Segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk komi fram við hinsegin fólk af virðingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 17:54 Landlæknir gaf í dag út tilkynningu þar sem hamrað var á því að heilbrigðisstarfsfólk kæmi fram við hinsegin fólk af virðingu. Vísir/Jóhann/Vilhelm Aðstoðamaður Landlæknis segir grein Arnars Sverrissonar, sem ber titilinn „Kynröskun stúlkna. Hin nýja móðursýki,“ vera ástæðu tilkynningar sem gefin var út af Landlæknisembættinu í dag, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn beri virðingu fyrir hinsegin fólki. „Krafa hinsegin fólks um að standa jafnfætis öðrum er og verður réttmæt. Heilbrigðisstarfsfólki er bent á að það getur fengið hinsegin fræðslu hjá Samtökunum 78,“ segir í tilkynningunni. „Hinsegin fólk, líkt og allir aðrir, á rétt á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu einstaklings sem sýnir virðingu, sinnir störfum sínum af árvekni og trúmennsku.“ Grein Arnars vakti mikla athygli og var harðlega gagnrýnd víða, meðal annars af Samtökunum ´78 og Trans Ísland. Í yfirlýsingu Trans Íslands sagði meðal annars að í greininni vísaði höfundur til „úreltra kenninga um kynvitund trans fólks, en í grein hans er trans fólk ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir.“ Höfundur greinarinnar blandi jafnframt saman trans fólki við aðra hópa innan hinsegin samfélagsins og ljóst sé að höfundar hafi ekki kynnt sér hugtökin til hlítar. „Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum“ „Tilefnið er það, og í raun og veru út af þeirri umræðu sem fór af stað í kommentakerfum og víðar. Við vildum bara setja eitthvað út vegna þess að þarna er hópur sem er í mjög viðkvæmri stöðu og það þarf lítið til til að gera þá stöðu enn verri,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Í tilkynningunni frá Landlækni kemur fram að mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsmenn komi fram af fagmennsku, virðingu og á grundvelli bestu þekkingar hverju sinni og „forðist það að valda eða gera lítið úr angist, þjáningu og stöðu þeirra sem sárlega þurfa viðurkenningu og á stuðningi að halda.“ „Þó svo að vafalaust megi enn gera betur í heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin og kynsegin fólk þá ber að fagna þeim miklu framförum sem orðið hafa í aðgengi þessa hóps að slíkri þjónustu. Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum og sendir kveðju sína til hinsegin fólks.“ Það hlýtur þá að vera mikilvægt að hinsegin fræðsla verði hluti af námi heilbrigðisstarfsfólks? „Jú, að sjálfsögðu, og mikið af þessu eru sjálfsagðar staðreyndir um hvernig við nálgumst fólk og hvernig við umgöngumst nágranna okkar í þessu samfélagi. Hins vegar eru sumir heilbrigðisstarfsmenn sem eru líklegri en aðrir til að aðstoða þennan hóp og því mun mikilvægara er að það fólk sæki sér þá þekkingu og sé upplýst um nýjustu þekkingu á þeirra sérsviði,“ segir Kjartan. „Heilbrigðisstarfsmenn eiga að geta nálgast fólk á jafningjagrundvelli. Þannig á það að vera, þannig viljum við hafa það og þannig er það teljum við.“ Hinsegin Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29 Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31 Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Aðstoðamaður Landlæknis segir grein Arnars Sverrissonar, sem ber titilinn „Kynröskun stúlkna. Hin nýja móðursýki,“ vera ástæðu tilkynningar sem gefin var út af Landlæknisembættinu í dag, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn beri virðingu fyrir hinsegin fólki. „Krafa hinsegin fólks um að standa jafnfætis öðrum er og verður réttmæt. Heilbrigðisstarfsfólki er bent á að það getur fengið hinsegin fræðslu hjá Samtökunum 78,“ segir í tilkynningunni. „Hinsegin fólk, líkt og allir aðrir, á rétt á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu einstaklings sem sýnir virðingu, sinnir störfum sínum af árvekni og trúmennsku.“ Grein Arnars vakti mikla athygli og var harðlega gagnrýnd víða, meðal annars af Samtökunum ´78 og Trans Ísland. Í yfirlýsingu Trans Íslands sagði meðal annars að í greininni vísaði höfundur til „úreltra kenninga um kynvitund trans fólks, en í grein hans er trans fólk ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir.“ Höfundur greinarinnar blandi jafnframt saman trans fólki við aðra hópa innan hinsegin samfélagsins og ljóst sé að höfundar hafi ekki kynnt sér hugtökin til hlítar. „Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum“ „Tilefnið er það, og í raun og veru út af þeirri umræðu sem fór af stað í kommentakerfum og víðar. Við vildum bara setja eitthvað út vegna þess að þarna er hópur sem er í mjög viðkvæmri stöðu og það þarf lítið til til að gera þá stöðu enn verri,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Í tilkynningunni frá Landlækni kemur fram að mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsmenn komi fram af fagmennsku, virðingu og á grundvelli bestu þekkingar hverju sinni og „forðist það að valda eða gera lítið úr angist, þjáningu og stöðu þeirra sem sárlega þurfa viðurkenningu og á stuðningi að halda.“ „Þó svo að vafalaust megi enn gera betur í heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin og kynsegin fólk þá ber að fagna þeim miklu framförum sem orðið hafa í aðgengi þessa hóps að slíkri þjónustu. Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum og sendir kveðju sína til hinsegin fólks.“ Það hlýtur þá að vera mikilvægt að hinsegin fræðsla verði hluti af námi heilbrigðisstarfsfólks? „Jú, að sjálfsögðu, og mikið af þessu eru sjálfsagðar staðreyndir um hvernig við nálgumst fólk og hvernig við umgöngumst nágranna okkar í þessu samfélagi. Hins vegar eru sumir heilbrigðisstarfsmenn sem eru líklegri en aðrir til að aðstoða þennan hóp og því mun mikilvægara er að það fólk sæki sér þá þekkingu og sé upplýst um nýjustu þekkingu á þeirra sérsviði,“ segir Kjartan. „Heilbrigðisstarfsmenn eiga að geta nálgast fólk á jafningjagrundvelli. Þannig á það að vera, þannig viljum við hafa það og þannig er það teljum við.“
Hinsegin Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29 Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31 Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29
Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31
Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent