Minjastofnun biðlar til Reykjavíkurborgar að bjarga síðasta bíóinu í miðbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 14:06 Umfjöllun um Regnbogann í Vikunni á áttunda áratugnum. Minjastofnun Íslands harmar fregnir gærdagsins þess efnis að Bíó Paradís við Hverfisgötu 54 verði lokað 30. apríl þegar húsaleigusamningur rennur út. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segir reksturinn ekki geta gengið miðað við þá húsaleigu sem í boði sé. Bíóinu var komið á koppinn árið 2010 en þar var um árabil kvikmyndahúsið Regnboginn. „Minjastofnun Íslands harmar nýjustu fregnir er varða framtíð kvikmyndahússins að Hverfisgötu 54 þar sem Bíó Paradís hefur verið starfrækt síðasta áratuginn. Bíórekstur hefur verið í húsinu frá upphafi en kvikmyndahúsið Regnboginn var opnað sama ár og húsið var fullbyggt árið 1977,“ segir í erindi Minjastofnunar. Búið nýjustu tækni á sínum tíma „Bíóið var búið nýjustu tækni í sýningarbúnaði á þeim tíma og var fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi sem frá upphafi var sérhannað sem fjölsalabíó. Bíó Paradís er seinasta kvikmyndahúsið sem enn er starfandi í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið er hið eina í miðbænum sem hentar til slíks reksturs auk þess sem þar er sérhæfður búnaður til sýninga á ólíkum formum kvikmynda. Á síðustu árum hefur Bíó Paradís fest sig í sessi sem helsti griðastaður kvikmyndalistar í landinu og mikilvæg miðstöð menningar og mannlífs í þessum hluta miðbæjarins.“ Rætt var við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, í kvöldfréttum í gær. Vísað er til þess að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafi árið 2019 unnið varðveislumat fyrir kvikmyndahúsið að Hverfisgötu 54. Helstu niðurstöður matsins séu að húsið hafi miðlungs til hátt varðveislugildi sem felist einkum í menningarsögulegu gildi þess og þeirrar starfsemi sem það hýsir. „Í því vegur þyngst að enn er óslitið það samhengi sem er milli upphaflegrar og sérhæfðrar hönnunar hússins sem fjölsala kvikmyndahúss, hins fyrsta sinnar tegundar hér á landi, og þeirrar starfsemi sem það hýsir og hefur hýst frá upphafi. Jafnframt er þar eina starfandi kvikmyndahúsið sem eftir er í miðbæ Reykjavíkur og þar með er það lifandi vitnisburður um þann þátt í sögu dægurmenningar og afþreyingar í Reykjavík. Starfsemi kvikmyndahússins á jarðhæð leggur mikið til götulífs og staðaranda við Hverfisgötu.“ Ómissandi fyrir mannlíf og menningu Starfsmenn Minjastofnunar Íslands hafi kynnt sér sögu og ástand kvikmyndahússins á seinasta ári ásamt fulltrúum frá Borgarsögusafni og skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra hafi verið að taka heilshugar undir það mat á varðveislugildi bíósins sem fram komi í umsögn Borgarsögusafns. „Minjastofnun hvetur Reykjavíkurborg eindregið til þess að setja nauðsynleg ákvæði í skipulagi miðbæjarins eða gera aðrar þær ráðstafanir sem tryggt geta áframhaldandi bíórekstur í húsinu sem ómissandi er fyrir mannlíf og menningu í miðbænum.“ Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 „Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Minjastofnun Íslands harmar fregnir gærdagsins þess efnis að Bíó Paradís við Hverfisgötu 54 verði lokað 30. apríl þegar húsaleigusamningur rennur út. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segir reksturinn ekki geta gengið miðað við þá húsaleigu sem í boði sé. Bíóinu var komið á koppinn árið 2010 en þar var um árabil kvikmyndahúsið Regnboginn. „Minjastofnun Íslands harmar nýjustu fregnir er varða framtíð kvikmyndahússins að Hverfisgötu 54 þar sem Bíó Paradís hefur verið starfrækt síðasta áratuginn. Bíórekstur hefur verið í húsinu frá upphafi en kvikmyndahúsið Regnboginn var opnað sama ár og húsið var fullbyggt árið 1977,“ segir í erindi Minjastofnunar. Búið nýjustu tækni á sínum tíma „Bíóið var búið nýjustu tækni í sýningarbúnaði á þeim tíma og var fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi sem frá upphafi var sérhannað sem fjölsalabíó. Bíó Paradís er seinasta kvikmyndahúsið sem enn er starfandi í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið er hið eina í miðbænum sem hentar til slíks reksturs auk þess sem þar er sérhæfður búnaður til sýninga á ólíkum formum kvikmynda. Á síðustu árum hefur Bíó Paradís fest sig í sessi sem helsti griðastaður kvikmyndalistar í landinu og mikilvæg miðstöð menningar og mannlífs í þessum hluta miðbæjarins.“ Rætt var við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, í kvöldfréttum í gær. Vísað er til þess að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafi árið 2019 unnið varðveislumat fyrir kvikmyndahúsið að Hverfisgötu 54. Helstu niðurstöður matsins séu að húsið hafi miðlungs til hátt varðveislugildi sem felist einkum í menningarsögulegu gildi þess og þeirrar starfsemi sem það hýsir. „Í því vegur þyngst að enn er óslitið það samhengi sem er milli upphaflegrar og sérhæfðrar hönnunar hússins sem fjölsala kvikmyndahúss, hins fyrsta sinnar tegundar hér á landi, og þeirrar starfsemi sem það hýsir og hefur hýst frá upphafi. Jafnframt er þar eina starfandi kvikmyndahúsið sem eftir er í miðbæ Reykjavíkur og þar með er það lifandi vitnisburður um þann þátt í sögu dægurmenningar og afþreyingar í Reykjavík. Starfsemi kvikmyndahússins á jarðhæð leggur mikið til götulífs og staðaranda við Hverfisgötu.“ Ómissandi fyrir mannlíf og menningu Starfsmenn Minjastofnunar Íslands hafi kynnt sér sögu og ástand kvikmyndahússins á seinasta ári ásamt fulltrúum frá Borgarsögusafni og skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra hafi verið að taka heilshugar undir það mat á varðveislugildi bíósins sem fram komi í umsögn Borgarsögusafns. „Minjastofnun hvetur Reykjavíkurborg eindregið til þess að setja nauðsynleg ákvæði í skipulagi miðbæjarins eða gera aðrar þær ráðstafanir sem tryggt geta áframhaldandi bíórekstur í húsinu sem ómissandi er fyrir mannlíf og menningu í miðbænum.“
Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 „Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45
Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03
„Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15