Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2020 23:07 Sanders telur að bregðast þurfi við vegna afstöðu forsetans til póstatkvæða. Salwan Georges/Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngiltu „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Trump hefur sagst mótfallinn aukins fjárstuðnings til Póstþjónustu Bandaríkjanna í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpinu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Lítið hefur hins vegar gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana um málið og er fjárstuðningur við póstinn eitt af þrætueplunum. Trump hefur haldið því ranglega fram að Demókratar vilji að forsetakosningarnar færu alfarið fram í gegn um póstinn, og að öllum kjósendum yrði sendur kjörseðill í pósti, óháð því hvort þeir bæðu um það. Þetta er ekki rétt en Demókratar hafa sagst vilja auðvelda fólki að biðja um kjörseðla í pósti og tryggja að þeir komi til skila. Um er að ræða ráðstöfun vegna kórónuveirufaraldursins en þó hafa einhverjir kjósendur í Bandaríkjunum greitt atkvæði með hjálp póstsins um árabil. Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils kosningasvindls. Hann hefur ekki fært sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. „Krísa fyrir bandarískt lýðræði“ Sanders telur að með því að standa í vegi fyrir því að kjósendur geti sent atkvæði sín í pósti, og þannig dregið úr líkum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar, sé Trump að ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum. „Þið eruð vitni að forseta Bandaríkjanna sem reynir allt hvað hann getur til þess að draga úr kosningaþátttöku og gera fólki erfiðara að kjósa með póstatkvæðum á tímum þar sem fólk mun leggja lífið að veði með því að fara á kjörstað og kjósa,“ sagði Sanders í viðtali við NBC í dag. „Þetta er krísa fyrir bandarískt lýðræði. Við verðum að bregðast við og við verðum að bregðast við núna.“ Vill að það sé erfitt að senda atkvæði með póstinum Búast má við því að í komandi forsetakosningum muni fleiri kjósendur reyna að nýta sér þann möguleika að kjósa með hjálp póstsins en nokkru sinni fyrr, þar sem kórónuveiran hefur dreift sér vítt og breitt um Bandaríkin. Á síðustu mánuðum hefur beiðnum um að fá kjörseðil sendan heim í pósti fjölgað gríðarlega í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Þó er óvist að póstþjónustan, sem þegar er í fjárhagskröggum, komi til með að geta annað eftirspurn og komið útfylltum kjörseðlum til skila á réttum tíma fái stofnunin ekki aukið fjármagn. Í síðustu viku viðurkenndi Trump sjálfur að hann stæði í vegi fyrir aukinni fjárveitingu til póstsins, því hann vildi gera það erfiðara að senda atkvæði með pósti. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta þann 3. nóvember næstkomandi. Í nýlegustu skoðanakönnunum er mótframbjóðandi Trumps, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden, talinn sigurstranglegri. Framboð Bidens hefur gagnrýnt Trump fyrir afstöðu sína gagnvart póstþjónustunni og póstatkvæðum. Joe Biden er forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann er talinn sigurstranglegri en Trump í nýjustu könnunum.AP/Andrew Harnik Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngiltu „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Trump hefur sagst mótfallinn aukins fjárstuðnings til Póstþjónustu Bandaríkjanna í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpinu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Lítið hefur hins vegar gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana um málið og er fjárstuðningur við póstinn eitt af þrætueplunum. Trump hefur haldið því ranglega fram að Demókratar vilji að forsetakosningarnar færu alfarið fram í gegn um póstinn, og að öllum kjósendum yrði sendur kjörseðill í pósti, óháð því hvort þeir bæðu um það. Þetta er ekki rétt en Demókratar hafa sagst vilja auðvelda fólki að biðja um kjörseðla í pósti og tryggja að þeir komi til skila. Um er að ræða ráðstöfun vegna kórónuveirufaraldursins en þó hafa einhverjir kjósendur í Bandaríkjunum greitt atkvæði með hjálp póstsins um árabil. Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils kosningasvindls. Hann hefur ekki fært sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. „Krísa fyrir bandarískt lýðræði“ Sanders telur að með því að standa í vegi fyrir því að kjósendur geti sent atkvæði sín í pósti, og þannig dregið úr líkum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar, sé Trump að ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum. „Þið eruð vitni að forseta Bandaríkjanna sem reynir allt hvað hann getur til þess að draga úr kosningaþátttöku og gera fólki erfiðara að kjósa með póstatkvæðum á tímum þar sem fólk mun leggja lífið að veði með því að fara á kjörstað og kjósa,“ sagði Sanders í viðtali við NBC í dag. „Þetta er krísa fyrir bandarískt lýðræði. Við verðum að bregðast við og við verðum að bregðast við núna.“ Vill að það sé erfitt að senda atkvæði með póstinum Búast má við því að í komandi forsetakosningum muni fleiri kjósendur reyna að nýta sér þann möguleika að kjósa með hjálp póstsins en nokkru sinni fyrr, þar sem kórónuveiran hefur dreift sér vítt og breitt um Bandaríkin. Á síðustu mánuðum hefur beiðnum um að fá kjörseðil sendan heim í pósti fjölgað gríðarlega í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Þó er óvist að póstþjónustan, sem þegar er í fjárhagskröggum, komi til með að geta annað eftirspurn og komið útfylltum kjörseðlum til skila á réttum tíma fái stofnunin ekki aukið fjármagn. Í síðustu viku viðurkenndi Trump sjálfur að hann stæði í vegi fyrir aukinni fjárveitingu til póstsins, því hann vildi gera það erfiðara að senda atkvæði með pósti. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta þann 3. nóvember næstkomandi. Í nýlegustu skoðanakönnunum er mótframbjóðandi Trumps, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden, talinn sigurstranglegri. Framboð Bidens hefur gagnrýnt Trump fyrir afstöðu sína gagnvart póstþjónustunni og póstatkvæðum. Joe Biden er forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann er talinn sigurstranglegri en Trump í nýjustu könnunum.AP/Andrew Harnik
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira