Mikil umsvif í kringum höfnina í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2020 08:45 Mikil umsvif eru nú í kringum höfnina í Þorlákshöfn eftir að önnur vöruflutningaferja á vegum Smyril Line hóf að sigla þangað einu sinni í viku. Nýja ferjan heitir Akranes en fyrir er Mykines, sem siglir líka til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Nýja ferjan sem hóf áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum um áramótin er glæsilegt skip, heitirAkranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið er 138 metra langt. Komu skipsins til Þorlákshafnar var fagnað í vikunni en það kemur alltaf til Þorlákshafnar á mánudögum, Mykinesið kemur alla föstudaga. „Við keyrum allt inn í skipið, við erum ekki að hífa neitt, engir gámar, það er allt í vögnum og við erum að setja upp siglingaráætlun á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Mjög hraða, þannig að nú getur þú afhent vörur í Danmörku til klukkan fjögur á föstudögum og þú ert að fá hana seinni partinn á mánudegi. Þetta er alveg nýtt í skipaflutningum til landsins,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Linda Björk og Elliði sem eru alsæl með að Akranes sigli nú einu sinni í viku til Þorlákshafnar eins og Mykines hefur gert í tvö og hálft ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, ræður sér ekki af kæti yfir nýja skipinu og öllum umsvifunum í kringum höfnina í Þorlákshöfn. „Í dag er staðan sú að Þorlákshöfn er orðin ein af helstu inn- og útflutningshöfnum landsins. Á örskömmum tíma hefur þetta þróast þannig að Þorlákshöfn hefur þróast úr því að vera fiskihöfn og inn og útflutningshöfn,“ segir Elliði og bætir við. „Hér erum við með stór og mikil tækifæri og það þarf að grípa þau. Við erum tilbúin til þess, Smyril Line er tilbúin til þess og markaðurinn kallar eftir þessu og ég hef þá trú að ríkið komi til með að taka þátt og örugglega næstu skref í þróun hafnarinnar“. En af hverju heitir skipið Akranes, af hverju ekki Þorlákshöfn? „Við notum Nes fyrir utan Norrænu auðvitað, það er gamla nafnið okkar. Öll skipin sem hafa komið í flotann eftir 2015 hafa heitið eitthvað nes. Við erum með Hvítanes, Eystnes, Hvítanes, Mykines og svo Akranes,“ segir Linda Björk. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Mikil umsvif eru nú í kringum höfnina í Þorlákshöfn eftir að önnur vöruflutningaferja á vegum Smyril Line hóf að sigla þangað einu sinni í viku. Nýja ferjan heitir Akranes en fyrir er Mykines, sem siglir líka til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Nýja ferjan sem hóf áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum um áramótin er glæsilegt skip, heitirAkranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið er 138 metra langt. Komu skipsins til Þorlákshafnar var fagnað í vikunni en það kemur alltaf til Þorlákshafnar á mánudögum, Mykinesið kemur alla föstudaga. „Við keyrum allt inn í skipið, við erum ekki að hífa neitt, engir gámar, það er allt í vögnum og við erum að setja upp siglingaráætlun á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Mjög hraða, þannig að nú getur þú afhent vörur í Danmörku til klukkan fjögur á föstudögum og þú ert að fá hana seinni partinn á mánudegi. Þetta er alveg nýtt í skipaflutningum til landsins,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Linda Björk og Elliði sem eru alsæl með að Akranes sigli nú einu sinni í viku til Þorlákshafnar eins og Mykines hefur gert í tvö og hálft ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, ræður sér ekki af kæti yfir nýja skipinu og öllum umsvifunum í kringum höfnina í Þorlákshöfn. „Í dag er staðan sú að Þorlákshöfn er orðin ein af helstu inn- og útflutningshöfnum landsins. Á örskömmum tíma hefur þetta þróast þannig að Þorlákshöfn hefur þróast úr því að vera fiskihöfn og inn og útflutningshöfn,“ segir Elliði og bætir við. „Hér erum við með stór og mikil tækifæri og það þarf að grípa þau. Við erum tilbúin til þess, Smyril Line er tilbúin til þess og markaðurinn kallar eftir þessu og ég hef þá trú að ríkið komi til með að taka þátt og örugglega næstu skref í þróun hafnarinnar“. En af hverju heitir skipið Akranes, af hverju ekki Þorlákshöfn? „Við notum Nes fyrir utan Norrænu auðvitað, það er gamla nafnið okkar. Öll skipin sem hafa komið í flotann eftir 2015 hafa heitið eitthvað nes. Við erum með Hvítanes, Eystnes, Hvítanes, Mykines og svo Akranes,“ segir Linda Björk.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira