Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2020 11:30 KR-ingar fljúga til Glasgow á eftir og mæta stórliði Celtic annað kvöld. VÍSIR/BÁRA KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. KR-ingar þurfa ekki frekar en aðrir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til Glasgow í dag. Þangað ferðast þeir með leiguflugi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld og samkvæmt flugáætlun verða Íslandsmeistararnir ekki komnir heim fyrr en eftir miðnætti annað kvöld, þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi á Íslandi. Þeir eiga stórleik við Val á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætti er nú verið að skoða hvort knattspyrnuliðum verði veitt sérstök undanþága frá nýju sóttkvíarreglunum. Leikmenn Víkings R. og Breiðabliks verða í sömu sporum og KR-ingar síðar í þessum mánuði, FH fær lið Dunajská Streda í heimsókn frá Slóvakíu, og landsleikur Íslands og Englands er á Laugardalsvelli 5. september, svo dæmi séu nefnd. Vonast til að strangar reglur UEFA hjálpi Í öllum þessum leikjum er farið eftir sérstöku regluverki UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna kórónuveirufaraldursins. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar standa vonir til þess að hið stranga regluverk UEFA muni hjálpa til við að fá undanþágu fyrir knattspyrnuliðin. Regluverk UEFA felur meðal annars í sér að leikmenn KR og Celtic verða allir að fara í próf fyrir veirunni. KR-ingar ferðast í sótthreinsaðri rútu frá flugvellinum ytra og beint á hótel sitt þar sem þeir hafa eina hæð og matsal út af fyrir sig. Einu ferðir manna af hótelinu verða með rútu á leikvang Celtic til æfingar í dag, og vegna leiksins á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum. Stórleikur við Val handan við hornið og Kristinn klár í slaginn Í samtali við Vísi sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, ekki koma til greina að hætta við að spila leikinn vegna nýju reglanna um sóttkví. Hann, eins og aðrir KR-ingar, vonast til að undanþága fáist á næsta sólarhring. Næsti leikur KR eftir Skotlandsferðina er stórleikurinn við topplið Vals sem áætlað er að fari fram næsta laugardag. Kristinn Jónsson, einn lykilmanna KR, er í leikmannahópnum sem fer til Skotlands og æfði með liðinu í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum við FH á föstudag. KR KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira
KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. KR-ingar þurfa ekki frekar en aðrir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til Glasgow í dag. Þangað ferðast þeir með leiguflugi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld og samkvæmt flugáætlun verða Íslandsmeistararnir ekki komnir heim fyrr en eftir miðnætti annað kvöld, þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi á Íslandi. Þeir eiga stórleik við Val á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætti er nú verið að skoða hvort knattspyrnuliðum verði veitt sérstök undanþága frá nýju sóttkvíarreglunum. Leikmenn Víkings R. og Breiðabliks verða í sömu sporum og KR-ingar síðar í þessum mánuði, FH fær lið Dunajská Streda í heimsókn frá Slóvakíu, og landsleikur Íslands og Englands er á Laugardalsvelli 5. september, svo dæmi séu nefnd. Vonast til að strangar reglur UEFA hjálpi Í öllum þessum leikjum er farið eftir sérstöku regluverki UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna kórónuveirufaraldursins. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar standa vonir til þess að hið stranga regluverk UEFA muni hjálpa til við að fá undanþágu fyrir knattspyrnuliðin. Regluverk UEFA felur meðal annars í sér að leikmenn KR og Celtic verða allir að fara í próf fyrir veirunni. KR-ingar ferðast í sótthreinsaðri rútu frá flugvellinum ytra og beint á hótel sitt þar sem þeir hafa eina hæð og matsal út af fyrir sig. Einu ferðir manna af hótelinu verða með rútu á leikvang Celtic til æfingar í dag, og vegna leiksins á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum. Stórleikur við Val handan við hornið og Kristinn klár í slaginn Í samtali við Vísi sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, ekki koma til greina að hætta við að spila leikinn vegna nýju reglanna um sóttkví. Hann, eins og aðrir KR-ingar, vonast til að undanþága fáist á næsta sólarhring. Næsti leikur KR eftir Skotlandsferðina er stórleikurinn við topplið Vals sem áætlað er að fari fram næsta laugardag. Kristinn Jónsson, einn lykilmanna KR, er í leikmannahópnum sem fer til Skotlands og æfði með liðinu í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum við FH á föstudag.
KR KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira
Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30
Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30