NBA liðin byrjuðu leikina á því að tapa boltanum viljandi til að minnast Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 07:00 Á leik Phoenix Suns og Memphis Grizzlies var ein röðin tóm í áhorfendastúkunni þar sem var skilti sem á stóð: Hvíldu í friði Kobe. AP/Brandon Dill Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. Damian Lillard var fyrsti leikmaðurinn í sögu Portland Trail Blazers sem skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð. Nýliðinn Zion Williamson lék sinn þriðja leik með New Orleans Pelicans og fagnaði sínum fyrsta sigri. Damian Lillard puts up 50 PTS (8 3PM) and 13 AST in the @trailblazers home win. pic.twitter.com/fF94wNo7qE— NBA (@NBA) January 27, 2020 Damian Lillard var með 50 stig og 13 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 139-129 sigur á Indiana Pacers. CJ McCollum kom til baka eftir þriggja leikja fjarveru vegna ökklameiðsla og bætti við 28 stigum og miðherjinn Hassan Whiteside var með 21 stig og 14 fráköst. Það var 24 sekúndna þögn fyrir leikinn en liðin gerðu meira í að minnast Kobe Bryant. Í upphafi leiksins lét Portland Trail Blazers 24 sekúndna klukkuna renna út og strax í framhaldinu fékk Indiana Pacers svo dæmdar á sig átta sekúndur. Kobe Bryant spilaði einmitt í treyjum 24 og 8 á ferlinum. Lið Memphis Grizzlies og Phoenix Suns höfðu sama háttinn á. Domantas Sabonis var með þrennu á móti liðinu sem faðir hans, Arvydas, spilaði með á sínum tíma en Sabonis skoraði 27 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Hann var með þrennu annan sunnudaginn í röð. Lonzo lobs the alley-oop to Zion from out of bounds. pic.twitter.com/VSbhtxWP14— NBA (@NBA) January 27, 2020 Zion Williamson var með 21 stig og 11 fráköst á aðeins 27 mínútum þegar New Orleans Pelicans vann 123-108 sigur á Boston Celtics. Zion skoraði meðal annars átta stig á síðustu þremur mínútum leiksins þar á meðal skoraði hann með troðslu og fékk víti að auki. Bæði liðin létu 24 sekúndu klukkuna renna út í upphafi leiks. Trae Young pays tribute to Kobe Bryant by wearing No. 8 to start the game, and then leads the @ATLHawks to victory with 45 PTS and 14 AST. pic.twitter.com/FHzRcCzeqn— NBA (@NBA) January 27, 2020 Trae Young var með 45 stig og 14 stoðsendingar og horfði margsinnis upp til himna (til Kobe) þegar lið hans Atlanta Hawks vann 152-133 sigur á Washington Wizards.Pascal Siakam skoraði 35 stig í sigri Toronto Raptors á San Antonio Spurs en bæði lið minntust Kobe Bryant með því að láta 24 sekúndna klukkuna renna út í byrjun leiks.Kawhi Leonard skoraði 15 af 31 stigi sínum í þriðja leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 112-97 sigur á Orlando Magic.Nikola Jokic náði níundu þrennu sinni á tímabilinu, 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar, þegar Denver Nuggets vann 117-110 sigur á liði Houston Rockets. James Harden lék ekki með Houston en Russell Westbrook skoraði 32 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 139 - 129 Atlanta Hawks - Washington Wizards 152-133 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 114-109 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 123-108 New York Knicks - Brooklyn Nets 110-97 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 97-112 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 106-110 Denver Nuggets - Houston Rockets 117-110 The New Orleans Pelicans and the Boston Celtics started the game by each taking 24-second shot-clock violations in honor of Kobe Bryant. pic.twitter.com/AA3ntFpLtc— NBA (@NBA) January 27, 2020 The New York Knicks and Madison Square Garden pay tribute to Kobe Bryant and his daughter, Gianna. pic.twitter.com/KmNlTlDQXT— NBA (@NBA) January 27, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Það fóru fram fullt af NBA-leikjum í nótt í skugga þess að NBA körfuboltaheimurinn missti goðsögnina Kobe Bryant í þyrluslysi í gær. Liðin minntust Kobe Bryant fyrir leik, sum á meðan leiknum stóð og nær allir töluðu um hann í viðtölum eftir leik. Damian Lillard var fyrsti leikmaðurinn í sögu Portland Trail Blazers sem skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð. Nýliðinn Zion Williamson lék sinn þriðja leik með New Orleans Pelicans og fagnaði sínum fyrsta sigri. Damian Lillard puts up 50 PTS (8 3PM) and 13 AST in the @trailblazers home win. pic.twitter.com/fF94wNo7qE— NBA (@NBA) January 27, 2020 Damian Lillard var með 50 stig og 13 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 139-129 sigur á Indiana Pacers. CJ McCollum kom til baka eftir þriggja leikja fjarveru vegna ökklameiðsla og bætti við 28 stigum og miðherjinn Hassan Whiteside var með 21 stig og 14 fráköst. Það var 24 sekúndna þögn fyrir leikinn en liðin gerðu meira í að minnast Kobe Bryant. Í upphafi leiksins lét Portland Trail Blazers 24 sekúndna klukkuna renna út og strax í framhaldinu fékk Indiana Pacers svo dæmdar á sig átta sekúndur. Kobe Bryant spilaði einmitt í treyjum 24 og 8 á ferlinum. Lið Memphis Grizzlies og Phoenix Suns höfðu sama háttinn á. Domantas Sabonis var með þrennu á móti liðinu sem faðir hans, Arvydas, spilaði með á sínum tíma en Sabonis skoraði 27 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Hann var með þrennu annan sunnudaginn í röð. Lonzo lobs the alley-oop to Zion from out of bounds. pic.twitter.com/VSbhtxWP14— NBA (@NBA) January 27, 2020 Zion Williamson var með 21 stig og 11 fráköst á aðeins 27 mínútum þegar New Orleans Pelicans vann 123-108 sigur á Boston Celtics. Zion skoraði meðal annars átta stig á síðustu þremur mínútum leiksins þar á meðal skoraði hann með troðslu og fékk víti að auki. Bæði liðin létu 24 sekúndu klukkuna renna út í upphafi leiks. Trae Young pays tribute to Kobe Bryant by wearing No. 8 to start the game, and then leads the @ATLHawks to victory with 45 PTS and 14 AST. pic.twitter.com/FHzRcCzeqn— NBA (@NBA) January 27, 2020 Trae Young var með 45 stig og 14 stoðsendingar og horfði margsinnis upp til himna (til Kobe) þegar lið hans Atlanta Hawks vann 152-133 sigur á Washington Wizards.Pascal Siakam skoraði 35 stig í sigri Toronto Raptors á San Antonio Spurs en bæði lið minntust Kobe Bryant með því að láta 24 sekúndna klukkuna renna út í byrjun leiks.Kawhi Leonard skoraði 15 af 31 stigi sínum í þriðja leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 112-97 sigur á Orlando Magic.Nikola Jokic náði níundu þrennu sinni á tímabilinu, 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar, þegar Denver Nuggets vann 117-110 sigur á liði Houston Rockets. James Harden lék ekki með Houston en Russell Westbrook skoraði 32 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Indiana Pacers 139 - 129 Atlanta Hawks - Washington Wizards 152-133 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 114-109 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 123-108 New York Knicks - Brooklyn Nets 110-97 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 97-112 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 106-110 Denver Nuggets - Houston Rockets 117-110 The New Orleans Pelicans and the Boston Celtics started the game by each taking 24-second shot-clock violations in honor of Kobe Bryant. pic.twitter.com/AA3ntFpLtc— NBA (@NBA) January 27, 2020 The New York Knicks and Madison Square Garden pay tribute to Kobe Bryant and his daughter, Gianna. pic.twitter.com/KmNlTlDQXT— NBA (@NBA) January 27, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum