Segir pólitíkina í borginni oft á lágu plani Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 11:31 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir pólitíkina í borginni oft á lágu plani. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist stundum hálf skammast sín fyrir að vera í borgarstjórn. Stemningin sé stundum erfið og pólitíkin í borginni oft á lágu plani. Þetta sagði Hildur í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Það er bæði algerlega frábært og draumastarfið mitt og ég er full af ástríðu og í þessu af öllu hjarta en svo getur það líka verið alveg ótrúlega undarlegt starfsumhverfi, bara pólitíkin,“ segir Hildur. Starfið sé allt öðruvísi en hún hafi fengið að venjast í fyrri störfum, en Hildur starfaði sem lögfræðingur áður en hún fór út í pólitík. Þar sé mikil skilvirkni og maður þurfi að gera grein fyrir hverju einasta korteri sem maður vinni. Allt sé mjög faglegt og vandað og maður hræðist að gera ekki nógu vel. Ekki stemning fyrir gömlu fari „Stundum hef ég staðið mig að því að hálfskammast mín fyrir að vera partur af þessu. Það eru sem betur fer margir þarna sem eru sömu skoðunar og ég og mjög gjarnan vilja breyta þessu. Þetta er í einhverju gömlu fari sem ég held að sé ekki stemning fyrir lengur,“ segir Hildur. Kannski er það bara því fjölmiðlar matreiða það svoleiðis, en mér finnst þið dálítið óþekk? „Já, ég er ekkert hissa á því að þér finnist það. Mér finnst pólitíkin í borgini oft á svolítið lágu plani, ég verð að segja það,“ segir Hildur. „Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að bara brotabrot af starfinu birtist í fjölmiðlum og lang stærstur hluti vinnunnar fer fram inni á lokuðum nefndarfundum sem enginn sér og þar eru almennt allir mjög „civiliseraðir“ og hlutirnir ganga vel,“ segir hún. „Auðvitað er ágreiningur en það er bara gert grein fyrir honum á yfirvegaðan hátt. Auðvitað, almennt, en ég er kannski meira að tala um borgarstjórnarfundina sjálfa þar sem eru sviðslistir í gangi þar. Þar eiga menn til að fara í manninn en ekki boltann og svona.“ „Ég trúi því að verði breytingar og eins og ég segi með nýjum kynslóðum og nýju fólki þá eru fleiri sem vilja sjá breytingar á þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47 Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist stundum hálf skammast sín fyrir að vera í borgarstjórn. Stemningin sé stundum erfið og pólitíkin í borginni oft á lágu plani. Þetta sagði Hildur í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Það er bæði algerlega frábært og draumastarfið mitt og ég er full af ástríðu og í þessu af öllu hjarta en svo getur það líka verið alveg ótrúlega undarlegt starfsumhverfi, bara pólitíkin,“ segir Hildur. Starfið sé allt öðruvísi en hún hafi fengið að venjast í fyrri störfum, en Hildur starfaði sem lögfræðingur áður en hún fór út í pólitík. Þar sé mikil skilvirkni og maður þurfi að gera grein fyrir hverju einasta korteri sem maður vinni. Allt sé mjög faglegt og vandað og maður hræðist að gera ekki nógu vel. Ekki stemning fyrir gömlu fari „Stundum hef ég staðið mig að því að hálfskammast mín fyrir að vera partur af þessu. Það eru sem betur fer margir þarna sem eru sömu skoðunar og ég og mjög gjarnan vilja breyta þessu. Þetta er í einhverju gömlu fari sem ég held að sé ekki stemning fyrir lengur,“ segir Hildur. Kannski er það bara því fjölmiðlar matreiða það svoleiðis, en mér finnst þið dálítið óþekk? „Já, ég er ekkert hissa á því að þér finnist það. Mér finnst pólitíkin í borgini oft á svolítið lágu plani, ég verð að segja það,“ segir Hildur. „Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að bara brotabrot af starfinu birtist í fjölmiðlum og lang stærstur hluti vinnunnar fer fram inni á lokuðum nefndarfundum sem enginn sér og þar eru almennt allir mjög „civiliseraðir“ og hlutirnir ganga vel,“ segir hún. „Auðvitað er ágreiningur en það er bara gert grein fyrir honum á yfirvegaðan hátt. Auðvitað, almennt, en ég er kannski meira að tala um borgarstjórnarfundina sjálfa þar sem eru sviðslistir í gangi þar. Þar eiga menn til að fara í manninn en ekki boltann og svona.“ „Ég trúi því að verði breytingar og eins og ég segi með nýjum kynslóðum og nýju fólki þá eru fleiri sem vilja sjá breytingar á þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47 Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10
Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47
Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent