Allt útlit fyrir að réttarhöldin yfir Trump hefjist eftir viku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 20:00 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/AP Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun.Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda atkvæðagreiðslu um hverjir flytja málið fyrir hönd demókrata í öldungadeildinni í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Sú atkvæðagreiðsla mun hins vegar fara fram á morgun.Í dag var greint frá því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda. Mitch McConnell tilkynnti í dag, eftir að Pelosi hafði tilkynnt að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði á morgun, að þriðjudagurinn 21. janúar, eftir slétta viku, væri líklegasta dagsetningin til þess að hefja réttarhöldin. Eftir að ákærurnar eru formlega komnar til öldungadeildarinnar mun hún nýta næstu daga til að undirbúa réttarhöldin, að sögn McConnell. Þau fara þannig fram að forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna er einskonar dómari, nokkrir þingmenn úr hópi fulltrúadeildarþingmanna munu sækja málið en öldungadeildarþingmennirnir 100 mynda kviðdóm og er það þeirra að taka ákvörðun um að sakfella eða sýkna forsetann. Tveir þriðju hluti öldungadeildarþingmanna þarf að greiða atkvæði með sakfellingu til þess að Donald Trump verði fjarlægður úr embætti. Talið er afar ólíklegt að það verði niðurstaðan enda Repúblikanar í meirihluta í öldungadeildinni. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun.Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda atkvæðagreiðslu um hverjir flytja málið fyrir hönd demókrata í öldungadeildinni í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Sú atkvæðagreiðsla mun hins vegar fara fram á morgun.Í dag var greint frá því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda. Mitch McConnell tilkynnti í dag, eftir að Pelosi hafði tilkynnt að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði á morgun, að þriðjudagurinn 21. janúar, eftir slétta viku, væri líklegasta dagsetningin til þess að hefja réttarhöldin. Eftir að ákærurnar eru formlega komnar til öldungadeildarinnar mun hún nýta næstu daga til að undirbúa réttarhöldin, að sögn McConnell. Þau fara þannig fram að forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna er einskonar dómari, nokkrir þingmenn úr hópi fulltrúadeildarþingmanna munu sækja málið en öldungadeildarþingmennirnir 100 mynda kviðdóm og er það þeirra að taka ákvörðun um að sakfella eða sýkna forsetann. Tveir þriðju hluti öldungadeildarþingmanna þarf að greiða atkvæði með sakfellingu til þess að Donald Trump verði fjarlægður úr embætti. Talið er afar ólíklegt að það verði niðurstaðan enda Repúblikanar í meirihluta í öldungadeildinni. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45
Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40