Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2020 06:50 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Patrick Semansky Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. Tilefnið er viðleitni ríkisstjórnar Donald Trump til að grafa undan Póstinum í aðdraganda forsetakosninga í nóvember, þar sem búist er við að milljónir muni greiða atkvæði í pósti. Louis DeJoy, nýr yfirmaður Póstsins, hefur þegar skorið niður og gert miklar breytingar sem taldar eru muna koma niður á getu stofnunarinnar til að bregðast við kosningunum. Breytingarnar hafa þegar leitt til tafa á þjónustu Póstsins. Sjá einnig: Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Í bréfi sem hún sendi þingmönnum í gær skrifaði Pelosi að á tímum faraldurs nýju kórónuveirunnar væri Pósturinn mjög mikilvægur vegna kosninganna. Líf og lýðræði Bandaríkjanna væri í húfi vegna aðgerða forsetans. Búist er við að þingmenn muni koma saman aftur um næstu helgi og greiða atkvæði á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Frumvarpinu sem um ræðir er ætlað að koma í veg fyrir að Trump geti gert breytingar á Póstinum og þingmenn Demókrataflokksins hafa þegar krafist þess að DeJoy mæti á nefndarfund þann 27. ágúst og svari spurningum þingmanna. Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Trump hefur lengi haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl sé fylgifiskur póstatkvæða. Hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því og sérfræðingar segja það rangt. Read my letter to Members here: https://t.co/FcVJRo2nTm— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 17, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. Tilefnið er viðleitni ríkisstjórnar Donald Trump til að grafa undan Póstinum í aðdraganda forsetakosninga í nóvember, þar sem búist er við að milljónir muni greiða atkvæði í pósti. Louis DeJoy, nýr yfirmaður Póstsins, hefur þegar skorið niður og gert miklar breytingar sem taldar eru muna koma niður á getu stofnunarinnar til að bregðast við kosningunum. Breytingarnar hafa þegar leitt til tafa á þjónustu Póstsins. Sjá einnig: Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Í bréfi sem hún sendi þingmönnum í gær skrifaði Pelosi að á tímum faraldurs nýju kórónuveirunnar væri Pósturinn mjög mikilvægur vegna kosninganna. Líf og lýðræði Bandaríkjanna væri í húfi vegna aðgerða forsetans. Búist er við að þingmenn muni koma saman aftur um næstu helgi og greiða atkvæði á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Frumvarpinu sem um ræðir er ætlað að koma í veg fyrir að Trump geti gert breytingar á Póstinum og þingmenn Demókrataflokksins hafa þegar krafist þess að DeJoy mæti á nefndarfund þann 27. ágúst og svari spurningum þingmanna. Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Trump hefur lengi haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl sé fylgifiskur póstatkvæða. Hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því og sérfræðingar segja það rangt. Read my letter to Members here: https://t.co/FcVJRo2nTm— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 17, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30