„Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 18:02 Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri voru gestir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Vísir/Elín Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. Hann segir bankann ennþá hafa svigrúm til að lækka vexti eða beita örðum stjórntækjum til að örva hagkerfið en það borgi sig ekki að nota allar byssukúlurnar í einu. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu voru gestir efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Peningastefnunefnd lækkaði meginvexti bankans í gær í því skyni að stuðla að örvun hagkerfisins. Þótt efnahagshorfur á þessu ári og næsta séu verri en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir er áfram gert ráð fyrir hagvexti upp á 0,8%. Enn er svigrúm til frekari lækkunar eða til að beita öðrum stjórntækjum að sögn seðlabankastjóra. „Þegar ég var ungur drengur að horfa á kúrekamyndir í gamladaga þá kunni það ekki góðri lukku að stýra að skjóta af öllum skotunum strax sem þú varst með í byssunni. Við viljum náttúrlega vinna okkur áfram, það er að segja, við viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda,“ sagði Ásgeir. Í erlendum samanburði sé Ísland nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Núna er að einhverju leyti sögulegt tækifæri að fara í innviðauppbyggingu. Bæði af því það er slaki í hagkerfinu og líka vextir í sögulegu lágmarki,“ segir Ásgeri. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú sé tímabært að hefja undirbúning að sölu Íslandsbanka. Er seðlabankastjóri sammála því mati? „Það er kannski ekki mitt að meta það. Ríkissjóður hlýtur alltaf á hverjum tímapunkti að meta það hvar er best að hafa peningana. Það eru töluvert miklir fjármunir bundnir í bönkunum, væri þeim betur komið í innviðum eða í opinberum fjárfestingum eða eitthvað álíka? Það er í rauninni ákvörðun sem að ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um,“ svara Ásgeir. Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. Hann segir bankann ennþá hafa svigrúm til að lækka vexti eða beita örðum stjórntækjum til að örva hagkerfið en það borgi sig ekki að nota allar byssukúlurnar í einu. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu voru gestir efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Peningastefnunefnd lækkaði meginvexti bankans í gær í því skyni að stuðla að örvun hagkerfisins. Þótt efnahagshorfur á þessu ári og næsta séu verri en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir er áfram gert ráð fyrir hagvexti upp á 0,8%. Enn er svigrúm til frekari lækkunar eða til að beita öðrum stjórntækjum að sögn seðlabankastjóra. „Þegar ég var ungur drengur að horfa á kúrekamyndir í gamladaga þá kunni það ekki góðri lukku að stýra að skjóta af öllum skotunum strax sem þú varst með í byssunni. Við viljum náttúrlega vinna okkur áfram, það er að segja, við viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda,“ sagði Ásgeir. Í erlendum samanburði sé Ísland nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Núna er að einhverju leyti sögulegt tækifæri að fara í innviðauppbyggingu. Bæði af því það er slaki í hagkerfinu og líka vextir í sögulegu lágmarki,“ segir Ásgeri. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú sé tímabært að hefja undirbúning að sölu Íslandsbanka. Er seðlabankastjóri sammála því mati? „Það er kannski ekki mitt að meta það. Ríkissjóður hlýtur alltaf á hverjum tímapunkti að meta það hvar er best að hafa peningana. Það eru töluvert miklir fjármunir bundnir í bönkunum, væri þeim betur komið í innviðum eða í opinberum fjárfestingum eða eitthvað álíka? Það er í rauninni ákvörðun sem að ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um,“ svara Ásgeir.
Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57