Ein stærsta stjarna háskólaboltans tileinkar Kobe Bryant tímabilið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 15:00 Sabrina Ionescu er frábær körfuboltakona. Getty/Joe Scarnici Körfuboltakonan Sabrina Ionescu hefur verið að gera einstaka hluti með Oregon í bandaríska háskólaboltanum og hefur heldur betur komið skóla sínum á kortið. Sabrina Ionescu og félagar hennar Oregon þurftu að spila leik í gær skömmu eftir að þær fréttu af því að Kobe Bryant og dóttir hann hefðu dáið í þyrluslysi. Sabrina Ionescu þekkti vel Kobe Bryant og dóttur hans Giannu en feðginin voru höfðu mikinn áhuga á hennar leik enda hefur hún allt til alls að verða ein besta körfuboltakona heims. “This season’s for him.” https://t.co/6PGYg7SGXD— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 27, 2020 Sabrina Ionescu gaf kost á stuttu viðtali í leikslok. „Allt sem ég geri það geri ég fyrir hann. Hann var mjög náinn vinur. Þetta tímabil er fyrir hann,“ sagði Sabrina Ionescu. Þjálfari Sabrina Ionescu hjá Oregon segir að hún og Kobe hafi verið í miklu samskiptum og oft haft samskipti nokkrum sinnum í viku. Kobe Bryant og Gianna komu síðast á leik með henni á móti USC í janúar í fyrra þar sem hann talaði við liðið í klefanum eftir leik. Þrátt fyrir áfallið segir þjálfarinn, Kelly Graves, að það hafi aldrei komið til greina hjá Sabrinu að spila ekki leikinn. „Þá þekkir þú Sabrina ekki nógu vel. Hún veit líka að Kobe hefði viljað að hún hefði spilað. Hann sjálfur hefði spilað þennan leik,“ sagði Kelly Graves. Sabrina Ionescu var stigahæst í sínu liði með 19 stig og Oregon vann Oregon State 66-57 Sabrina Ionescu ákvað að spila lokaár sitt með Oregon þrátt fyrir mikinn áhuga frá liðum í WNBA-deildinni. Hún er sú körfuboltakonan sem hefur náð flestum þrennum í sögu háskólaboltans en þær eru núna orðnar 22 eftir að fjórar hafa bæst við í vetur. Sabrina Ionescu er með 15,6 stig, 9,0 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Oregon liðinu í vetur og hefur sett stefnuna á að vinna háskólatitilinn í fyrsta sinn í mars. Það þykir afar líklegt að hún verði valin fyrst í næsta nýliðavali WNBA. Sabrina Ionescu mourns her friend Kobe Bryant ahead of her game against Oregon State. pic.twitter.com/urdYuFSNW5— espnW (@espnW) January 26, 2020 Oregon's Sabrina Ionescu was crying before the start of Sunday's game as she mourns the loss of her friend Kobe Bryant https://t.co/D1grMFFz0i— Sports Illustrated (@SInow) January 26, 2020 Sabrina Ionescu has "Forever 24" and "24" written on her shoes. All of the Oregon players have similar writings on their shoes, showing their love for Kobe Bryant. pic.twitter.com/JcTvbbhMoQ— Ethan Wyss (@WyssEthan22) January 26, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Körfuboltakonan Sabrina Ionescu hefur verið að gera einstaka hluti með Oregon í bandaríska háskólaboltanum og hefur heldur betur komið skóla sínum á kortið. Sabrina Ionescu og félagar hennar Oregon þurftu að spila leik í gær skömmu eftir að þær fréttu af því að Kobe Bryant og dóttir hann hefðu dáið í þyrluslysi. Sabrina Ionescu þekkti vel Kobe Bryant og dóttur hans Giannu en feðginin voru höfðu mikinn áhuga á hennar leik enda hefur hún allt til alls að verða ein besta körfuboltakona heims. “This season’s for him.” https://t.co/6PGYg7SGXD— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 27, 2020 Sabrina Ionescu gaf kost á stuttu viðtali í leikslok. „Allt sem ég geri það geri ég fyrir hann. Hann var mjög náinn vinur. Þetta tímabil er fyrir hann,“ sagði Sabrina Ionescu. Þjálfari Sabrina Ionescu hjá Oregon segir að hún og Kobe hafi verið í miklu samskiptum og oft haft samskipti nokkrum sinnum í viku. Kobe Bryant og Gianna komu síðast á leik með henni á móti USC í janúar í fyrra þar sem hann talaði við liðið í klefanum eftir leik. Þrátt fyrir áfallið segir þjálfarinn, Kelly Graves, að það hafi aldrei komið til greina hjá Sabrinu að spila ekki leikinn. „Þá þekkir þú Sabrina ekki nógu vel. Hún veit líka að Kobe hefði viljað að hún hefði spilað. Hann sjálfur hefði spilað þennan leik,“ sagði Kelly Graves. Sabrina Ionescu var stigahæst í sínu liði með 19 stig og Oregon vann Oregon State 66-57 Sabrina Ionescu ákvað að spila lokaár sitt með Oregon þrátt fyrir mikinn áhuga frá liðum í WNBA-deildinni. Hún er sú körfuboltakonan sem hefur náð flestum þrennum í sögu háskólaboltans en þær eru núna orðnar 22 eftir að fjórar hafa bæst við í vetur. Sabrina Ionescu er með 15,6 stig, 9,0 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Oregon liðinu í vetur og hefur sett stefnuna á að vinna háskólatitilinn í fyrsta sinn í mars. Það þykir afar líklegt að hún verði valin fyrst í næsta nýliðavali WNBA. Sabrina Ionescu mourns her friend Kobe Bryant ahead of her game against Oregon State. pic.twitter.com/urdYuFSNW5— espnW (@espnW) January 26, 2020 Oregon's Sabrina Ionescu was crying before the start of Sunday's game as she mourns the loss of her friend Kobe Bryant https://t.co/D1grMFFz0i— Sports Illustrated (@SInow) January 26, 2020 Sabrina Ionescu has "Forever 24" and "24" written on her shoes. All of the Oregon players have similar writings on their shoes, showing their love for Kobe Bryant. pic.twitter.com/JcTvbbhMoQ— Ethan Wyss (@WyssEthan22) January 26, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira