Lakers liðið ætlar að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppni NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 15:30 Kobe Bryant spilaði allan sinn feril með Los Angeles Lakers og kallaði sig Black Mamba. Hann hannaði sérstaka Black Mamba treyju á sínum tíma. Getty/Harry How Leikmenn Los Angeles Lakers ætla að heiðra minningu Kobe Bryant í úrslitakeppnin NBA-deildarinnar sem hefst í dag en aðeins ef þeir komast í gegnum fyrstu umferðina. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í dag með fjórum leikjum en næstu daga verða fjórir leikir á hverjum degi í þessari sögulegu úrslitakeppni sem fer öll fram í Disneygarðinum á Flórída. Lakers plan to wear Black Mamba jersey if they advance in playoffs https://t.co/DCmEDqC6Om— L.A. Times Sports (@latimessports) August 17, 2020 Los Angeles Lakers mætir Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram aðra nótt. Það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki kemst áfram. Brad Turner, blaðamaður hjá Los Angeles Times, sagði frá því á Twitter, að leikmenn Lakers ætli að heiðra minningu Kobe Bryant með því að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppninni. Það verður þó ekki fyrr en að þeir vinni seríuna á móti Portland og komist áfram í undanúrslitin á móti annað hvort Houston Rockets eða Oklahoma City Thunder. Sources: If Lakers advance past 1st round of playoffs over Portland, they plan to wear the Black Mamba jersey in honor of Kobe Bryant in following rounds. Jersey features a snakeskin print on the outside. Bryant, daughter Gianna and 7 others died in a helicopter crash in January.— Brad Turner (@BA_Turner) August 17, 2020 Þetta verður fyrsta úrslitakeppnin sem Los Angeles Lakers tekur þátt í síðan að einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins, Kobe Bryant, lést í þyrluslysi ásamt Giönnu dóttur sinni og sjö öðrum. Black Mamba treyjan er ekki ný af nálinni en hún var hönnuð að Kobe Bryant árið 2018. Textinn og tölurnar á treyjunni verða úr snákaskinni og þar verða líka sextán stjörnur til marks um þá sextán meistaratitla sem Los Angeles Lakers liðið hefur unnið. Kobe Bryant tók þátt í að vinna fimm af þessum sextán meistaratitlum eða þá fimm síðustu hjá félaginu. Kobe Bryant lék í treyjum 8 og 24 á sínum ferli og af þeim sökum hefur 24. ágúst næstkomandi eða 24.8 verið nefndur sérstakur Kobe Bryant dagur. Nike ætlar að byrja að selja Black Mamba treyju Kobe Bryant þann daga og þá viku sem hefur fengið nafnið Mamba-vikan. Það má búast við að sú treyja seljist í bílförmum. Los Angeles Lakers liðið hefur reyndar ekki verið mjög sannfærandi í NBA-búbblunni á sama tíma og Damian Lillard hefur farið á kostum með Portland Trail Blazers liðinu. Portland Trail Blazers gæti því reynst Lakers mjög erfitt viðureignar í þessu einvígi. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers ætla að heiðra minningu Kobe Bryant í úrslitakeppnin NBA-deildarinnar sem hefst í dag en aðeins ef þeir komast í gegnum fyrstu umferðina. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í dag með fjórum leikjum en næstu daga verða fjórir leikir á hverjum degi í þessari sögulegu úrslitakeppni sem fer öll fram í Disneygarðinum á Flórída. Lakers plan to wear Black Mamba jersey if they advance in playoffs https://t.co/DCmEDqC6Om— L.A. Times Sports (@latimessports) August 17, 2020 Los Angeles Lakers mætir Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram aðra nótt. Það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki kemst áfram. Brad Turner, blaðamaður hjá Los Angeles Times, sagði frá því á Twitter, að leikmenn Lakers ætli að heiðra minningu Kobe Bryant með því að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppninni. Það verður þó ekki fyrr en að þeir vinni seríuna á móti Portland og komist áfram í undanúrslitin á móti annað hvort Houston Rockets eða Oklahoma City Thunder. Sources: If Lakers advance past 1st round of playoffs over Portland, they plan to wear the Black Mamba jersey in honor of Kobe Bryant in following rounds. Jersey features a snakeskin print on the outside. Bryant, daughter Gianna and 7 others died in a helicopter crash in January.— Brad Turner (@BA_Turner) August 17, 2020 Þetta verður fyrsta úrslitakeppnin sem Los Angeles Lakers tekur þátt í síðan að einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins, Kobe Bryant, lést í þyrluslysi ásamt Giönnu dóttur sinni og sjö öðrum. Black Mamba treyjan er ekki ný af nálinni en hún var hönnuð að Kobe Bryant árið 2018. Textinn og tölurnar á treyjunni verða úr snákaskinni og þar verða líka sextán stjörnur til marks um þá sextán meistaratitla sem Los Angeles Lakers liðið hefur unnið. Kobe Bryant tók þátt í að vinna fimm af þessum sextán meistaratitlum eða þá fimm síðustu hjá félaginu. Kobe Bryant lék í treyjum 8 og 24 á sínum ferli og af þeim sökum hefur 24. ágúst næstkomandi eða 24.8 verið nefndur sérstakur Kobe Bryant dagur. Nike ætlar að byrja að selja Black Mamba treyju Kobe Bryant þann daga og þá viku sem hefur fengið nafnið Mamba-vikan. Það má búast við að sú treyja seljist í bílförmum. Los Angeles Lakers liðið hefur reyndar ekki verið mjög sannfærandi í NBA-búbblunni á sama tíma og Damian Lillard hefur farið á kostum með Portland Trail Blazers liðinu. Portland Trail Blazers gæti því reynst Lakers mjög erfitt viðureignar í þessu einvígi.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira