Þjálfararnir tveir frá Skaganum hafa fengið meira en helming spjaldanna í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 15:00 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, missti stjórn á skapi sínu í gær. Vísir/Daníel Þór Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í leiknum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í gær. Þetta var þriðja spjaldið sem Arnar fær í sumar en það fyrsta rauða. Eini þjálfarinn sem hefur fengið meira en eitt spjald í sumar er annar Skagamaður eða Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Jóhannes Karl hefur fengið tvö gul spjöld. Reyndar er Arnar langt frá því að vera sá eini á bekk Víkinga sem hafa fengið spjöld í sumar. Alls hafa starfsmenn Víkingsliðsins fengið sex spjöld í fyrstu tíu leikjum liðsins en fjórir leikmenn Víkingsliðsins hafa ennfremur fengið að líta rauða spjaldið í deildarleikjum liðsins sumarið 2020. Bekkurinn hjá Skaganum hefur einnig fengið rautt spjald þegar Ingimar Elí Hlynsson fékk rauða spjaldið í leik á móti Stjörnunni. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjú gul spjöld í deildarleikjum í fyrrasumar en Arnar var þá með tvö gul spjöld allt sumarið. Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem aðalþjálfarar liðanna tólf í Pepsi Max deild karla hafa fengið í sumar. Starfsmenn sumra félaganna hafa einnig nokkrir fengið spjald fyrir mótmæli. Bekkirnir hjá fimm liðum eru aftur á móti alveg spjaldalausir en það eru bekkirnir hjá Val, Breiðabliki, KR, FH, og Stjörnunni. Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa fengið fimm af níu spjöldum aðalþjálfaranna sextán eða 56 prósent spjaldanna sem hafa farið á loft. Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í leiknum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í gær. Þetta var þriðja spjaldið sem Arnar fær í sumar en það fyrsta rauða. Eini þjálfarinn sem hefur fengið meira en eitt spjald í sumar er annar Skagamaður eða Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Jóhannes Karl hefur fengið tvö gul spjöld. Reyndar er Arnar langt frá því að vera sá eini á bekk Víkinga sem hafa fengið spjöld í sumar. Alls hafa starfsmenn Víkingsliðsins fengið sex spjöld í fyrstu tíu leikjum liðsins en fjórir leikmenn Víkingsliðsins hafa ennfremur fengið að líta rauða spjaldið í deildarleikjum liðsins sumarið 2020. Bekkurinn hjá Skaganum hefur einnig fengið rautt spjald þegar Ingimar Elí Hlynsson fékk rauða spjaldið í leik á móti Stjörnunni. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjú gul spjöld í deildarleikjum í fyrrasumar en Arnar var þá með tvö gul spjöld allt sumarið. Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem aðalþjálfarar liðanna tólf í Pepsi Max deild karla hafa fengið í sumar. Starfsmenn sumra félaganna hafa einnig nokkrir fengið spjald fyrir mótmæli. Bekkirnir hjá fimm liðum eru aftur á móti alveg spjaldalausir en það eru bekkirnir hjá Val, Breiðabliki, KR, FH, og Stjörnunni. Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa fengið fimm af níu spjöldum aðalþjálfaranna sextán eða 56 prósent spjaldanna sem hafa farið á loft. Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert
Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00