Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2025 07:02 Lineker er síðasti Englendingurinn sem lék fyrir Barcelona. Vísir/Getty Images Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins og Barcelona, telur að Marcus Rashford geti fundið sitt gamla form í treyju Börsunga. Hann ræddi skipti Rashford til Katalóníu í hlaðvarpinu Fótboltasafnið (e. Football Museum) á dögunum. Hinn 27 ára gamli Rashford er í þann mund að semja við Barcelona og mun leika með félaginu á láni á komandi leiktíð. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Aston Villa síðari hluta síðasta tímabils. Ferill Rashford hefur verið kaflaskiptur en til þessa hefur hann skorað 138 mörk og gefið 79 stoðsendingar í 426 leikjum fyrir Manchester United. Hann skoraði 4 mörk og lagði upp 6 til viðbótar á meðan hann var á láni hjá Villa. Þá hefur hann skorað 17 mörk í 62 A-landsleikjum fyrir England. „Með rétta hugarfarinu getur hann gert góða hluti. Þetta er frábær áskorun fyrir hann,“ sagði Lineker sem lék fyrir spænska risann frá 1986-1989. Samkvæmt Wikipedia-síðu Lineker spilaði hann alls 103 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 42 mörk. Ofan á það skoraði hann 48 mörk í 80 leikjum fyrir enska landsliðið á meðan ferlinum stóð. Einnig lék Lineker með Leicester City, Everton og Tottenham Hotspur á Englandi. Rashford þegar allt lék í lyndi hjá Man Utd.Zohaib Alam/Getty Images Barcelona er með einn besta sóknarþríeyki heims um þessar mundir í undrinu Lamine Yamal, reynsluboltanum Robert Lewandowski og hinum mjög svo öfluga Raphinha. „Þeir eru með frábæra leikmenn og það verður erfitt að komast í liðið en þeir spila fjöldann allan af leikjum. Þú getur ekki spilað sömu þremur leikmönnum alla leiki. Lewandowski er í rauninni kominn af sínu besta skeiði. Það er magnað hvað hann er að áorka miðað við aldur,“ sagði Lineker um hinn 36 ára gamla Pólverja. „Ég tel þetta góð kaup fyrir Barca. Á deginum sínum er Marcus ótrúlegur. Skoðum svo hvað hefur komið fyrir leikmennina sem hafa yfirgefið Man United undanfarið. Leikmennirnir sem maður hélt að ættu virkilega erfitt, þeir hafa staðið sig virkilega vel annars staðar.“ „Það er eitthvað að hjá Manchester United sem stendur og þeir leikmenn sem hafa yfirgefið félagið hafa almennt séð náð góðum árangri. Svo mig grunar að Marcus sem var virkilega öflugur þegar hann var á láni hjá Aston Villa geti gert slíkt hið sama hjá Barcelona.“ Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Rashford er í þann mund að semja við Barcelona og mun leika með félaginu á láni á komandi leiktíð. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Aston Villa síðari hluta síðasta tímabils. Ferill Rashford hefur verið kaflaskiptur en til þessa hefur hann skorað 138 mörk og gefið 79 stoðsendingar í 426 leikjum fyrir Manchester United. Hann skoraði 4 mörk og lagði upp 6 til viðbótar á meðan hann var á láni hjá Villa. Þá hefur hann skorað 17 mörk í 62 A-landsleikjum fyrir England. „Með rétta hugarfarinu getur hann gert góða hluti. Þetta er frábær áskorun fyrir hann,“ sagði Lineker sem lék fyrir spænska risann frá 1986-1989. Samkvæmt Wikipedia-síðu Lineker spilaði hann alls 103 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 42 mörk. Ofan á það skoraði hann 48 mörk í 80 leikjum fyrir enska landsliðið á meðan ferlinum stóð. Einnig lék Lineker með Leicester City, Everton og Tottenham Hotspur á Englandi. Rashford þegar allt lék í lyndi hjá Man Utd.Zohaib Alam/Getty Images Barcelona er með einn besta sóknarþríeyki heims um þessar mundir í undrinu Lamine Yamal, reynsluboltanum Robert Lewandowski og hinum mjög svo öfluga Raphinha. „Þeir eru með frábæra leikmenn og það verður erfitt að komast í liðið en þeir spila fjöldann allan af leikjum. Þú getur ekki spilað sömu þremur leikmönnum alla leiki. Lewandowski er í rauninni kominn af sínu besta skeiði. Það er magnað hvað hann er að áorka miðað við aldur,“ sagði Lineker um hinn 36 ára gamla Pólverja. „Ég tel þetta góð kaup fyrir Barca. Á deginum sínum er Marcus ótrúlegur. Skoðum svo hvað hefur komið fyrir leikmennina sem hafa yfirgefið Man United undanfarið. Leikmennirnir sem maður hélt að ættu virkilega erfitt, þeir hafa staðið sig virkilega vel annars staðar.“ „Það er eitthvað að hjá Manchester United sem stendur og þeir leikmenn sem hafa yfirgefið félagið hafa almennt séð náð góðum árangri. Svo mig grunar að Marcus sem var virkilega öflugur þegar hann var á láni hjá Aston Villa geti gert slíkt hið sama hjá Barcelona.“
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira