Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:04 Forstjóri Landspítalans kemur á fund velferðarnefndar í dag. stöð 2 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. Honum líki ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Forstjóri Landspítalans og fleiri gestir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag þar sem staða heilbrigðiskerfisins verður til umfjöllunar. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og henni lýst sem óviðunandi og alvarlegri. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs spítalans, auk fleiri stjórnenda og fulltrúa lækna koma á fund velferðarnefndar í dag þar sem málið verður til umfjöllunar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu„Við erum að sinna allt of mikið af verkefnum inni á Landspítalanum sem að eiga þar ekki heima heldur við getum sinnt á öðrum stöðum. Við þurfum ekki hátæknisjúkrahús til þess að sinna öllu því sem að er þarna sinnt. Þannig að ég mun telja það að það geti lagað stöðuna á Landspítalanum töluvert ef við myndum draga úr bæði aðgerðum og fæðingum á öðru sem fer fram á Landspítalanum en gæti farið fram annars staðar,“ segir Vilhjálmur. Það telji hann að geti losað um bæði pláss og starfsfólk. Efling heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni geti einnig verið hluti af lausninni að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Stofnanir á landsbyggðinni geta sinnt miklu meira hlutverki en þær eru að gera í dag og það er líka liður í því bara að fara eftir stjórnarskránni, að fólk fái sína bestu heilbrigðisþjónustu og að hún sé óháð búsetu. Þess vegna eigum við að færa miklu meiri þjónustu, eins og fæðingar-, krabbameinsþjónustu og annað slíkt út á landsbyggðina. Og þessar stofnanir eru alveg til þess fallnar að líka taka margar af þessum minni aðgerðum og öðru slíku til sín til þess að þá líka bara fjölga störfum heilbrigðisstarfsfólks heima í héraði og annað slíkt. Þannig að við eigum þarna fullt af tækifærum sem að munu létta undir með Landspítalanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Facebook í gær að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi framlög til reksturs Landspítalans verið aukin um 12% á föstu verðlagi. Aukningin nemi 4,8% á þessu ári og því sé allt tal um niðurskurð á spítalanum í besta falli misskilningur.Sjá einnig: Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ „Samt sitjum við ennþá í þessari stöðu þannig að við þurfum að fara að skoða miklu betur skipulagið og hvernig við erum að nýta þessa fjármuni og það kemur manni svolítið á óvart að staðan skuli aldrei lagast þrátt fyrir að það hafi verið forgangsraðað fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir Vilhjálmur. Hann sé þó ekki í einu og öllu sammála stefnu heilbrigðisráðherra í málaflokknum. „Það er algjörlega vitað að ég vil treysta miklu frekar á það að dreifa kröftunum heldur en að setja þetta allt á einn stað og mér líkar ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Það verður bara erfiðara fyrir starfsfólkið að vinna þar og það er erfiðara að fá starfsfólk inn þegar þetta er orðið of stórt og mikið og þá er líka erfiðara að hafa yfirsýnina. Þannig að hver svo sem talar fyrir því, ég get ekki tekið undir það,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. Honum líki ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Forstjóri Landspítalans og fleiri gestir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag þar sem staða heilbrigðiskerfisins verður til umfjöllunar. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og henni lýst sem óviðunandi og alvarlegri. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs spítalans, auk fleiri stjórnenda og fulltrúa lækna koma á fund velferðarnefndar í dag þar sem málið verður til umfjöllunar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu„Við erum að sinna allt of mikið af verkefnum inni á Landspítalanum sem að eiga þar ekki heima heldur við getum sinnt á öðrum stöðum. Við þurfum ekki hátæknisjúkrahús til þess að sinna öllu því sem að er þarna sinnt. Þannig að ég mun telja það að það geti lagað stöðuna á Landspítalanum töluvert ef við myndum draga úr bæði aðgerðum og fæðingum á öðru sem fer fram á Landspítalanum en gæti farið fram annars staðar,“ segir Vilhjálmur. Það telji hann að geti losað um bæði pláss og starfsfólk. Efling heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni geti einnig verið hluti af lausninni að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Stofnanir á landsbyggðinni geta sinnt miklu meira hlutverki en þær eru að gera í dag og það er líka liður í því bara að fara eftir stjórnarskránni, að fólk fái sína bestu heilbrigðisþjónustu og að hún sé óháð búsetu. Þess vegna eigum við að færa miklu meiri þjónustu, eins og fæðingar-, krabbameinsþjónustu og annað slíkt út á landsbyggðina. Og þessar stofnanir eru alveg til þess fallnar að líka taka margar af þessum minni aðgerðum og öðru slíku til sín til þess að þá líka bara fjölga störfum heilbrigðisstarfsfólks heima í héraði og annað slíkt. Þannig að við eigum þarna fullt af tækifærum sem að munu létta undir með Landspítalanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Facebook í gær að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi framlög til reksturs Landspítalans verið aukin um 12% á föstu verðlagi. Aukningin nemi 4,8% á þessu ári og því sé allt tal um niðurskurð á spítalanum í besta falli misskilningur.Sjá einnig: Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ „Samt sitjum við ennþá í þessari stöðu þannig að við þurfum að fara að skoða miklu betur skipulagið og hvernig við erum að nýta þessa fjármuni og það kemur manni svolítið á óvart að staðan skuli aldrei lagast þrátt fyrir að það hafi verið forgangsraðað fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir Vilhjálmur. Hann sé þó ekki í einu og öllu sammála stefnu heilbrigðisráðherra í málaflokknum. „Það er algjörlega vitað að ég vil treysta miklu frekar á það að dreifa kröftunum heldur en að setja þetta allt á einn stað og mér líkar ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Það verður bara erfiðara fyrir starfsfólkið að vinna þar og það er erfiðara að fá starfsfólk inn þegar þetta er orðið of stórt og mikið og þá er líka erfiðara að hafa yfirsýnina. Þannig að hver svo sem talar fyrir því, ég get ekki tekið undir það,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira