Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 10:00 Marcus Rashford liggur hér sárþjáður í grasinu eftir að hafa meiðst á baki í bikarleik á móti Úlfunum. Getty/Alex Livesey Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. Ian Wright er á því að Ole Gunnar Solskjær hafi þarna verið að hugsa um sjálfan sig frekar en um velferð leikmannsins síns. Ástæðan er að Ole Gunnar Solskjær tók mikla áhættu með því að setja tæpan Marcus Rashford inn á sem varamann í bikarleik á móti Wolves í síðustu viku. United skoraði eina mark leiksins á meðan Rashford sem þurfti síðan fljótlega að fara meiddur af velli. „Ole Gunnar Solskjær talaði um að hann vissi að Marcus Rashford væri í vandræðum með bakið á sér og spilaði honum engu að síður. Núna er hann frá í þrjá mánuði,“ sagði Ian Wright í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. "He's thought about himself before he thought about the player." Ian Wright says that Ole Gunnar Solskjaer 'has to take some blame' over Marcus Rashford's injuryhttps://t.co/8OcntAszF3pic.twitter.com/GdhvZE2bLg— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Við erum að tala um kraftmikinn leikmann sem verður að vera í lagi. Það er mikil pressa á Solskjær að koma United aftur á þann stall sem þeir voru og í þessu tilfelli hugsaði hann um sjálfan sig frekar en að hugsa um leikmanninn. Solskjær setti sig ofar en heilsu Marcus Rashford,“ sagði Ian Wright. „Núna er einn efnilegasti og mikilvægasti leikmaður þeirra frá og það er knattspyrnustjóranum að kenna,“ sagði Wright. Marcus Rashford hafði tekið þátt í 13 leikjum frá desemberbyrjun þar af var hann í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Hann hefur skorað níu mörk í leikjunum og enn á ný sannað mikilvægi sitt í sóknarleik liðsins. „Rashford hefur byrjað alla leiki og það er ótrúlegt að hann hafi spilað svona marga leiki þegar hann var í vandræðum með bakið á sér. Það gengur ekki að menn séu að taka áhættu með slík meiðslu og Solskjær verður bara að taka einhverja ábyrgð á því hvernig fór,“ sagði Wright. Manchester United er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu en 30 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið þarf væntanlega að spila án Marcus Rashford þar til í apríl. Þetta eru líka slæmar fréttir fyrir enska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins því Harry Kane er einnig frá í langan tíma vegna meiðsla. Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Fleiri fréttir Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Sjá meira
Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. Ian Wright er á því að Ole Gunnar Solskjær hafi þarna verið að hugsa um sjálfan sig frekar en um velferð leikmannsins síns. Ástæðan er að Ole Gunnar Solskjær tók mikla áhættu með því að setja tæpan Marcus Rashford inn á sem varamann í bikarleik á móti Wolves í síðustu viku. United skoraði eina mark leiksins á meðan Rashford sem þurfti síðan fljótlega að fara meiddur af velli. „Ole Gunnar Solskjær talaði um að hann vissi að Marcus Rashford væri í vandræðum með bakið á sér og spilaði honum engu að síður. Núna er hann frá í þrjá mánuði,“ sagði Ian Wright í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. "He's thought about himself before he thought about the player." Ian Wright says that Ole Gunnar Solskjaer 'has to take some blame' over Marcus Rashford's injuryhttps://t.co/8OcntAszF3pic.twitter.com/GdhvZE2bLg— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Við erum að tala um kraftmikinn leikmann sem verður að vera í lagi. Það er mikil pressa á Solskjær að koma United aftur á þann stall sem þeir voru og í þessu tilfelli hugsaði hann um sjálfan sig frekar en að hugsa um leikmanninn. Solskjær setti sig ofar en heilsu Marcus Rashford,“ sagði Ian Wright. „Núna er einn efnilegasti og mikilvægasti leikmaður þeirra frá og það er knattspyrnustjóranum að kenna,“ sagði Wright. Marcus Rashford hafði tekið þátt í 13 leikjum frá desemberbyrjun þar af var hann í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Hann hefur skorað níu mörk í leikjunum og enn á ný sannað mikilvægi sitt í sóknarleik liðsins. „Rashford hefur byrjað alla leiki og það er ótrúlegt að hann hafi spilað svona marga leiki þegar hann var í vandræðum með bakið á sér. Það gengur ekki að menn séu að taka áhættu með slík meiðslu og Solskjær verður bara að taka einhverja ábyrgð á því hvernig fór,“ sagði Wright. Manchester United er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu en 30 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið þarf væntanlega að spila án Marcus Rashford þar til í apríl. Þetta eru líka slæmar fréttir fyrir enska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins því Harry Kane er einnig frá í langan tíma vegna meiðsla.
Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Fleiri fréttir Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Sjá meira