Brexit og tollkvótar Sigmar Vilhjálmsson skrifar 23. janúar 2020 16:00 Forsendubrestur Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. Markaðssvæði Evrópusambandsins er 513 milljónir manna. Útganga Bretlands þýðir að 66-67 milljónir manna eru ekki lengur hluti af þessu markaðssvæði. Það þýðir að með útgöngu Breta hefur markaðssvæðið sem samningurinn nær yfir minnkað með einu pennastriki um 13%. Þessi mikli munur er klár forsendubrestur þeirra tollasamninga sem eru í gildi. Samningur við Breta Búið er að leggja drög að samningum við Breta um inn- og útflutning í ljósi stöðunnar en ekkert hefur heyrst um endurupptöku á samningum við Evrópusambandið í ljósi þessara miklu breytinga á markaðssvæði ESB. Samningurinn við Breta kveður á um inn- og útflutning á vörum á milli landanna í ljósi Brexit. Þannig verður engin breyting á gildandi tollum, né heldur tollalausum viðskiptum iðnaðarvara. Þá verða kvótar fyrir tollfrjáls viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir einnig óbreyttir. Það þýðir að búið er að gera samninga um aukin innflutning ofan á þá tollasamninga sem í gildi eru án þess að hafa á sama tíma lækkað það magn sem flytja má inn frá Evrópusambandinu. Til upprifjunar þá kveða tollasamningar okkar við Evrópusambandið á um að við fáum að flytja út 0,17 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn í Evrópu á meðan Evrópusambandið má flytja inn 11,2 kg. af landbúnaðarvörum til Íslands. Tollasamningurinn sem er í gildi er með öllu óháður afurðaverðmætum og í ljósi þess að ekkert hefur orðið af útrás mjólkurafurða, eins og samningurinn gerði ráð fyrir, þá hefur af þessum samningi hlotist gríðarlegur viðskiptahalli. Er því full ástæða fyrir Íslensk stjórnvöld að hefja viðræður á grundvelli forsendubrests. Nýir samningar Nýir tollasamningar við Evrópusambandið ættu að vera í eðlilegra hlutfalli á milli markaðssvæða, hvort sem það væri útfrá afurðarverðmætum eða magni. Ef við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við megum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla en ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja 5.725.621 tonn til Evrópu en ekki bara 8.800 tonn. Nýr samningur, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum framleiðendum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Slíkt er til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda, á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Utanríkismál Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Forsendubrestur Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. Markaðssvæði Evrópusambandsins er 513 milljónir manna. Útganga Bretlands þýðir að 66-67 milljónir manna eru ekki lengur hluti af þessu markaðssvæði. Það þýðir að með útgöngu Breta hefur markaðssvæðið sem samningurinn nær yfir minnkað með einu pennastriki um 13%. Þessi mikli munur er klár forsendubrestur þeirra tollasamninga sem eru í gildi. Samningur við Breta Búið er að leggja drög að samningum við Breta um inn- og útflutning í ljósi stöðunnar en ekkert hefur heyrst um endurupptöku á samningum við Evrópusambandið í ljósi þessara miklu breytinga á markaðssvæði ESB. Samningurinn við Breta kveður á um inn- og útflutning á vörum á milli landanna í ljósi Brexit. Þannig verður engin breyting á gildandi tollum, né heldur tollalausum viðskiptum iðnaðarvara. Þá verða kvótar fyrir tollfrjáls viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir einnig óbreyttir. Það þýðir að búið er að gera samninga um aukin innflutning ofan á þá tollasamninga sem í gildi eru án þess að hafa á sama tíma lækkað það magn sem flytja má inn frá Evrópusambandinu. Til upprifjunar þá kveða tollasamningar okkar við Evrópusambandið á um að við fáum að flytja út 0,17 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn í Evrópu á meðan Evrópusambandið má flytja inn 11,2 kg. af landbúnaðarvörum til Íslands. Tollasamningurinn sem er í gildi er með öllu óháður afurðaverðmætum og í ljósi þess að ekkert hefur orðið af útrás mjólkurafurða, eins og samningurinn gerði ráð fyrir, þá hefur af þessum samningi hlotist gríðarlegur viðskiptahalli. Er því full ástæða fyrir Íslensk stjórnvöld að hefja viðræður á grundvelli forsendubrests. Nýir samningar Nýir tollasamningar við Evrópusambandið ættu að vera í eðlilegra hlutfalli á milli markaðssvæða, hvort sem það væri útfrá afurðarverðmætum eða magni. Ef við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við megum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla en ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja 5.725.621 tonn til Evrópu en ekki bara 8.800 tonn. Nýr samningur, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum framleiðendum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Slíkt er til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda, á Íslandi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun