Körfubolti

Jack Nicholson minnist Kobe: „Það er stór hola í veggnum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nicholson tekur í spaðann á Kobe.
Nicholson tekur í spaðann á Kobe. vísir/getty

Eins og aðrir stuðningsmenn Los Angeles Lakers er Jack Nicholson í sárum eftir fráfall Kobe Bryant. Körfuboltagoðsögnin fórst í þyrluslysi í fyrradag ásamt átta öðrum, þ.á.m. 13 ára dóttur sinni, Giönnu.

„Viðbrögð mín eru þau sömu og hjá nánast öllum í Los Angeles,“ sagði Nicholson við CBS.

„Þar sem við höldum að allt sé í lagi er stór hola í veggnum. Ég var vanur að hitta Kobe og tala við hann. Þetta var skelfilegur atburður.“

Nicholson er sennilegai þekktasti stuðningsmaður Lakers en hann á sæti á hliðarlínunni í Staples Center.

Nicholson rifjaði upp fyrsta skiptið sem leiðir þeirra Kobe lágu saman.

„Ég stríddi honum í fyrsta skiptið sem hittumst. Það var í Madison Square Garden í New York. Ég lét hann hafa körfubolta og spurði hvort hann vildi árita hann fyrir mig. Hann horfði á mig eins og ég væri brjálaður,“ sagði Nicholson.

Leik Los Angeles-liðanna, Lakers og Clippers, sem átti að fara fram í nótt hefur verið frestað vegna fráfalls Kobe.


Tengdar fréttir

Neymar minntist Kobe

Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins.

Íslendingar minnast Kobe

Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár.

WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“

Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð.

Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta

Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum.

Sjáðu stuttmynd Kobe sem skilaði honum Óskarsverðlaunum

Kobe Bryant, sem lést í morgun í þyrluslysi, verður alltaf minnst sem eins besta körfuboltamanns allra tíma. Í stuttmynd sem hann gerði árið 2018 fer hann yfir hvað körfubolti er fyrir honum og að hann hafi gefið allt sem hann átti í leikinn sem hann elskaði.

Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn

Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum.

Þykk þoka nefnd sem líklegur sökudólgur

Talið er líklegt að rannsókn á þyrluslysinu sem dró körfuboltastjörnuna Kobe Bryant, dóttur hans og sjö aðra til dauða muni einkum beinast að veðuraðstæðum sem voru fyrir hendi þegar slysið varð. Þoka var á svæðinu

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.

Ferill Kobe Bryant í máli og myndum

Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×