Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:04 Forstjóri Landspítalans kemur á fund velferðarnefndar í dag. stöð 2 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. Honum líki ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Forstjóri Landspítalans og fleiri gestir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag þar sem staða heilbrigðiskerfisins verður til umfjöllunar. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og henni lýst sem óviðunandi og alvarlegri. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs spítalans, auk fleiri stjórnenda og fulltrúa lækna koma á fund velferðarnefndar í dag þar sem málið verður til umfjöllunar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu„Við erum að sinna allt of mikið af verkefnum inni á Landspítalanum sem að eiga þar ekki heima heldur við getum sinnt á öðrum stöðum. Við þurfum ekki hátæknisjúkrahús til þess að sinna öllu því sem að er þarna sinnt. Þannig að ég mun telja það að það geti lagað stöðuna á Landspítalanum töluvert ef við myndum draga úr bæði aðgerðum og fæðingum á öðru sem fer fram á Landspítalanum en gæti farið fram annars staðar,“ segir Vilhjálmur. Það telji hann að geti losað um bæði pláss og starfsfólk. Efling heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni geti einnig verið hluti af lausninni að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Stofnanir á landsbyggðinni geta sinnt miklu meira hlutverki en þær eru að gera í dag og það er líka liður í því bara að fara eftir stjórnarskránni, að fólk fái sína bestu heilbrigðisþjónustu og að hún sé óháð búsetu. Þess vegna eigum við að færa miklu meiri þjónustu, eins og fæðingar-, krabbameinsþjónustu og annað slíkt út á landsbyggðina. Og þessar stofnanir eru alveg til þess fallnar að líka taka margar af þessum minni aðgerðum og öðru slíku til sín til þess að þá líka bara fjölga störfum heilbrigðisstarfsfólks heima í héraði og annað slíkt. Þannig að við eigum þarna fullt af tækifærum sem að munu létta undir með Landspítalanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Facebook í gær að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi framlög til reksturs Landspítalans verið aukin um 12% á föstu verðlagi. Aukningin nemi 4,8% á þessu ári og því sé allt tal um niðurskurð á spítalanum í besta falli misskilningur.Sjá einnig: Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ „Samt sitjum við ennþá í þessari stöðu þannig að við þurfum að fara að skoða miklu betur skipulagið og hvernig við erum að nýta þessa fjármuni og það kemur manni svolítið á óvart að staðan skuli aldrei lagast þrátt fyrir að það hafi verið forgangsraðað fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir Vilhjálmur. Hann sé þó ekki í einu og öllu sammála stefnu heilbrigðisráðherra í málaflokknum. „Það er algjörlega vitað að ég vil treysta miklu frekar á það að dreifa kröftunum heldur en að setja þetta allt á einn stað og mér líkar ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Það verður bara erfiðara fyrir starfsfólkið að vinna þar og það er erfiðara að fá starfsfólk inn þegar þetta er orðið of stórt og mikið og þá er líka erfiðara að hafa yfirsýnina. Þannig að hver svo sem talar fyrir því, ég get ekki tekið undir það,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. Honum líki ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Forstjóri Landspítalans og fleiri gestir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag þar sem staða heilbrigðiskerfisins verður til umfjöllunar. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og henni lýst sem óviðunandi og alvarlegri. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs spítalans, auk fleiri stjórnenda og fulltrúa lækna koma á fund velferðarnefndar í dag þar sem málið verður til umfjöllunar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu„Við erum að sinna allt of mikið af verkefnum inni á Landspítalanum sem að eiga þar ekki heima heldur við getum sinnt á öðrum stöðum. Við þurfum ekki hátæknisjúkrahús til þess að sinna öllu því sem að er þarna sinnt. Þannig að ég mun telja það að það geti lagað stöðuna á Landspítalanum töluvert ef við myndum draga úr bæði aðgerðum og fæðingum á öðru sem fer fram á Landspítalanum en gæti farið fram annars staðar,“ segir Vilhjálmur. Það telji hann að geti losað um bæði pláss og starfsfólk. Efling heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni geti einnig verið hluti af lausninni að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Stofnanir á landsbyggðinni geta sinnt miklu meira hlutverki en þær eru að gera í dag og það er líka liður í því bara að fara eftir stjórnarskránni, að fólk fái sína bestu heilbrigðisþjónustu og að hún sé óháð búsetu. Þess vegna eigum við að færa miklu meiri þjónustu, eins og fæðingar-, krabbameinsþjónustu og annað slíkt út á landsbyggðina. Og þessar stofnanir eru alveg til þess fallnar að líka taka margar af þessum minni aðgerðum og öðru slíku til sín til þess að þá líka bara fjölga störfum heilbrigðisstarfsfólks heima í héraði og annað slíkt. Þannig að við eigum þarna fullt af tækifærum sem að munu létta undir með Landspítalanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Facebook í gær að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi framlög til reksturs Landspítalans verið aukin um 12% á föstu verðlagi. Aukningin nemi 4,8% á þessu ári og því sé allt tal um niðurskurð á spítalanum í besta falli misskilningur.Sjá einnig: Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ „Samt sitjum við ennþá í þessari stöðu þannig að við þurfum að fara að skoða miklu betur skipulagið og hvernig við erum að nýta þessa fjármuni og það kemur manni svolítið á óvart að staðan skuli aldrei lagast þrátt fyrir að það hafi verið forgangsraðað fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir Vilhjálmur. Hann sé þó ekki í einu og öllu sammála stefnu heilbrigðisráðherra í málaflokknum. „Það er algjörlega vitað að ég vil treysta miklu frekar á það að dreifa kröftunum heldur en að setja þetta allt á einn stað og mér líkar ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Það verður bara erfiðara fyrir starfsfólkið að vinna þar og það er erfiðara að fá starfsfólk inn þegar þetta er orðið of stórt og mikið og þá er líka erfiðara að hafa yfirsýnina. Þannig að hver svo sem talar fyrir því, ég get ekki tekið undir það,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira