Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2020 11:34 Birgitta sést hér á mynd til vinstri og faðir hennar, Jón Ólafsson skipstjóri, til hægri. Myndina af Jóni tók Bergþóra Árnadóttir, móðir Birgittu. Getty/Bergþóra Árnadóttir Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. Þá segir hún að ýmislegt megi laga í verklagsreglum og lögum um mál af þessu tagi, einkum er varða aðstandendur þeirra sem hverfa. Greint var frá því í gær að lögregla á Suðurlandi hefði borið kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusárós. Nú í janúar fékkst svo staðfest að höfuðkúpan er af Jóni Ólafssyni, skipstjóra frá Þorlákshöfn og föður Birgittu, sem talið er að hafi fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Voru búin að afskrifa niðurstöðuna Birgitta segir í samtali við Vísi að Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hafi haft frumkvæði að því að safna erfðaefni aðstandenda þeirra sem vitað er að hafi horfið í umdæminu. „Í apríl í fyrra bað hann um lífsýni frá aðstandendum og síðan hefur þetta verið mjög langt ferli. Þessi höfuðkúpa er náttúrulega búin að vera uppi í hillu síðan 94. Tæknin til þess að kanna með lífsýnum er búin að vera til staðar nokkuð lengi þannig að það vekur upp ýmsar spurningar af hverju þetta var ekki gert fyrr. En ég er auðvitað mjög þakklát fyrir að þetta var gert núna,“ segir Birgitta. Líkt og fram kom í fréttum af málinu í gær var höfuðkúpan fyrst send til aldursgreiningar í Svíþjóð í fyrra. Niðurstöður úr þeirri greiningu bentu til þess að höfuðkúpan væri sennilega frá því um og eftir 1970. „Þá kom greining um að þetta væri sennilega frá 1970 þannig að við vorum eiginlega svolítið búin að afskrifa þetta. En hann [Oddur] sagði að þetta væri ekki nákvæmara en það og við erum þakklát fyrir að hann hélt áfram með málið. Það var ótrúlega mikil heppni að það var ein tönn eftir í höfuðkúpunni og það var þá auðveldara að ná DNA úr henni heldur en höfuðkúpunni sjálfri.“ Bæði léttir og djúpstæður missir Aðspurð segir Birgitta að þau aðstandendur föður hennar hafi ekki fengið neinar vísbendingar um hvarf hans áður en kallið kom frá Oddi. Tilfinningarnar nú einkennist fyrst og fremst af þakklæti og friðþægingu. „En auðvitað er það þannig að með sorg og missi, það eru engar dagsetningar á því. Auðvitað fer maður í gegnum alls konar rússíbana og upplifir bæði létti og djúpstæðan missi.“ Næsta skref er að jarðsetja líkamsleifar Jóns sem Birgitta segir að verði gert í samráði við eftirlifandi systkini hans. „Það er mikilvægt að hafa einhvern stað og klára þennan elsta „ritúal“ mannskepnunnar. Hann hefði orðið áttræður á þessu ári þannig að mér finnst líklegt að við reynum að kveðja hann í kringum það tímabil,“ segir Birgitta. „Besta lýsingin á þessu er að það er kominn friður. Ég myndi segja að þetta væri 95 prósent rosa léttir og svo koma bylgjur sem eru bara mannlegar.“ Ólýsanlega þungbært fyrir aðstandendur Þá bendir Birgitta á nauðsyn þess að aðstandendum sé boðin áfallahjálp í mannhvarfsmálum. Fólk eigi ekki að þurfa að sækjast eftir henni sjálft. „Mig langar líka bara og nota tækifærið vegna þess að ég veit að það eru enn mjög, mjög margir sem eiga ástvini sem eru horfnir og ég vil árétta það að það er nauðsynlegt að veita fólki sem lendir í þessum aðstæðum áfallahjálp. Ekki láta þau leita eftir henni heldur bjóða hana fólki, af því að þetta er rosalega áfall,“ segir Birgitta. „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig þetta er fyrir aðstandendur og þeir eru ekki endilega færir um að sækja sér nauðsynlegan stuðning. Mér finnst að þetta eigi að vera verklagsregla. Það er enginn stuðningur, ekki neinn.“ Birgitta bendir einnig á að þau systkinin hafi sjálf þurft að fara fyrir dómstóla að sækja úrskurð þess efnis að faðir þeirra væri látinn. Birgitta segir um að ræða gömul og úrelt lög sem ætti að endurskoða. „Ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað þetta er erfitt ferli. Pabbi hvarf 87 og til þess að geta tekið við dánarbúinu og öðru, gengið frá lausum endum, þá er ekki hægt að gera það ef manneskjan er enn lagalega séð á lífi og þetta er enn þá svoleiðis að þú þarft að færa sönnur á það einhvern veginn. Þetta er bara mjög skrýtið, svona ofan á allt hitt.“ Frétt úr Morgunblaðinu 7. janúar 1988 um leitina að Jóni.SKjáskot/timarit.is Vel liðinn skipstjóri og aflakóngur Eins og áður segir er Birgitta mjög þakklát þeim sem hjálpuðu fjölskyldunni að fá niðurstöðu í mál föður hennar. Þá hafi margir sent henni fallegar orðsendingar eftir fréttir gærdagsins. „Það eru margir að hafa samband við mig núna sem þekktu hann. Hann var skipstjóri og mjög vel liðinn, aflakóngur og mjög fisksæll. Maður heyrir alltaf svo mikið af fallegum sögum um hann og það er svo dýrmætt. Það er það fallegasta sem maður getur skilið eftir.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Birgitta hefur þurft að takast á við sambærilegt ferli. Eiginmaður hennar, Charles Egill Hirt, hvarf á Snæfellsnesi snemmsumars 1993, líkt og Birgitta hefur sjálf rætt í viðtölum í gegnum tíðina. Hún segist vonast til þess að mál föður hennar nú verði til þess að verklagi um bein sem finnast verði breytt og að öll lögregluumdæmi líti þannig til lögreglu á Suðurlandi í þessum efnum. „Þannig að þetta stórkostlega frumkvæði, sem við erum mjög þakklát fyrir hjá honum Oddi, verði vonandi til þess fleiri fái sambærilega lúkningu og við. Hver einasti dagur sem maður er ekki með fullvissu er fólki þungbær.“ Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. Þá segir hún að ýmislegt megi laga í verklagsreglum og lögum um mál af þessu tagi, einkum er varða aðstandendur þeirra sem hverfa. Greint var frá því í gær að lögregla á Suðurlandi hefði borið kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusárós. Nú í janúar fékkst svo staðfest að höfuðkúpan er af Jóni Ólafssyni, skipstjóra frá Þorlákshöfn og föður Birgittu, sem talið er að hafi fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Voru búin að afskrifa niðurstöðuna Birgitta segir í samtali við Vísi að Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hafi haft frumkvæði að því að safna erfðaefni aðstandenda þeirra sem vitað er að hafi horfið í umdæminu. „Í apríl í fyrra bað hann um lífsýni frá aðstandendum og síðan hefur þetta verið mjög langt ferli. Þessi höfuðkúpa er náttúrulega búin að vera uppi í hillu síðan 94. Tæknin til þess að kanna með lífsýnum er búin að vera til staðar nokkuð lengi þannig að það vekur upp ýmsar spurningar af hverju þetta var ekki gert fyrr. En ég er auðvitað mjög þakklát fyrir að þetta var gert núna,“ segir Birgitta. Líkt og fram kom í fréttum af málinu í gær var höfuðkúpan fyrst send til aldursgreiningar í Svíþjóð í fyrra. Niðurstöður úr þeirri greiningu bentu til þess að höfuðkúpan væri sennilega frá því um og eftir 1970. „Þá kom greining um að þetta væri sennilega frá 1970 þannig að við vorum eiginlega svolítið búin að afskrifa þetta. En hann [Oddur] sagði að þetta væri ekki nákvæmara en það og við erum þakklát fyrir að hann hélt áfram með málið. Það var ótrúlega mikil heppni að það var ein tönn eftir í höfuðkúpunni og það var þá auðveldara að ná DNA úr henni heldur en höfuðkúpunni sjálfri.“ Bæði léttir og djúpstæður missir Aðspurð segir Birgitta að þau aðstandendur föður hennar hafi ekki fengið neinar vísbendingar um hvarf hans áður en kallið kom frá Oddi. Tilfinningarnar nú einkennist fyrst og fremst af þakklæti og friðþægingu. „En auðvitað er það þannig að með sorg og missi, það eru engar dagsetningar á því. Auðvitað fer maður í gegnum alls konar rússíbana og upplifir bæði létti og djúpstæðan missi.“ Næsta skref er að jarðsetja líkamsleifar Jóns sem Birgitta segir að verði gert í samráði við eftirlifandi systkini hans. „Það er mikilvægt að hafa einhvern stað og klára þennan elsta „ritúal“ mannskepnunnar. Hann hefði orðið áttræður á þessu ári þannig að mér finnst líklegt að við reynum að kveðja hann í kringum það tímabil,“ segir Birgitta. „Besta lýsingin á þessu er að það er kominn friður. Ég myndi segja að þetta væri 95 prósent rosa léttir og svo koma bylgjur sem eru bara mannlegar.“ Ólýsanlega þungbært fyrir aðstandendur Þá bendir Birgitta á nauðsyn þess að aðstandendum sé boðin áfallahjálp í mannhvarfsmálum. Fólk eigi ekki að þurfa að sækjast eftir henni sjálft. „Mig langar líka bara og nota tækifærið vegna þess að ég veit að það eru enn mjög, mjög margir sem eiga ástvini sem eru horfnir og ég vil árétta það að það er nauðsynlegt að veita fólki sem lendir í þessum aðstæðum áfallahjálp. Ekki láta þau leita eftir henni heldur bjóða hana fólki, af því að þetta er rosalega áfall,“ segir Birgitta. „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig þetta er fyrir aðstandendur og þeir eru ekki endilega færir um að sækja sér nauðsynlegan stuðning. Mér finnst að þetta eigi að vera verklagsregla. Það er enginn stuðningur, ekki neinn.“ Birgitta bendir einnig á að þau systkinin hafi sjálf þurft að fara fyrir dómstóla að sækja úrskurð þess efnis að faðir þeirra væri látinn. Birgitta segir um að ræða gömul og úrelt lög sem ætti að endurskoða. „Ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað þetta er erfitt ferli. Pabbi hvarf 87 og til þess að geta tekið við dánarbúinu og öðru, gengið frá lausum endum, þá er ekki hægt að gera það ef manneskjan er enn lagalega séð á lífi og þetta er enn þá svoleiðis að þú þarft að færa sönnur á það einhvern veginn. Þetta er bara mjög skrýtið, svona ofan á allt hitt.“ Frétt úr Morgunblaðinu 7. janúar 1988 um leitina að Jóni.SKjáskot/timarit.is Vel liðinn skipstjóri og aflakóngur Eins og áður segir er Birgitta mjög þakklát þeim sem hjálpuðu fjölskyldunni að fá niðurstöðu í mál föður hennar. Þá hafi margir sent henni fallegar orðsendingar eftir fréttir gærdagsins. „Það eru margir að hafa samband við mig núna sem þekktu hann. Hann var skipstjóri og mjög vel liðinn, aflakóngur og mjög fisksæll. Maður heyrir alltaf svo mikið af fallegum sögum um hann og það er svo dýrmætt. Það er það fallegasta sem maður getur skilið eftir.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Birgitta hefur þurft að takast á við sambærilegt ferli. Eiginmaður hennar, Charles Egill Hirt, hvarf á Snæfellsnesi snemmsumars 1993, líkt og Birgitta hefur sjálf rætt í viðtölum í gegnum tíðina. Hún segist vonast til þess að mál föður hennar nú verði til þess að verklagi um bein sem finnast verði breytt og að öll lögregluumdæmi líti þannig til lögreglu á Suðurlandi í þessum efnum. „Þannig að þetta stórkostlega frumkvæði, sem við erum mjög þakklát fyrir hjá honum Oddi, verði vonandi til þess fleiri fái sambærilega lúkningu og við. Hver einasti dagur sem maður er ekki með fullvissu er fólki þungbær.“
Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17