Sakar formann Viðreisnar um lýðskrum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 20:51 Bjarni er ekki sáttur við skrif Þorgerðar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Þorgerður, sem er formaður Viðreisnar og fyrrverandi landsbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Bjarna, kallaði þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðhunda kerfisins í pistlinum vegna viðbragða þeirra við skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. „Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ skrifar Þorgerður. Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Bjarni beinir sjónum sínum þó einna helst að því sem Þorgerður segir um greiðslur fyrir veiðirétt. Hún segir það merkilegt ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. „Þetta er ekkert annað en lýðskrum. Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann það ekki segja neitt um fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands að tiltekið gjald sé greitt fyrir hrossamakrílsveiðiheimildir í Namibíu. Að gefa annað í skyn sé „hreint lýðskrum“ því það sem mestu máli skipti sé að greiðslugeta fyrirtækja ráðist af helstu rekstrarforsendum. „Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“Stöðuuppfærslu Bjarna má lesa hér að neðan. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þar sakar hann Þorgerði um lýðskrum vegna pistlaskrifa hennar á Vísi í dag. Þorgerður, sem er formaður Viðreisnar og fyrrverandi landsbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Bjarna, kallaði þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varðhunda kerfisins í pistlinum vegna viðbragða þeirra við skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. „Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði,“ skrifar Þorgerður. Sjá einnig: Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Bjarni beinir sjónum sínum þó einna helst að því sem Þorgerður segir um greiðslur fyrir veiðirétt. Hún segir það merkilegt ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. „Þetta er ekkert annað en lýðskrum. Fyrst má hér nefna að sjávarútvegsfyrirtæki bjóða ekki í veiðiheimildir á Íslandi heldur er lagt á þær veiðigjald sem er breytilegt eftir afrakstri veiða í einstökum tegundum. Það er því tómt mál að tala um hvað íslensk fyrirtæki eru ,,tilbúin að greiða“,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann það ekki segja neitt um fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands að tiltekið gjald sé greitt fyrir hrossamakrílsveiðiheimildir í Namibíu. Að gefa annað í skyn sé „hreint lýðskrum“ því það sem mestu máli skipti sé að greiðslugeta fyrirtækja ráðist af helstu rekstrarforsendum. „Þeir sem standa að þessari tillögu láta sem allir þessir þættir séu sambærilegir og hér þurfi bara að svara spurningunni um það hvað sé borgað fyrir að veiða fisk hér annars vegar og í Namibíu hins vegar. Eða er ekki fiskur bara fiskur? Nei, augljóslega ekki. Og þau vita það. En þegar athygli er vakin á lýðskruminu eiga þau engan annan leik en að ganga lengra og hrópa: Sérhagsmunagæsla!“Stöðuuppfærslu Bjarna má lesa hér að neðan.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28
Af lýðskrumi og loddurum Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. 7. febrúar 2020 12:00