíl með nágranna konu sinni og tveimur börnum hennar á meðan unnið var að grafa unglingsdóttur út úr svefnherbergi sínu. 15. janúar 2020 12:48
Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49
Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46
„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04
„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“