Aprílgabbi frestað Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. janúar 2020 09:00 Hvað sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna reynir að kjafta sig út úr leikskólamálinu, þá breytir það því ekki að skerðing þjónustunnar átti að hefjast 1. apríl. Að öðrum kosti hefði sú dagsetning ekki verið nefnd. Það var ekki borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem komu málinu á dagskrá borgarstjórnarfundar þann 20. janúar sl. Heldur komst málið á dagskrá þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á þeim fundi að hætt yrði við þessa þjónustuskerðingu. Það var ekki fyrr en á þeim fundi sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taldi það nauðsynlegt að fram færi ítarlegt mat á jafnréttislegum áhrifum þjónustuskerðingarinnar áður en hún ætti sér stað. Ásamt samráði við fulltrúa foreldra leikskólabarna. En þeim hópi var haldið frá samráði þegar meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í skóla og frístundaráði borgarinnar lagði til þessa að þjónustuskerðingu. Það er þó ekki hægt að halda því fram að eingöngu vegna tillögu borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafi það verið ákveðið að vinna málið betur. Heldur var það fyrst og fremst vegna þess að baklönd Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna loguðu stafna á milli vegna málsins. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna tók ekki afstöðu til tillögunnar, heldur vísuðu henni til borgarráðs, eins og sami borgarstjórnarmeirihluti hafði gert í skóla og frístundaráði. Það að ekki hafi verið ákveðið að hætta við þjónustuskerðinguna, heldur framkvæma hana að loknu jafnréttismati og auknu samráði, vekur upp þær spurningar hvort að saga þess samráðs verði á sama veg og svokallað samráð við foreldra grunnskólabarna í Grafarvogi, þar sem samráðið var í formi tilkynningar um ákvörðun sem þá þegar hafði verið tekin, en ekki til þess að hlusta á og taka tillit til sjónarmiða foreldra grunnskólabarna í hverfinu. Það virðist nefnilega ekki vera svo, eins og dæmin sanna, að í bókum borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að samráð sé leið til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu um mál. Að lokum má svo í ljósi þess að borgarstjórn er farin að funda aftur reglulega eftir jólaleyfi má spyrja af hverju afgreiða átti jafn stórt mál og skerðingu á þjónustu leikskólanna á lokuðum fundi borgarráðs. Þar sem jafnvel væri hægt að taka ákvörðun um að bókanir vegna málsins færu í svokallaða trúnaðarbók og kæmu ekki fram í fundargerð borgarráðs, í stað þess að málið væri tekið fyrir á fundi borgarstjórnar. Þar sem allir þeir sem vildu gætu fylgst með framvindu málsins í meðferð borgarstjórnar. Höfundur er varaformaður Verkalýðraðs Sjalfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Hvað sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna reynir að kjafta sig út úr leikskólamálinu, þá breytir það því ekki að skerðing þjónustunnar átti að hefjast 1. apríl. Að öðrum kosti hefði sú dagsetning ekki verið nefnd. Það var ekki borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem komu málinu á dagskrá borgarstjórnarfundar þann 20. janúar sl. Heldur komst málið á dagskrá þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á þeim fundi að hætt yrði við þessa þjónustuskerðingu. Það var ekki fyrr en á þeim fundi sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taldi það nauðsynlegt að fram færi ítarlegt mat á jafnréttislegum áhrifum þjónustuskerðingarinnar áður en hún ætti sér stað. Ásamt samráði við fulltrúa foreldra leikskólabarna. En þeim hópi var haldið frá samráði þegar meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í skóla og frístundaráði borgarinnar lagði til þessa að þjónustuskerðingu. Það er þó ekki hægt að halda því fram að eingöngu vegna tillögu borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafi það verið ákveðið að vinna málið betur. Heldur var það fyrst og fremst vegna þess að baklönd Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna loguðu stafna á milli vegna málsins. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna tók ekki afstöðu til tillögunnar, heldur vísuðu henni til borgarráðs, eins og sami borgarstjórnarmeirihluti hafði gert í skóla og frístundaráði. Það að ekki hafi verið ákveðið að hætta við þjónustuskerðinguna, heldur framkvæma hana að loknu jafnréttismati og auknu samráði, vekur upp þær spurningar hvort að saga þess samráðs verði á sama veg og svokallað samráð við foreldra grunnskólabarna í Grafarvogi, þar sem samráðið var í formi tilkynningar um ákvörðun sem þá þegar hafði verið tekin, en ekki til þess að hlusta á og taka tillit til sjónarmiða foreldra grunnskólabarna í hverfinu. Það virðist nefnilega ekki vera svo, eins og dæmin sanna, að í bókum borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að samráð sé leið til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu um mál. Að lokum má svo í ljósi þess að borgarstjórn er farin að funda aftur reglulega eftir jólaleyfi má spyrja af hverju afgreiða átti jafn stórt mál og skerðingu á þjónustu leikskólanna á lokuðum fundi borgarráðs. Þar sem jafnvel væri hægt að taka ákvörðun um að bókanir vegna málsins færu í svokallaða trúnaðarbók og kæmu ekki fram í fundargerð borgarráðs, í stað þess að málið væri tekið fyrir á fundi borgarstjórnar. Þar sem allir þeir sem vildu gætu fylgst með framvindu málsins í meðferð borgarstjórnar. Höfundur er varaformaður Verkalýðraðs Sjalfstæðisflokksins.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar